Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1972, Síða 69

Faxi - 01.12.1972, Síða 69
Jónsdóttir hefur áður ritað um þetta fólk hér í bláðið. Segir hún, að Þorgeir hafi stofnað hér söngflokk og að ætíð hafi verið fullt hús á skemmtunum þessum, „enda var þessi kór Keflvíkingum til mikils yndisauka". Fardagaárið 1912-1913 starfaði hér „Söngfélag Keflavíkur“, því þá greiddi félagið 15 kr. í húsaleigu til hreppsnefnd- ar. Árið eftir greiðir svo söngfélagið Þrestir (sennilcga úr Hafnaríirði) 3 kr. fyrir haldna söngskemmtun. Einnig næsta ár. Má svo segja áð eftir þetta hafi kórar verið starfandi meira og minna. Friðrik sálugi Þorsteinsson stjórnaði kór hér skömmu fyrir 1920. Það kemur fram í fundargerð st. Von- arinnar nr. 15, að 13. febrúar hafi Leik- félag Keflavíkur afhent 50 kr. til stúku- sjóðsins. Gætir hér enn sem oftar áhrifa frá stúkunni á allt menningar- og fram- faralíf Keflavíkur. Það verður því varla ofmælt að segja stúkuna uppsprettu allra menningarmála á árunum unr og eftir aldamótin 1900. Þetta fyrsta leikfélag hlýtur að hafa verið búið að starfa nokkuð lengi, fyrst það afhendir stúkunni svona háa upp- hæð. Fimmtíu krónur var engin smá upp- hæð á þessum tíma. Þess er reyndar get- ið á stúkufundi 12. nóvember 1891, að Jón Gunnarsson faktor hjá Duus hafi neitað Reglumönnum um hús til að leika í þennan vetur. Og þó var Jón sjálfur einn af stofnendum st. Vonarinnar. Má vel vera að verzlunarmálin hafi spilað þarna inn í, þar sem annars vegar var sjálf Duusverzlun, og hins vegar tilraunir manna til að brjóta það veldi á bak aft- ur, t.d. méð stofnun pöntunarfélagsins, sem urn þetta leyti var nýstofnað. Samkvæmt fréttum frá 1893 var leik- ið á Rosmhvalanesi. Það þarf þó ekki að vera að leikið hafi verið í Keflavík. Alveg eins hefði verið leikið í Garðinum eða Leirunni. Árin 1894-1896 eru einnig líkur fyrir að leikið hafi verið hér syðra. Því miður fylgir það sjaldan sögunni hvaða leikir og hvers konar hafi verið teknir til meðferðar. Vafalaust hafa það verið allajafna smáþættir líkt og sýndir voru víðar um land á þessum árum. Aðstaðan var oft erfið. Þurfti að slá upp einhvers konar leiksviði auk þess sem þægindi önnur voru ekki merkileg. Þá eru það samkomuhúsin. í dag þættu okkur þau eflaust frekar fátækleg og jafnvel léleg. Þó höfum við Keflvík- ingar orðið að láta okkur lynda með Ungó í mörg ár. Fyrtsa samkomuhús í Keflavík var Skothúsið svokalláða. Það byggði Skot- félag Keflavíkur og nágrennis nálægt nú- verandi götu út á Berg, við gatnamótin við Grófina. Stóð því hús þetta rétt vest- an við Áhaldahús bæjarins. Héldu skot- félagar síðan fundi sína í þessu húsi. Ár- ið 1 888 kaupir Jón Ólafsson, útvegsmað- ur, húsið og lætur flytja á lóð sína, sem nú er Vesturgata 7. Stóð húsið svolítið innarlega í lóðinni, eða í suð-vestur frá núverandi íbúðarhúsi er reist var um 1906. Það ár var skothúsið rifið. Áður er getið uin góðtemplarahúsið, sem Vonin reisti og síðar varð fiskihús Edinborgarverzlunarinnar. Almennt gekk það undir nafninu „Draugurinn“, þar cð það var notað til samkomuhalds í milli- bilsástandi því, sem skapaðist er gamli Skjöldur brann á gamlársdag 1935, og þangað til Ungó var tekið í notkun árið eftir .Verður nánar sagt frá því húsi er að Ungmennafélaginu kemur. Árið 1905 reisir svo Reglan sitt annað samkomuhús hér í Keflavík. Það hús var seinna Skjöldur. Var húsið 24x12 álnir að stærð og stóð fyrir sunnan hún Þor- gn'ms læknis Þórðarsonar, þar sem nú er safnáðarheimili Keflvíkinga. Var sam- komuhúsið járnvarið timburhús, einlyft og sneri frá norðri til suður. Á vinstri gafli voru gluggar. Fjórða santkoinuhúsið sem byggt var hér, var „Báran“, sem samnefnt sjó- mannafélag stóð fyrir. Það hús er nú við Siðurgötu 1. Eitt af þeim málum sem hreppsnefnd- in nýja fékk að fást við, var niðursetn- ing símstöðvarinnar, en þá var síminn ný kominn til landsins, og hafði það ekki kostað svo lítil læti, þar eð bændur voru espaðir til Reykjavíkur til að heimta loft- skeytin með meiru. Var þetta árið 1906. í fundargerð hreppsnefndar frá 28. sept. 1908 segir svo: „Rætt um hvar setja skuli niður talsímastöðina í Kefla- vík. Framboð höfðu kornið frá þessunv. kaupmanni Arnbirni Ólafssyni, verzlun- armanni Carli Axel Möller, Guðna Jóns- syni, og verzlunarstjóra Sigurði Þ. Jóns- syni“. Var tilboði Möllers tekið og lagði hann til eitt herbergi í norðurenda húss síns, sem stendur í dag við Kirkjuveg 36. Skyldi húsaleigan vera 5 kr. á mánuði. Kostnaður við niðursetningu talsíma- stöðvarinnar og rekstur fyrsta fardaga- árið var sem hér segir: „Byggingarefni í skúr kr. 160,46. Smíði á sama kr. 43,40. 1 spýtubakki og 1 lampi kr. 6,45. 150 pottar steinolía (lítirinn á 18 aura) kr. 27,00. Kaup stöðvarstjóra IV2 mánuð á 15 kr., kr. 112,50. Húsaleiga í 8 mán- uði 40,00 kr. Ræsting í 8 mánuði alls kr. 20,00. Samtals nam því kostnaður- inn við stöðina kr. 409,81. Upphaflega var síinstöðin í Keflavík 2. flokks stöð, en 1913 var hún gerð að 1. flokks B stöð, og afgreiðslutíminn að sama skapi lengdur. Tóku nágranna- hrepparnir hver og einn á sig nokkrar krónur aukalega við þá breytingu. Varð það til inikilla bóta, því áður var stöðin einungis opin fáa tíma fyrir hádegi og lítils háttar seinni partinn. Kom þetta sér oft afar illa fyrir viðskiptainenn. Sérstak- lega þó á sumrin, t.d. fyrir ferðamenn. „Skothúsið" F A X I — 241
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Faxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.