Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1982, Blaðsíða 24

Faxi - 01.12.1982, Blaðsíða 24
Ingibjörg Hafliðadóttir: VÖKUDRAUMURÁ SUNNUDAGSMORGNI Eitt af fjölmörgum félagssamtökum í Keflavík er málfreyju- deildin Varðan. Hún var stofnuð á kvennaárinu 1975. Málfreyj- ur eru í alþjóða samtökum, sem hafa það á stefnuskrá sinni, að hjálpa konum við sjálfsþroska og þjálfun til foiystu ísamfélag- inu. Mjög margar konur hafa áhuga á að taka þátt í ýmsum störfum en finna sig vanbúnar að ýmsu leyti. I málfreyjuþjálfun felst m.a. að geta tjáð sig skipulega í ræðupúlti, læra að stjóma fundum, gera fjárhagsáætlun og fara eftir henni, vera stundvís- ar og síðast en ekki síst að þegja og hlusta á þann sem er að tala. / málfreyjudeildinni Vörðunni eru núna 23 aðilar en í fullskipaðri deild eru 30. Fundir eru haldnir 2svar í mánuði og eru skipulagðir íþrennu lagi. Fyrsti hluti fundar gefur aðilum tækifæri til að ræða ýmis mál óundirbúið — annar hhiti eru félagsmál—þar læra málfreyj- ur fundarsköp, afgreiðslu mála, skýrslugerð og yfirleitt það er þarf til að félagsskapur geti gengið — þriðji hlutinn er svo upplestur eða ræður. Málfreyjur fá þjálfun i að byggja upp ræður um ólik efni. Geta það verið minningarræður, kynningar- ræður, skemmtiræður eða um eitthvað sérstakt sem er á dag- skrá hverju sinni. Málfreyjudeildin Varðan hélt kynningarfund að Vík 23. okt. sl. Var þar reynt að gefa fundargestum örlitla innsýn í starf málfreyjudeilda. Eitt af þeim sýnishomum sem þar voru flutt var skemmtiræða eftir Ingibjörgu Hafliðadóttur sem hér verður birt. v______________________________________________________________? Hvaö erskemmtiræöa? Égbylti mér í rúminu og geispaði, svei mér ef mér haföi komið blundur á brá alla nóttina, allt af því aö ég fór aö asnast til aö hugsa um þessa skemmtiræöu sem ég átti aö halda. Mér fannst eins og heilinn í mér væri gerður úr sandpappír og sargaði í honum þegar ég reyndi aö hugsa eitthvað upp. Hverslags líka léttúö var þetta í dagskrár- nefnd aö ætlast til þess aö fólk fari aö grínast eins og heimurinn et, þjóðarskútan komin upp á grynn- ingar, ef ekki þegar strönduö og næstum allur almennilegur fiskur horfinn úr sjónum. Ég togaði sængina illskulega upp yfir höfuö- ið og leitaði skjóls í myrkrinu undir henni. En hvað var nú þetta? Allt í einu stóð ég í dyrunum á stóru herbergi, þar sem allmargar kon- ur sátu á fótum sér í hring á gólf- inu. Þær virtust ekki veröa mín varar. Ég heyrði aö ein konan sagði: „Borðtjáningu flytur okkur Hallveig Fróöadóttir". „Þaö er bara svona“ hugsaði ég, „ég er bara komin á málfreyjufund fyrir handan og þaö ekki í mjög ógöf- ugan klúbb, þar sem sjálf fyrsta landnámskona íslands er tján- ingarfrú.“ Ég þokaði mér meðfram veggnum og skaut mér á bak viö gluggatjöldin, af þessu mátti ég ekki missa, eyrun á mér blöktu af eftirvæntingu. Hallveig Fróðadóttir tók til máls, ávarpaði rétt og sagöi síðan. „Stefið okkar í dag er, misholl er mönnum lukkan“. Ég ætla engan dóm aö leggja á þaö hverjum höndum lukkan hefur fariö um ykkur sem hér eru staddar, en mig langar til þess aö taka fyrir málefni sem hefur brunniö mér lengi í huga, en þaö er, hvernig saga íslands heföi oröið, heföum við getað haft skipti á nútímanum og þeim tímum sem voru þegar við lifðum á íslandi. Þá á ég viö, hugs- unarháttinn, tæknina, menntunar- tækifærin, jafnréttið, pilluna, kosn- ingaréttinn heilbrigöisþjónustuna og tíðarandann yfirleitt og mig langar til aö fá nokkrar konur til aö fjalla um þetta málefni. „Bera Yngvarsdóttir frá Borg á Mýrum, hvernig heföir þú breytt, heföir þú lifaö viö sömu aðstæður og fólk gerir í dag“? Þreytuleg rödd svar- aði. Ja þaö heföi þá helst veriö aö koma honum Agli til sálfræöings, mér fannst þaö nú aldrei normalt aö hann skyldi vera farinn aö detta í það um hverja helgi þegar hann var bara þriggja ára, nógu var hann nú erfiður edrú. Hann var bara alveg aö fara meö mig þegar ég gat loksins platað hann af landi brott meö því að hann gæti högg- viö mann og annan úti í löndum þar sem fólkið væri svo margt. Annars heföi hann lagt allt í rúst á Borg. En þaö er nú kannski ekkert skrítið aö hann Egill yröi svona eins og hann varö eftir því sem sérfræöingar eru aö upplýsa núna. Jólaöliö hans Grímsa míns var nú alltaf í sterkara lagi og Egill fæddur í september, þiö skiljiö.“ „Það má kannski til sanns veg- arfærasagði rödd Hallveigar, segj- um aö jólabruggið heföi mislukk- ast þetta áriö, kannski enginn Egill, eöa þá eitthvert blessaö Ijós, og þar meö engir bardagar í Egils- sögu nema þetta litla sem hann Grímur var aö pota. Ég er hrædd um aö þaö heföi ekki þótt mergjuð lesning." „Ásgeröur Bjarnadóttir hverju mundir þú svara spurningunni?" „Ég verð náttúrlega aö segja að þaö heföi breytt talsverðu. Ég þekkti nú gæjann, ég var konan hans. Þaö er alveg klárt að ég heföi tekið pilluna. Hvemig haldiö þiö aö þaö hafi verið aö vera ólétt á hverju ári og eiga alltaf von á því aö krakkagreyið yröi eins og pabbinn. Alveg kantaður ég get sagt ykkur aö þaö var ekkert grín. En sem betur fer slapp það, þau urðu öll svo myndarleg og vel gerð mín börn sérstaklega hann Steini minn pabbi hennar Helgu hérna. Annars hugsa ég aö ég heföi reynt aö koma honum Agli í vinnu í Slát- urfélaginu, ég er viss um aö hann heföi ,,fílað“ sig vel þar, kannski fengið útrás fyrir eitthvaö af þess- ari ofboðslegu árásarhneigð." Þá tók Hallveig afturtil máls og sagði. „Þaö er sagt aö allir íslend- ingar séu komnir út af Agli Skalla- grímssyni svo aö pillan hefði sannarlega sett strik í reikninginn. En mig langar til aö beina spurn- ingunni aö Helgu Þorsteinsdóttur frá Borg. „Ég var trúlofuð honum Gunn- laugi Ormstungu og hann var allt- af að yrkja, svo fannst ohonum þetta svo gott hjá sér aö hann varö aö lofa einhverjum kóngum aö heyra og veröa frægur. Núna hefði hann baralabbaðsérog gef- iö þetta út sjálfur á eigin kostnaö. Nú svo mátti ég ekki einu sinni dansa viö neinn annan strák á meðan hann var í burtu, hvaö þá meira. Eins og þeir eltu mann, ég var nú ekki kölluð Helga hin fagra fyrir ekki neitt. Nú svo kom Krummi frá útlöndum alveg ofsa- lega ,,töff“ og sagöi mér aö Gulli væri alveg á kafi í ,,djamminu“ og búinn aö steingleyma mér. Núna væri þetta ekkert mál, ég mundi bara hringja í gæjann og fá þetta á hreint. Þá heföu þeir ekki farið aö kála hvor öðrum og auðvitað hefðu þeir eignast krakka og kannski orðið fleiri almennileg skáld á íslandi fyrir bragöiö.“ Óskum viðskiptavinum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári Þ. Skaftason h.f. Grandagarði 9 - Símar 15750 og 14575 - Pósthólf 3 - Rvík FAXI - 204
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.