Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1972, Blaðsíða 66

Faxi - 01.12.1972, Blaðsíða 66
innar hljómaði í nafni hans, en persóna hans var mörkuð af villimennsku nú- tímans. Hann var einn af þúsundunum, sem borgarastyrjöldin hafði tekið allt frá, ekki einungis vonina, heldur og mann- dóminn til þess að geta vonað. Hann var sáttur við lífið eins og hann lifði því, og átti enga ósk, sem náði frá málsverði til málsverðar. í tvo daga fylgdi hann mér eins og tryggur rakki, hvert sem ég fór. Hann bar fótboltaskóna mína á kvöldin, þegar við félagarnir fórum á knattspyrnuvöll- inn. í búningsklefanum beið hann yfir fötum okkar og passaði þau fyrir sínum líkum. Hann varaði mig við viðsjárverð- um stöðum og beið mín þolinmóður fyrir utan knæpur og veitingahús, þar sem hann fékk ekki að koma inn. Óafvitandi sagði hann mér ævisögu sína á þessum tveimur dögum. Ævisaga 10 ára manns er venjulega ekki margbrotin, og ævisaga Salomons var engin undantekning þar frá; en í henni fólst heil þjóðfélagsádeila. Ádeila á þá tilveru, sem hrópaði í nekt viður- styggðar sinnar til heilbrigðrar skynsemi og mannúðar og bað um að mega mást út af þessari jöfð. Faðir hans féll í borgarastríðinu en móð- ir hans vann fyrir sér á götunni með 3ja mánaða gamalt barn á handleggnum. Sjálfur fékk hann að sofa inni hjá frænda sínum og var að því leyti betur settur en margir félagar hans, sem ekki áttu völ á öðru húsnæði en gömlum, uppsettum bátskriflum, tómum umbúðakössum og því um líku. Mat varð hann að útvega sér sjálfur, og það gerði hann eftir því sem hungrið blés honum í brjóst — ýmist sníkti eða stal. Hugmyndir hans um rétt og rangt voru mjög einfaldar. Þær virtust í framkvæmdinni ekki falla sem bezt að okkar vestræna siðalögmáli, eða hinum 10 austrænu boðorðum. En hann kom til dyranna eins og hann var klæddur, duldi ekkert. Siðalögmál hans var ekki skrúði til að skarta í við hátíðleg tækifæri. Hann breytti eftir þessu hversdagslega — átti ekki annað til. Svo var burtfararstundin komin. Ég lagði 50 peseta seðil í lófa Salomons. Snöggvast ljómaði andlit hans yfir þess- um óvæntu auðæfum, en svo varð það aftur alvarlegt. Svona stóran pening þýddi honum ekki að þiggja. Hann mundi vei'ða sakaður um að hafa stolið honum. Svo var seðlinum skipt og lítill, bros- andi drenghnokki stóð á hafnarbakkan- um. Aðra höndina gróf hann niður í buxnavasann, þar sem trygging næstu máltíða var geymd, en hinni veifaði hann til skipsins, sem hafði fært honum þessa áhyggjulausu daga, en sneri nú stefnu sinni móti hinum breiða sæ og fjarlægð- ist óðum. Ég hallaði mér út áð borðstokknum og horfði á Salomon. Horfði á hvernig persónueinkenni hians máðust út eftir því sem fjarlægðin óx. Hann minnkaði og minnkaði, varð æ ógreinilegri, unz á hafnarbakkanum sást aðeins formlaus þúst. Ef til vill hefur það verið hans raun- veiulega mynd. Sigurður Brynjólfsson Verzlunin ALDAN Sandgerði Höfum mikið úrval af jólagjöfum fyrir alla fjölskylduna. — FYRIR BÖRNIN: Ymsar gerðira f dúkkum, bollastell, snyrtiseff, nælur, hringir og festar. Dúkkulísur og litabækur. Magar gerðir af Matchboxbílum og gjafakössum, tvær stærðir af bílatöskum. Pússluspil, kubbar, boltar, munnhörpur, trommur, vasaljós, myndir, módel og magt fleira. — FYRIR DÖMUR: Snyrtivörur í úrvali, margar gerðir af ilmvötn- um og ilmkremum, gjafasett, freyðiböð, snyrti- buddur, peningabuddur o.fl. — FYRIR HERRA: Tabac og Old Spice gjafasett, margar gerðir af rakspíra, úrólar, ermahnappar, margar gerðir af pípum, og Ronson kveikjararnir vinsælu. Munstruð og hvít herranærföt, ódýrar barna- sokkabuxur og drengjaskyrtu með bindi. Munið eftir filmunum og flashkubbunum. Kodak myndavélar, margar gerðir og stærðir af myndaalbúmum, einnig minningabækur. Munið jólaölið, gosdrykkina og sælgætið hjó okkur. Margar gerðir og stærðir af konfektköss- um. Einnig kerti og spil. Þið fóið Emmess-ísinn og ístertuna hjó okkur. Munið að panta terturn- ar tímanlega. Einnig allar gerðir af niðursoðnum óvöxtum. Mikið úrval af jólakortum, jólapappír merki- miðar, lím og borðar, jólatrésskraut, seríur og perur. Sem sagt, allt í og utan ó jólapakkann. Þér þurfið ekki að leita langt. Óskum viðskiptavinum okkar GLEÐILEGRA JÓLA OG NÝÁRS, og þökkum viðskiptin ó órinu. Opið ó aðfangadag fró kl. 9—3. Verzlunin ALDAN Sandgerði 238 — F A X I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.