Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1982, Blaðsíða 66

Faxi - 01.12.1982, Blaðsíða 66
Formaður og aðstoðarkaupfélagsstjóri taka á móti forstöðumanni teiknistofu Sambandsins, Gunnari Þ. Þorsteinssyni, en teiknistofan sá um hönnun bygging- arinnar. (Ljósm. Heimir Stígsson). unarhússins. Hann þakkaðieinnig meðeigendum fyrir ágætt sam- starf. Hann óskaði félagsmönnum kaupfélagsins svo og öllum Suð- urnesjamönnum til hamingju með þennan áfanga á verslunarsvið- inu. Kjartan P. Kjartansson þakk- aði fyrir hönd meðeigenda og færði fram árnaðaróskir til íbúa Suðumesja með þetta glæsilega mannvirki. Stærð hússins er að grunnfleti 2330 ferm. Kjallari er rúmir 80 ferm og ris rúmlega 300 ferm. í kjallara eru kælivélar og aðrar leiðslur, svo og geymsla. Á grunn- hæð er lager, verslunaraðstaða og kjötvinnsla og í risi starfs- manna aðstaða, lofthreinsitæki og kaffitería, sem enn er ekki fullbú- in og svo geymslur. Eins og framangreindar tölur bera með sér, er þetta gríðarmikið hús. Byggingarstjóri og byggingar- meistari hafa sýnt lofsverðan dugnað við að Ijúka þessu verki á svo stuttum tíma, sem raun varð á. Þó að allt vinnuskipulag hafihvílt á þeirra herðum er Ijóst að þeir hafa átt gott samstarf við hina ýmsu' verktaka, sem lögðu byggingunni til þá mörgu verkþætti er gera haug af byggingarefni að höll — allir virðast hafa lagt metnað sinn í að Ijúka þessu verki fljótt og vel. Það er líka nokkur metnaður okkur Suðurnesjamönnum að hinn gamalkunni Keflvíkingur Gunnar Þorsteinsson, forstöðu- maður Teiknistofu Sambandsins, skuli hafa lagt til hugmyndir að þessu stærsta verslunarhúsi hér á Suðurnesjum. Húsið er all frumlegt að útliti og einnig eróvenjulegt að afgreiðslu- salur sé með þeim hætti sem hér er — meðfram háu risi koma hlið- arvængir með sléttu þaki — þar er bjart og hæfilega hátt undir loft, risið er hinsvegar opið frá gólfi upp í mæni — það er einnig bjart og lofthæðin færir manni tilfinningu um að heilnæmara og betraloftsé í þessum afgreiðslugeim en venjulegt er í mörgum stórversl- unum. í verslun þessari mun fást flest það er fólk þarf til daglegra þarfa eins og vera ber í stórmark- aði. Bílastæði eru mjög rúmgóð. Faxi óskar Kaupfélagi Suður- nesja til hamingju með þettaversl- unarhús. Jóla- kveðja Hér birtist þakkarljóð til Duus-hjónanna í Keflavík fyrir árlegar jólatréshátíðir, sem þau héldu börnum í Keflavík og Njarðvíkum, um árabil. Mun síðasta jólatréskemmtunin hafa verið haldin 1918, sú fyrsta laust eftir aldamótin síðustu. Þakkarljóðin orti Ágúst Jónsson, hreppstjóri í Keflavík og Njarðvíkum, og síðar skólastjóri í Keflavík, um árabil. Fyrir nokkrum árum birtist þetta Ijóð í jólablaði Morgunblaðsins og var þar tileinkað Guðmundi Guð- mundssyni. Halldóra Ólafsdóttir, gamall Keflvíkingur, er fluttist héðan um 1920 og er nú búsett í Hafnarfirði, skrifaði eftirfarandi til VELVAKANDA MORGUNBLAÐSINS: „Þið færíð okkurlíf ogljós...“ Halldóra Ólafsdóttir skrifar: „Velvakandi! Má ég biðja yður um að koma á framfæri leiðréttingu á missögn í grein, sem birtist í jólablaði Morgun- blaðsins. Greinin fjallaði um jólatrés- skemmtun þá, sem Duus í Kefiavík hélt bömum þessa sjávarþorps. Ég er fædd í Keflavík og ólst þar uþþ til 12 ára aldurs, og man því vel þessar sælustundir lífs míns, sem þessar jólatrésskemmtanir voru. Greinarhöfundur fer með erindi úr Ijóði, sem sent var Ólafssen kaup- manni með þakklæti frá bömum þessa þorþs. Kvæðið orti Ágúst Jónsson, þáverandi hreppstjóri og síðar skólastjóri, en ekki Guðmund- ur Guðmundsson, eins og í greininni stendur. (Hann kom til Keflavíkur löngu síðar). Erindið er líka rangt með farið og vantar í það heila Ijóð- Itnu. Rétt er það svona: ,,Þið færið okkur líf og Ijós og lífgið hverja jólarós. sem blundar undirís og snjá við ægidjúpin blá. Við gleymum kulda, hreti og hriö og hraéðilegri vetrartíð er Ijósakrans í laufi hlær, sem Ijómar undurskær. ‘ ‘ Ágúst Jónsson. Ágúst Jónsson var gagnmerkur maður, skáld gott, og einn sá Ijúfasti og góðviljaðasti maður, sem ég hef kynnst. Óteljandi erfiljóð orti Ágúst eftir látna samferðamenn og öll vonj þau þrungin góðvild og samúð. Þætti mér fara vel á því, að verð- andi minjasafn Keflavíkur héldi til haga þessu kvæði. Mér er kunnugt um, að dóttir Ágústs, frú Anna Ágústsdóttir, sem býr við Öldugötu í Reykjavík, á Ijóðið í handriti föður Jólakveð ja til Duus-hjónanna og síðar Ólafssen- hjónanna frá bömunum í Keflavík og Njarðvíkum. Lag: Ó, blessuð vertu sumarsól. Þiö færið okkur líf og Ijós, og lífgið hverja jóiarós, sem blundar undir ís og snjá við ægisdjúpin blá. Við gleymum kulda hreti’ oghríð og hræðilegri vetrartið, er Ijósakrans í laufi hlær, sem Ijómar undur skær. í barnsins sál er fólgið fræ, í fyrsta vorsins morgunblæ, það blómgast, verður voldugt tré, þar vinir finna hlé. Á greinum þess sin Ijúfu Ijóð mun lóan syngja um kveldin hljóð og glæða öllum gleði þá, sem gleðja börnin smá. Þið munið okkar auðu strönd, sem ægir réttir kalda hönd. þar raddir óma yfir höf, frá okkar feðragröf. Við eru fátæk, ofur smá, en okkar dýpsta hjartansþrá, skal berast ykkur, bljúg og klökk, með blænum, hjartans þökk. Með söngvaklið vors sögulands, við sendum þennan Ijóðakrans, til ykkar yfir svalköld sund, er silfrar máninn grund. Við leikum okkur Ijósin við í iéttum dans og gleðiklið. og árnum ykkur heilla ’ og hags til hinnsta sólarlags. Ágúst Jónsson frá Höskuldarkoti Njarðvíkum. síns, og myndi vafalaust láta það af hendi. Annars þakka ég greinarhöfundi fyrir þessa samantekt, og hafði ánægju af að lesa um þetta á helgum jólum. Meðþökk Halldóra Ólafsdóttir." FAXI - 246
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.