Faxi

Volume

Faxi - 01.12.1972, Page 65

Faxi - 01.12.1972, Page 65
unnar og stóð eins og broddgöltur í varnarstöðu. Aftan af hádekkinu kvað við margraddaður, dynjandi hlátur félag- anna, sem sátu þar snöggklæddir með ávaxtakörfu á milli sín. Jafnvel hinn varðmaðurin hló hátt, kom til okkar og fullvissaði mig unr, að hér væru engir hákarlar. Þessi atburður flaug um allt skipið og hákarlaspænska íslendingsins var aðal-brandari dagsins. Þrátt fyrir það, þó farmennskan geri flesta menn, sem lengi sigla og víða, að nokkurs konar heimsborgurum, eða öllu heldur að allsherjar útlendingum, halda þeir furðanlega þjóðerniseinkennum sín- um, oft án þess að gera sér það sjálfir ljóst. Norðurlandasjómenn skera sig mjög úr, hvar sem þeir koma, ekki ein- ungis í vexti og útliti, heldur einnig í háttum sínum. Ég man eftir því, að starfs- stúlkur í Intemational sjómannaklúbbn- um í Leningrad sögðu, að skandinaviskir sjómenn væru þeir verstu drykkju- og óeirðarseggir, sem þangað 'kæmu; að öðru leyti báru þær þeim vel söguna. Ég býst við, að þetta hafi við töluverð rök að styðjast og það muni yfirleitt liggja á þeim það orð, að þeir séu drykkfelldir og ærslafengnir, nokkuð djarftækir til kvenna, ef því er að skipta, frekar litlir trúmenn og bregði oft fyrir sig sárri og raunhæfri fyndni. Aftur á móti er hræsni og yfirdreps- skapur mjög fjarri þeim, bæði við félaga sína og yfirmenn og gagnvart því, sem þeim er að einhverju leyti kært eða hei- lagt. Þeir ganga yfirleitt betur til fara en stéttarbræður þeirra og hirða skip sín og íbúðir betur. Þeir eru örir á fé og all- ur smásálarskapur er þar illa séður, enda eru kjör þeirra betri en flestra annarra sjómanna. Stafar það af vel skipulögð- um stéttarsamtökum, er hefur gefið þeinr sæmilega stéttarlöggjöf, sem þeir fylgja fram af fullri einurð, hver senr í hlut á. í þessari ferð komu þessir eiginleikar mjög vel fram. Nú var stríð og kaupgjald mjög hátt og peningar nógir. Alls staðar var hægt að fá skipiúm, og peninga fengu menn í hverri höfn, í mynt þess lands, sem þeir voru staddir í. Að fara með peninga úr höfn eða eiga þá inni hjá útgerðinni, þótti ekki hyggi- legt. Því eins og þeir sögðu: Við verðum kannski í helvíti á rnorgun og hvað á að gera við peninga þar? Donkeymaðurinn hélt því aftur á móti fram, að enskir peningar giltu þar, þeir væru hvort eð er allir saman blóð- og Júdasarpeningar. Sérstaklega bar á þessari skoðun hans eftir að Englendingar fóru fram á að fá að leggja tundurduflum í norskri land- helgi, sem hann bjóst við að myndi ó- hjákvæmilega hafa í för með sér stiíð fyrir Noreg, og sú varð líka raunin á. Skipstjóranum var heimilt að halda eftir 300 kr. af laununt manna, þar til þeir voru afskráðir. Var það gert til þess, áð viðkomandi væri borgunarmaður fyr- ir sekturn eða skemmdum, er hann kynni að valda í landi, að öðrum kosti hefði út- gerðin orðið að greiða það. Við voium því áreiðanlega aufúsugestir alls konar tötralýðs og betlara. Ég minnist eins kvölds, er við fóium fjórir í land í Bilbaó með sína 200 peset- ana hver, og komum allir blankir um borð unt nóttina. Að vísu vorum við eitthvað þungir í kollinum, en slíkt er hægt að veita sér þar fyrir lítið. Aðalástæðan var sú, að við þoldum ekki að sjá hungruð börn. Oft ntun það vera svo unr farntenn, að þeir velja sér einhvern skjólstæðing, sem þeir láta sér öðrunt fremur annt um. Ástæðurnar fyrir því geta verið marg- víslegar. Fyrst og fremst er mönnum það ljóst, að þeim er ómögulegt að bæta úr allri þeirri neyð, sem fyrir augu þeirra ber, og þeir fáu skildingar, er þei geta látð af hendi rakna, eru auðvtað eins og dropi í hafinu,og þeim mun nrinna virði, sem þeir dreifast á fleiri hendur. Og svo virðist, sem í undirvitund hvers manns sé einhver óljós þrá eftir að eiga sér ein- hverja veru til þess að annast um. Hvaða öfl þar eru að verki, læt ég sálfræðing- um eftir að brjóta til nrergjar, og þeir hafa eflaust gert það og skýrt það á sinn hátt. Þegar ég hafði borðað og komið aftur upp á dekkið, veitti ég eftirtekt htlum patta, sem reri smákænu meðfram skips- hliðinni. Þegar hann sá, að varðmaður- inn var ekki hjá mér, gaf hann mér rnerki, og reri aftur undir hekkið. Ég fylgdist með honum og horfði niður til hans. Þetta var á að gizka 10 ára snáði, berhöfðáður og berfættur, með magurt andlit, sem hafði útlit einhvers staðar á rnilli barns og gamalmennis. í stórum, dökkum augunum gægðist fram tor- tryggni fjallarefsins, sem lært hefur, að í viðskiptunr við manninn er sjaldan of varlega farið. Slóttugur og fámáll skim- aði hann í kringum sig, og með kvikri hreyfingu tók hann flösku úr buxnaskálm sinni, velti henni fyrir mér og hvíslaði: Umbri! Uinbri! una botil thinga pesetas. Ég gaf honuin merki um að bíða og náði mér í lítinn kolamola. Utan um hann vafði ég svo fimm pe- seta seðli og lét hann síðan detta niður í bátinn til hans. Hann vildi kasta til mín flöskunni og gaf mér merki urn að grípa hana. Ég þekkti verzlunarvöru þessara drengja og vissi, að þetta rauðvín var verra á bragðið en nokkur sýrublanda, og lét hann því strax skilja, að ég kærði mig ekki unr vínið.... Grassia, grassia, bona uinbri. . . . “ og svo löng runa af orðum, sem ég skildi ekki. Nú heyrðist fótatak varðmannsins og ég gaf snáðan- um merki. Hann skaut kænunni lengra inn undir hekkið svo hún sást ekki þó litið væri út fyrir borðstokkinn, en ég fór til vinnu rninnar. í kaffihlénu sá ég svo snáðann aftur, og lét brauðstykki og smjörlíki detta nið- ur í bátinn til hans í gegnum kýraugað. Þar með vorum við orðnir vinir. Hann hét Salomon. Dýrð fornaldar- F A X I — 237

x

Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.