Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1982, Blaðsíða 45

Faxi - 01.12.1982, Blaðsíða 45
það hefur að geyma. Hann telur mik- inn áhugafyrir þvi meðal PSORIASIS sjúklinga i vestur-Noregi að leita sér lækninga við lónið. Tugmiljónirmanna um allan heim þjást af þessum erfiða sjúkdómi. Blóðsöfnun Björgunarsveitin Stakkur mun gangast fyrir blóðsöfnun í samvinnu við Blóðbankann 20, desember næst komandi. Söfnunin fer fram í SKÁTA- HEIMILINU við Hringbraut sem fyn. Mun söfnunin standa yfir I aðeins einn dag eins og áður. Vonandi bregðast Suðurnesjamenn ekki þessu kalli frek- ar en venjulega. Rétt er aðbendafyrir- tækjum og stofnunum á, að iðulega er árdegis tíminn illa nýttur, og ætti þá að vera möguleiki að taka á móti stærri hóþum og afgreiða þá á skemmri tíma. Hefur Árni V. Árnason séð um undir- búning þessara safnana undanfarin ár, er stjórnendum fyrirtækja og stofn- ana bent á hann, vilji þeir eitthvað hag- ræða sínum hópum betur. Flugeldar Stakkur mun um þessi áramót sem fyrr bjóða Suöurnesjamönnum flug- elda til sölu. Er flugeldasalan ein aðal tekjulind Stakks, og eins og flestum er kunnugt kostar rekstur svona sveitar mikla peninga, þótt svo að allt starf félaganna sé sjálfboðaliðsvinna. Þar að auki hafa björgunar- og hjálpar- sveitir verið að endurnýja fjarskipta búnað sinn og er það vægast sagt mjög dýrt. Sem dæmi um kostnað þá á Stakkur í pöntun 4 handstöðvar sem hver um sig mun kosta um 16.000. En það er engin sþurning um hvort þetta borgar sig, því í nýafstaðinni al- mannavarnaæfingu sem haldin var á Keflavíkurflugvelli, kom svo greinilega í Ijós hversu góð tæki þessi eru, að ég held mér sé óhætt að fullyrða að fjar- skipti hafi aldrei verið jafn góð og áreiðanleg. Ekki er Stakkur búinn að endurnýja öll sín tæki, enda sveitin staðið i ströngu síðustu mánuði. Um síðustu áramót fékk sveitin tværnýjar bifreiðar, og þó ein eldri bifreið hafi verið seld þá dugði það ekki fyrir nema annarri af þeim nýju. Síðan skemmdist húsnæði sveitarinnar mikið í óveðri i janúar s.l. og vonast Stakksfélagar til að geta náð endum saman á næsta ári. Jeppakeppni Stakksfélagar héldu sína árlegu jeppakeppni í september síðast liðn- um. Tókstkeppnin í allastaði mjög vel. Það munu um 1700 manns hafa horft á keppnina og ábyggilega fengið skemmtun við sitt hæfi. í ár brá svo við að þátttakenda fjöldi var mun meiri en verið hefur síðustu ár. Einnig hafa bif- reiða innflytjendur farið að sýna þess- ari keppni áhuga og voru nú með bif- reiðar sinar til sýnis í keppninni. Mælt- ist þessi nýjung vel fyrir hjá áhorfend- um enda meiri hluti jeppaáhugafólks á suðvestur horninu sem er þarna sam- ankominn. Vetrar^tarfið Ekki hefur annríki verið hjá sveitinni það sem af er vetri. Þó hefur sveitin í tvígang verið að störfum vegna óveð- urs og ófærðar. 4 æfingar hafa verið haldnar, þar af ein mjög vel heppnuð æfing með fluglínutæki. En skömmu áður hafði erindreki S.V.F.Í. komið á fund hjá Stakki og ræddi við og fræddi félagana um fluglínutæki og sjóbjörg- un almennt. En það er ekki vist að allir viti að Stakkur hefur í sinni umsjá sjó- björgunartæki eða fluglinutæki svo- kölluð. Tækin eru i eigu Slysavarna- félagsins en Stakkur annast þau og notar. Sömu sögu er að segja um Slysavarnaskýlið sem stendur við Fiskiðjuna, að það er í eigu Slysa- varnafélagsins, en í umsjá Stakks. Starfandi er í Keflavík Kvennadeild Slysavarnafélagsins sem í raun á slysavarnaskýlið og þessi tæki þótt þessir hlutir séu kenndir við félags- skapinn og höfuðstöðvar hans í Reykjavík. Góð samvinna hefur veriö undanfarin ár með Stakki og S.V.F.Í. þótt Stakkur tilheyri ekki félaginu eða neinum öðrum slikum landssamtök- um. Sömu sögu er að segja um sam- vinnu Stakks og Landssambands Hjálparsveita Skáta, en seinni ár hefur samstarf allra björgunaraðila i landinu stórbatnað. Má þakka það að sumu leyti Almannavörnum Ríkisins eða öllu heldur skipulagi því sem þær hafa látið fram fara, en þar i og i umræðu um það hafa þessir aðilar fengiö hlutverk sem þeir hafa kannski ekki allir verið sáttir við en samt tekið að sér að sjálfsögðu. En þeir hafa líka þurft að aðlaga sina starfsemi til að geta sinnt þessu hlut- verki og einnig þurft að hafa samvinnu sín á milli. Má þar nefna til dæmist Björgunarskóla Islands. Að lokum! Stakksfélagar vilja þakka þeim mörgu aðilum sem hafa aðstoðað sveitina á ýmsa vegu í ár. Sveitinni hafa borist mjög höfðinglegar pen- ingagjafir, og fyrirtæki hér í bæ hafa veitt sveitinni góðan greiðslufrest, en hvoru tveggja hefur komið sér ákaf- lega vel. Er þessi mikli skilningurbæj- arbúa félögunum mikil hvatning til að halda áfram, og leggja ekki árar í bát þótt móti blási. Þ.M. Frá verðlaunaafhendingunni. Verðlaunahafar ásasmt sparisjóðsstjórum og stjórn Sparisjóðsins i Keflavik. Talið frá vinstri: Páll Jónsson sparisjóðsstjóri, Jón H. Jónsson, Finnbogi Björnsson, Marteinn Árnason stjórnarformaður, Odd- geir Pétursson verðlaunahafi, Einar Guðberg Gunnarsson, formaður Þroskahjálpar á Suðurnesjum, og Tómas Tómas- son sparisjóðsstjóri. Sparísjóðurínn í Keflavík: Verðlaunar Oddgeir Pétursson og Þroskahjálp á Suðumesjum í tilefni 75 ára afmælis spari- sjóðsins hinn 7, nóvember 1982 samþykkti stjórn Sparisjóösins í Keflavík að veita nú og framveg- is árlega allt að kr. 75.000 í þeim tilgangi sem að neðan greinir. Fjárhæðin sé veitt árlega ein- um eða fleiri aðilum á Suður- nesjum sem verðlaun fyrir fram- úrskarandi árangur, hvort heldur er á sviði menningarmála, í verk- legum efnum eða fyrir önnur af- rek. Fjárhæðina má einnig veita sem óendurkræfastyrki til hverr- ar þeirra starfsemi sem til heilla má verða fyrir íbúöa á Suður- nesjum og styrkhæf getur talist að mati úthlutunarmanna. Auglýsa skal með nægum fyr- irvara eftir umsóknum eða ábendinum. Úthlutun skal fara fram árlega hinn 7. nóvember, en úthlutunarmenn ákveða hverju sinni upphæð verðlauna- fjár eða styrks til einstakra aðila. Skráð skal í gjörðabók út- hlutunarmanna nöfn verðlauna- hafa og eða styrkþega, helstu æviatriði þeirra, svo og stutta greinagerð fyrir úthlutun. Þrír út- hlutunarmenn skulu kosnir ár- lega á aðalfundi Sparisjóðsins í Keflavík hvort heldur úr röðum ábyrgðarmanna sparisjóðsins eða utan. Ákvörðun úthlutunarmanna skal lögð fyrir stjórn sparisjóðs- ins til endanlegrar samþykktar. Með tilvísun til ofanritaðs, samþykkir stjórn Sparisjóðs Keflavíkur nú að úthluta til eftir- talinna aðila 1. Þroskahjálp á Suðurnesjum kr. 50.000 vegna mikillar þarfar og stórmerks starfs fé- lagsins í þágu þroskaheftra á svæðinu. 2. Oddgeir Pétursson, Garða- vegi 13, Keflavík kr. 25.000 sem viöurkenning fyrir hugvit og framtak á sviði tækjabún- aðar í fiskvinnslu. (Fréttatilkynning) FAXI - 225
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.