Faxi - 01.12.1982, Blaðsíða 18
Jón Kristjánsson:
Slysin við Bjarnarnúp
17.ogl8.des.1920
Jón Kristjánsson, trésmíöa-
meistari varfæddur í Neöri-Miövík
í Aðalvík 22.9.1890 og andaöist í
Reykjavík 22.11.1972, og var
hannyngstuMOsystkina. Foreldr-
ar hans voru Kristján Jónsson
bóndi í Neöri-Miövík, 20.6.1846 -
4.8.1923, og kona hans Kristín
Sigurðardóttir, 7.7. 1850 - 8.4.
1941. Vegna veikina móöur Jóns
var hann settur í fóstui til móður-
systur sinnar, Guðrúnar Sigurðar-
dóttur, 5.4.1859 - 23.8.1948 og
eiginmanns hennar Borgars
Jónssonar, 25.3.1840 - 29.3.
1929, bónda og Ijósa- eða yfir-
setumanns í Þverdal i Aðalvík.
Jón kvæntist 5.11.1927 Þorbjörgu
Valdimarsdóttur, 18.4.1894 -
29.5.1968, frá Hnífsdal og eignuð-
ust þau fjögur börn, Þorvarð Björn
rafmagnsverkfræðing, sem þetta
ritar, Borghildi Guðrúnu, handa-
vinnukennara, Valdimar Kristján,
prófessor og doktor í vélaverk-
fræði og Jón Albert matsvein og
bílstjóra.
Sigríður Jóna Þorbergsdóttir frá
Efri-Miðvík, sem hefur sagt frá æfi
sinni í Faxa, 6. og 7. tbl. 1981 og
Jón voru bræðrabörn.
Síðustu árin, sem Jón liföi skrif-
aði hann niður það helsta, sem á
daga hans hafði drifið og er það
sem hér fer á eftir tekið úr þeirri
frásögn. Áárunumfyrir 1920 lærði
Jón trésmíðar á ísafirði og fór
hann í framhaldsskólann þar
nærri 30 ára gamall, langelstur
allra nemenda. Á milli þess, sem
hann var í skólanum, vann hann á
Isafirði, en fór á hverju sumri og
um hver jól til Aðalvíkur með vistir
til bæði foreldra og fósturforeldra,
sem þá voru orönir gamlir og las-
burða. Hér hefst svo frásögn Jóns:
„Nokkru fyrir jólin 1920 fór ég
norður og færði foreldrum og fóst-
urforeldrum ýmsar nauðsynjarfyr-
ir veturinn. Þá dettur mér þaö í hug
að gaman væri fyrir mig að vera á
ísafirði um jólin. Ekki var um neina
ferð að ræða vestur til Isafjarðar
fyrir jól nema með landpóstinum.
Pósturinn hét Sumarliði Brands-
son (6.11.1883 - 17.12.1920) og
átti hann heima á Snæfjalla-
ströndinni. Hann var einhleypur,
stór og föngulegur maður á besta
aldri, 37 ára. Þegar pósturinn kom
aðsunnantil ísafjarðarfórSumar-
liði á báti sínum vestur til þess að
sækja þann póst, sem fara átti á
Snæfjallaströndina og í Grunna-
víkur- og Sléttuhrepp. Frá Snæ-
fjallaströndinni fer hann með hest
sinn, sem var stólpagripur, yfir
Snæfjallaheiði til Grunnavíkur.
Frá Grunnavík fær hann mann
með bát til þess að ferja sig yfirtil
Hesteyrar og bíða þar eftir sér
þangað til hann hefur farið til Sæ-
bóls og sent til Látra i Aðalvíkinni,
en í þær ferðir fór venjulega heill
dagur ef veðrið var gott. Ég bað
prestshjónin á Stað að senda boð
til mín yfir í Þverdal á meðan póst-
urinn færi niður að Sæbóli. Ég var
alveg ferðbúinn þegar boðin komu
kvaddi fósturíoreldrana og fór
með sendimanni prestsins yfir að
Stað. Stuttu síðar kom Sumarliði
póstur frá Sæbóli. Séra Magnús
bætti við pósti frá sér og lögðum
við síðan af stað til Hesteyrar og
komum þangað kl. 8 um kvöldið.
Pósturinn var þá kominn frá Látr-
um og Jón læknir var búinn að
afgreiða Hesteyrarpóstinn, en
hann var póstafgreiðslumaöur á
Hesteyri. Sumarliði gisti hjá Ketil-
FAXI-198
ríði Veturliðadóttur, sem var ættuð
úr Grunnavík og manni hennar
Guðmundi Þeófílussyni. Ég bað
þau einnig um gistingu því að ég
þorði ekki að vera annarsstaðar
en þar sem Sumarliöi póstur var til
þess að missa ekki af honum. Um
morguninn var farið snemma á
fætur, hitað fyrir okkur kaffi og
lögðum við á stað á báti yfir Jökul-
firðina til Grunnavíkur kl. rúmlega
7 föstudaginn 17. desember. Við
komum kl. rúmlega 9 til Grunna-
víkur og fórum strax til póstaf-
greiðslumannsins þar, sem var
hinn velþekkti prestur séra Jón-
mundur Halldórsson. Séra Jón-
mundur var ekki búinn að afgreiða
póstinn og átti sjálfur eftir að skrifa
nokkur bréf. Á Stað biðum við í 6
klukkustundir. Okkur var gefið
kaffi og brauð en þar fyrir utansást
varla nokkur maður þar sem við
biðum. Þegar klukkan var að
verða 4 bankaði Sumarliöi á skrif-
Jón Kristjánsson um tvitugt.
stofuna hjá séra Jónmundi og
sagðist ekki bíða lengur eftir póst-
inum. Bregður þá séra Jónmund-
ur við og segist vera búinn. Hann
fylgdi okkur út á tröppumar, lítur
upp í loftið og segir að hann sé að
birta upp, en þá var bjart milli élja
svo að stjörnumar sáust. Það voru
norðvestan kafaldshryðjur, hvasst
og skafrenningur. Við fórum niður
í Sætún að sækja hestinn. Þar
bjuggu gömul hjón og tóku þau
fyrir að við færum lengra því aö
það liti út fyrir að veðrið myndi
versna og buðu þau okkur gist-
ingu. Sumarliði tók ekki í mál að
gista og var þá hesturinn leiddur út
og lagður á hann hnakkurinn.
Póstpokarnir voru bundnir í
hnakkinn og síöan var lagtaf stað.
Það var búið að skafa í skafla og
átti hesturinn erfitt með að komast
yfir þá. Sérstaklega gekk erfiðlega
að komast upp á Bjamarnúpinn.
Þá fékk Sumarliöi mér svipuna til
þess að kasta á hestinn í dýpstu
sköflunum. Þegar við komum upp
á Núpinn urðum viö að hvíla hest-
inn eftir eríiðið. Þá var komin stór-
hríð og ég spurði Sumarliða hvort
hann myndi rata yfir Núpinn i
þessu veðri. Hann taldi engin
vandkvæði á því þar sem hann
hefði farið yfir Núpinn 19 sinnum
og meira var ekki á þetta minnst
enda var ekkert hægt að tala sam-
an eftir að við vorum lagðir aftur á
stað. Þess skal getið að við urðum
varir við eina vörðu eftir að við
komum upp á fjallið. Vegna veður-
hæðarinnar var frekar snjólétt
uppi á fjallinu. Við gengum hlé-
megin við hestinn og þar af leið-
andi höfum við hrakist undan
veðrinu. Við höfum sennilegaver-
ið búnir að ganga 2-3 klst. þegar
halla fór dálítið undan fæti. Ég fór
þá til Sumarliða og kalla í hann
hvort við förum að fara niður af
fjallinu og hélt hann það. Þettavar
það síðasta, sem við töluðum
saman, því að eftir smátíma hvarf
Sumarliði og hesturinn niður um
gat á snjóhengju. Ég hélt að þetta
væri hengja í brekku, leggst niður
á brúnina, sem var svellrennd og
skríð á maganum fram á gatið og
kalla hvort ég eigi að koma á eftir.
Allt í einu er eins og sólargeisli lýsi
upp sjóinn fyrir neðan og sé ég þá
á augnabliki hvers kyns er að ég
er á hengju fyrir utan fjallsbrúnina.
Ef ég heföi ekki haft svipuna til
þess að höggva mér spor og ýta
mér til baka efast ég um að ég
hefði komist frá gatinu. Ég tel það
vera Guðlega ráðstöfun að ég fór
ekki fram af líka, því að tungllaust
var og þreifandi bylur. Rétt fyrir
ofan brúnina voru 3 misstórir
steinar og settist ég í hlé við þann
stærsta þeirra til þess að jafna mig
oghugsamittráð. Þávarðmérsvo
kalt, þótt ég væri vel búinn, að ég
var neyddur til þes að standa upp
og halda áfram. Ég tók það ráð að
stefna beint í vindinn frá fjallsbrún-
inni og eftir að hafa gengið í þó
nokkum tíma rakst ég á yörðu. Ég
sá að það var vegvísir á henni og
gekk ég í þá átt til þess að leita að
næstu vörðu og tókst mér að finna
hana með mikilli varfærni og að-
gæslu. Ég kom að hrundri vörðu á
brekkubrún og hélt að þar væri
niðurgangur af fjallinu en þá var
brattinn þar svo mikill að ég sá að
það kom ekki til greina. Ég gekk
því til baka frá brúninni og fann
síðan 5 vörður uppi á fjallinu og