Faxi - 01.12.1982, Blaðsíða 22
Okkur, sem komin erum á efri
ár, er flestum þannig farið að
verða tíðlitið til liðinna ára, við
erum hætt að mestu að horfa til
f ramtíöarinnar, væntum þaðan vel
flest, af skiljanlegum ástæðum,
lítilla afreka frá okkar hendi, er
frásagna séu verð. Fer þá einatt
svo, að fyrir minnissjónum manna
birtast ýmsir atburöir, sem ég tel
ekki rétt, að með öllu falli í gröf
gleymskunnar með okkur, sem
von bráðar erum komnir að fótum
fram en lifðum atburðina.
Ég ætla nú að segja frá einum
atburði, sem ég og fleiri voru
heyrendur að og sem þá og enn er
okkur, er enn lifum, með öllu
óskiljanlegur, þrátt fyrir ítrekaðar
tilraunir þá og síöar til að fá skýr-
ingu á:
í byrjun árs 1927, eða nánartil-
tekið milli nýárs og þrettánda, fór-
um við fjórir menn úr Hafnahreppi
í Gullbringusýslu upp í Hafnaheiði
til að leita kinda, er okkur vantaði.
Menn þessir voru: Guömundur
Salómonsson, Ragnheiðarstöð-
um, Magnús Jónsson, Hvammi
(unglingspiltur þá, síðar oddviti
Hafnahrepps), Magnús bóndi
Guðmundsson, Vesturhúsi og ég,
Ólafur Ormsson, Hjalla, er þetta
rita.
Þennan dag, sem um getur, var
einmuna fagurt veður, skafheiöur
himinn, blæjalogn, frost nokkuð
mikið og hrímfall óvenju mikið,
enda hafði svo verið undanfarin
dægur, svo nú var vel sporrækt,
einkum er ofar kom í heiðina.
Vegna þess, hvað fámennir við
vorum, gengum við fyrst inn að
Ósabotnum. Hófum svo þaðan
leitina um Hafnaheiði að innan-
verðu með okkur, upp að Grinda-
víkurhrauni. Þannig var í leitir
skipað, að ég gekk vestast upp
eftir um Grákolluhól til Stapafells
en Magnús Jónsson næstur mér
og austar. Skyldu þeirGuðmundur
Salómonsson og Magnús Guð-
mundsson leita um suðvestur-
hluta Njarövíkurheiðar, allt upp aö
hrauni, síðan vestur með því um
Þórðarfell til Lágafells en við
Magnús Jónsson leita um Stapa-
fell og Súlur en halda síðan niður
Viö veitum birtu
í bæinn!
Gleðileg jól
og farsælt komandi ár.
RAFVEITA KEFLAVÍKU R
ÓLAFUR ORMSSON:
Hvað var það?
Nauthóla. Þaðan vestur um hól-
ana; heitir hún Arnarbælisgjá.
Aðalveggur Grákolluhólsgjár veit
mót suðri. Hefur þarna endurfyrir
löngu myndast mjög stórkostlegt
landsig milli Hrafnagjár og Grá-
kolluhólsgjár; 1 1 /2 - 2 km breitt.
Eftir að við höfðum leitað um
Fellin og með hraununum, héld-
um við heim á leið í sömu nöð og
ákveðið var um morguninn. Sóttist
ferðin greitt, því bæði var það, að
fátt var féð og gangfæri hið bezta.
Var þó komið nær sólsetri, er við
komum niður í Hrafnagjá. Veður
var hið sama og um morguninn,
stafalogn og heiðríkja. Minnist ég
ekki í annan tíma aö hafa séð jafn
dýrlegt skyggni eins og af Stapa-
felli þennan dag. Faxaflói spegil-
sléttur og glampandi með fjalla-
hringinn á nær þrjá vegu í tindr-
andi heiðfögrum vetrarskrúða og
hvergi ský á lofti.
Þannig var þá um að litast
þennan umgetna dag, er við fé-
lagarnir vorum komnir nokkru
neðar en miðja vegu millum
Hrafnagjár og Grákolluhólsgjár.
Var ég kominn spölkorn neðar en
hinir. Mun þá hafa verið allt að
þriggja km leið milli mín og Magn-
úsar Guðmundssonar, þess er
vestast gekk, er ég heyri allt í einu
hljóðfæraslátt rjúfa þessa heilögu
heiðakyrrö. Kom hann nokkuð
hvellt fyrst, líktist þá nokkuð lúðra-
þyt en þó heldur veikari, er hl ustað
var nánar. Stanzaði ég þegar og
leit í kringum mig og veitti því þeg-
ar athygli, að hinir eru líka stanz-
aðir. Heyri ég um leið, að Magnús
Jónsson, sem næstur var mér,
kallar til Guðmundar, hvort hann
heyri nokkuð. Segir hann svo
vera, enda reyndist svo við sam-
anburð, að allir höfðum við heyrt
þetta undir eins og, að því ervirt-
ist, í svipaðri tónhæð, er við bárum
þetta saman, en vegalengdin þó
þessi, sem ég áður hef um getið
(ca. 3 km), millum okkar, er fþerst
gengum.
Ekki viljum við nú ákveða með
vissu, hversu lengi við heyrðum
þetta, en varla mun það hafavar-
að lengur en sem svarar tveimur
mínútum. Eftir það hvarf þaðjafn
snöggt eins og það kom fyrst, þó
ef til vill heldur lægra, en það
skiptir ekki miklu máli. Hitt skiptir
meiru og verður að sjálfsögðu tor-
&
Ólafur Ormsson.
heiðina sem hér segir: Ég innstur
(austast), sem næst minni fyrri
göngu, Magnús Jónsson næstur
mér (vestar), þá Guðmundur og
MagnúsGuðmundssonvestastur.
Þeim, sem ókunnireru staðhátt-
um og kennileitum í Hafnaheiði og
einhvern tíma kynnu að lesaþetta,
vil ég ennfremur segja þetta til
skýringar á því, sem eftir kemur:
Eftir endilangri Hafnaheiði, svo til
réttvísandi frá austri til vesturs,
liggja þrjár gjár. Efst þeirra er
Klifgjá. Nær hún frá suðvestur-
horni Þórðarfells og alla leið vest-
ur undir Stórusandvík á Reykja-
nesi. Heitirhún Haugsvörðugjá, er
kemur vestur á móts við Sandfell.
Nokkru neðar er Hrafnagjá. Mynd-
ar hún samfelldan og nokkuð
reglulegan hamravegg móti norðri
um 3 - 4 m háan, alla leið innan
fyrir Stapafell, vestur til Suður-
Nauthóla. Neðst er Grákolluhóls-
gjá. Nær hún aðeins innar (austar)
en Hrafnagjá og allt til Norður-
skilið, hvað við heyrðum þama.
Og eftir hverjum leiðum barstþað
okkur til eyrna þarna í miðri heið-
inni?
Mér varð fyrst til aö hlaupa á
næsta hól, er hátt bar yfir, ef vera
kynni að ég sæi eitthvað, er skýrt
gæti þennan einkennilega atburð,
en svo var ekki, síður en svo; hér
var ekkert það sýnilegt, er á nokk-
urn hátt gæfi svar, enda héðan 4-5
km leið skemmst til byggða. Því
skal aðeins skotið hér inn, að þetta
sama kvöld var haldin skemmtun í
samkomuhúsi Hafnahrepps.
Komst þetta þá til tals við ýmsa, og
hafði enginn neitt slíkt heyrt þenn-
an dag og þá heldur engin út-
varpstæki í hreppnum.
Oft hef ég síðan brotið heilann
um, hvað þetta hafi verið, er við
heyrðum þarna, en ekkert senni-
legt svar fengið og fæ trúlega ekki.
Vafalaust hefði þetta fyrr á tímum
verið talið stafa frá huldufólki eða
einhverju slíku og það því fremur,
sem þetta var svo nærri áramót-
um, en ég fullyrði, að enginn okkar
var í neinun slíkum hugleiðingum
þarna, enda, aö ég held, ekki neitt
trúaðir á slíkt. En hvað sem því
öllu líður, þá skeði hér eitthvað
mjög óvenjulegt, miðað við allar
aðstæður.
Hjá mér hefur, síðan þetta
skeði, oft vaknað sú spurning,
hvort ekki geti skeö, að einhverjir
staðir hér á jörð verði undir alveg
sérstökum skilyrðum svo hrif-
næmir fyrir hinum ýmsu tónteg-
undum á öldum Ijósvakans, aö úr
verði einskonar útvarpsstöö eða
öllu fremur endurvarpsstöð. Nú
munu menn spyrja: Er þá nokkuö
hér sýnilegt, sem vakið gæti grun
um, að eitthvað óvenjulegt væri
um þennan stað? Ef til vill. Lands-
lagi hef ég áður lýst, gjárveggjun-
um, sem rísa með tiltölulega stuttu
millibili (ca. 1 1/2-2 km) hvor
gegn öðrum að sunnan og norð-
an. Við landsigið hefur myndazt
nokkuð djúp skálarlöguð laut, en
einmitt þar vorum viö staddir, er
við heyrðum hinn óvænta hljóð-
færaslátt. Að öðru leyti svo hið
einstæða, dásamlega veður, sem
hélzt óbreytt allan sólarhringinn
og vel það.
Að vísu er þaö svo, að oft kemur
gott og stillt veður hér á Suður-
nesjum en sjaldan svo,. að ekki
gári sjó heila sólarhringa. Og svo
eitt enn: Enginn veit hversu djúpt í
jörðu þessargjárná. Eitt ervíst, að
víða sér þar aðeins biksvart myrk-
ur niður, þó um hádag sé, en víða
má sjá á vetrum auðar glufur
gegnum hjarnbreiðuna, þar sem
ylvolgt uppstreymi varnar snjó að
festast. Hver veit, nema einmitt
þaðan streymi einhverjar þær loft-
tegundir út í geiminn, sem truflað
FAXI - 202