Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1982, Blaðsíða 17

Faxi - 01.12.1982, Blaðsíða 17
Andi Nostradamusar eftir Þorstein Eggertsson Nostradamus sá 30 aldir fram itímann. Hann sagði að ófriðlegt yrði til ársins 1999 en síðan eilífur friður. gamlir en eru samt enn aö nætast, eins og t.d. vitranir Amosar og Esekiels. Spámenn nútimans eru líklega ekki eins vel að sér I faginu og fyrirrennarar þeirra voru fyrr á öldum, en vísindamenn, félagsfræðingar og aðrir spekingar hafa spreytt sig á gerð vest- rænnar heimsmyndar eins og hún gæti litið út um næstu aldarmót. Samkvæmt þessum áætlunum verður vinnu- dagur fólks orðinn helmingi styttri en hann eri dag (5 stundirá dag, 4 dag aí viku og þaðan af minna), meðalaldur fólks á Norðurlöndum verður kominn upp í 95 ár og í hverjum kaup- stað landsins verða a.m.k. 2-3 íbúar sem hafa náð 100 ára aldri eða meira. Samkvæmt þessu ætti nokkuð margt fólk sem nú er orðið áttrætt að geta lifað góðu lífi til næstu alda- móta. Peningar verða ekki lengur notaðir i nú- verandi mynd, heldur nafnskírteini með nafn- númeri, fingraförum og eiginhandaráritun við- komandi aðila. Skírteinið verður notað sem gjaldmiðill, líkt og kreditkort, og verður hægt að borga allt frá strætisvagnafargjöldum og upp i heil íbúðarhús með þeim. Þegar borgað er með þeim eru þau lögð á þar til gerðar Ijósplötur sem senda tiltekinni móðurtölvu upplýsingar um greiðslu. Sé nægileg inni- stæða ekki fyrir hendi kviknar bara rautt Ijós á plötunni og ekkert verður úrviðskiptum. Þá fá menn líka laun sín greidd daglega. Þegar þeir stimpla sig út, að loknum vinnu- degi, sendir stimpilklukkan umsvifalaust upp- lýsingar um launin til móðurtölvunnar. Þaldég. = Það held ég. Og síminn... Hann verður kominn I alheims- kerfi gegn um gerfihnattasamband og þá verða engir tveir símnotendur iheiminum með sama símanúmer. Að vísu verða númerin löng — 10 eða 11 tölustafir, en þar sem hver tala hefur ákveðinn tón, myndar allt númerið ákveðna laglínu sem auðveldlega má læra. Þvímiður getur ekki nema einn maður iheim- inum haft simanúmerið bíbbgblaka-álftirnar- kvaka, en möguleikarnir eru ótæmandi. Þá verða símaviðtækin þráðlaus og menn geta tekið þau með sér hvert sem þeim sýnist. Til Norðurpólsins ef þeim dettur I hug — og alltaf er hægt að hringja íþá. Þá munu menn geta valið um nokkra tugi sjónvarpsstöðva á sjónvarpstækjum sinum, sem verða væntalega á stæró við heilan stofu- vegg — og það má láta tækið hverfa ofan í gólfið með þvíað ýta á hnapp, nema það verði orðið gamaldags að horfa á venjulegt litsjón- varp eins og menn þekkja þau i dag. Alvarpið verður nefnilega komið inn á annað hvert heimili um næstu aldamót. Það er þannig úr garði gert að helstþarfað hafa prívat herbergi fyrir það, vegna þess að áhorfandinn verður sjálfur staddur inni í myndinni sem sprettur upp úr gólfinu þegar kveikt er á tækinu. Leikar- arnir líta út eins og alvöru fólk i alvöru leik- mynd. Þú getur spássérað í kringum þá og skoðað frá öllum hliðum. Efþú ert t.d. að horfa á bandarískan vestra og ertstaddur inn á krá (mitt á milli lögregluforingjans og bankaræn- ingjans) þarftu ekkert að vikja þér undan þótt skúrkurinn ætli að gefa löggunni á hann. Leik- ararnir eru nefnilega eins og vofur; þú getur labbað i gegn um þá og þeir geta labbað i gegn um þig. En nú er best aó ég hætti þessum vangavelt- um áður en þær fara að verða of flóknar. Snúum okkur að aðfangadagskvöldi árið 2001. Við erum stödd íhúsi einhvers staðar á Suð- urnesjum. Þetta er ekki mjög gamalt hús — / hæsta lagi 20 ára, byggt I kringum 1980, en samt eru komnar ýmsar viðbyggingar á það s.s. útihús fyrir tölvustjórnstöð í sambandi við dagblöð, póst, fjármál, heilbrigðisþjónustu og aðra hversdagslega hluti. Þér, sem gesti aftan úr árinu 1982, finnst margt ef ekki flest af þvi sem þú sérð mjög framandi og botnar ekkert í sumu. Þú verður þvi ekki lítið undrandi þegar klukkan slær 6 (um leið og hún opnar stofuhurðina og breytir lýsingunni til að auka á jólastemmninguna). Þú verður ekkert endilega hissa á hæfileikum klukkunnar til þjónustustarfa— heldurþví sem þú sérð istássstofunni. Þar sérðu jólahald sem er meira gamaldags en þú áttir að venjast um árið 1980. Það er hangikjöt og jólagrautur á borðum, jólasálmar heyrast úr ósviknu út- varpstæki í einu horninu, pökkum er raðað kringum snoturt grenitré með tendruðum vax- kertum — og jólaskreytingarnar á veggjunum eru líkastar þeim sem þú manst eftir frá því að þú varst barn. Hvernig stendurá þessu —mittiöllum tækni- uhdrunum? Skýringin er auðvitað mjög einföld. Jólin eru og veröa alltaf frábrugðin hversdagsleikan- um, likt og vin i eyðimörkinni — eitthvað sem fólk hlakkar til og biður eftir með óþreyju. Árið 2001 verður fólk almennt búið að átta sig á þviað jólin eru annað og meira en uppskrúf- uð kaupvertíð sem endarmeðþvíað allir verða dasaðir, ofmettaðir og sljóir. i algleymi tækni- aldar fer fólk aftur að leita að einhverju sem glataðist í hringiðu örtölvubyltingarinnar; innri friði og snertingu við náttúruna. Fólk fer aftur að finna til gleði yfir að fá handskrifuð jólakort, að ekki sé nú talað um heimatilbúnar jólagjafir. Handprjónaðir vettlingar fá meira gildi en videóspóla — blómvöndur meira gildi en bíl- skúrshurðaopnari... Þvi meira sem tilbúin tækniþægindi hrifsa til sín af mannlegu eðli, þvi mikilvægara verður hlutverk jólanna. Þau verða í ríkari mæli það sem þeim var ætlað að vera frá upphafi — hátið sálarinnar. Þorsteinn Eggertsson. Gleðileg jól. Myndlistanámskeið-------------------------- / ársbyrjun 1983 hyggstég efna til myndlistanámskeiðs að heimili mínu, Ránargötu 36 í Reykjavik, efnæg þátt- taka fæst. Námstíminn verður 6 vikur; 2x2 stundir i viku og námsgreinarverða: ágrip aflistasögu, litameðferð og litafræði, teiknun, formfræði og uppbygging. Áætlaður nemendafjöldi er 6 - 8 manns. Þeir sem hafa áhuga hringi imig eða hafi samband fyrir20. desember. Þorsteinn Eggertsson " Ránargötu 36,101 Reykjavík, sími 91-12684« FAXI-197
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.