Faxi


Faxi - 01.12.1982, Blaðsíða 62

Faxi - 01.12.1982, Blaðsíða 62
Innanhússknattleikur: Keflvtkingar efstir í úrvalsdeildinni Reynismenn koma á óvart í köifu- og handknattleik Innanhússiþróttirnar eiga vax- andi vinsældum að fagna á Suðurnesjum, bæði á meðal iðkenda og áhorfenda. Stafar það af hinum góða árangrí sem liðin á Suðurnesjum hafa náð að undanförnu. Ber þar hæst lið ÍBK í Úrvalsdeildinni í körfu- knattleik, þar sem jjeir nýliðarn- ir eru í efsta sæti ásamt Val, þegar þetta er ritað. Liklega væru þeir einir í efsta sæti ef þeir hefðu ekki orðið að sjá á bak þjálfara sínum og leikmanni Tim Higgins, sem án nokkurra skýringa hvarf aftur vestur til Bandaríkjanna, eftir að hafa dvalið hér í nokkrar vikur á sínu seinna leiktímabili með ÍBK. í hans stað er kominn annar að vestan, Brad Mily, sem ætlar að freista þess að halda uppi merk- inu og leiða ÍBK til sigurs í Úr- valsdeildinni, en tvö töp án út- lendings kunna að gera strik í reikninginn hjá ÍBK, — en mótið erekki nema rétthálfnað ennþá, svo fullsnemmt er kannski að spá. Hinu er samt ekki að neita að ÍBK hefur á að skipa ungum og efnilegum leikmönnum sem eru ámikilli uppleið. Ekki gengur Njarðvík- ingum allt í haginn íslandsmeisturum UMFN hefur ekki gengið allt í haginn. Erfrtt hef- ur þeim reynst að fylla skarð snill- ingsins Danny Shouse, sem lék með þeim tvö síðastliðin ár og átti mikinn þátt I velgengni þeirra. Bandaríkjamaðurinn há- vaxni Alex Gilbert stanzaði stutt hjá þeim og reyndist ekki vera sá leikmaður og þjálfari sem þeir voru að leita eftir. í hans stað er nýkominn annar Bandaríkjamað- ur, Bill Kotterman, sem lofar mjög góðu. UMFN er því engan veginn út úr myndinni hvað íslandsmeist- aratitilinn varðar og mér segir svo hugur um að slagurinn muni í lokin standa á milli l'BK og UMFN með þá yngri snillinga innanborðs, þá Axel Nikulásson og Val Ingimund- arson, auk margra annarra efni- legra pilta. Jónasi gengur vel í Sandgerði í spjalli okkar um risana í körfu- knattleiknum, ÍBK og UMFN, þá megum við ekki gleyma þeim smáu sem eru vaxandi og gætu fyrr en varir farið að standa upp í hárinu á þeim stóru. Reynismenn sem hafa fyrir ári eða svo stofnað körfuknattleiksdeild, eru á góðri leið meðað vinna sig upp í ll-deild og ætli sú l-sé þá langt undan. Þeir fengu til liðs við sig Jónas Jóhannesson, sem áður lék með UMFN og ætlar honum að lánast vel með Reynisliðið, þótt hann geti ekki leikið af fullum krafti vegna meiðsla í hné, sem þó stendur til bóta með uppskurði. Grindvíkingarnir, með sínar erfiðu aðstæður létu færa sig skör neðar, en þeirhöfðu rétt til, sigla hægan byr í ll-deild- inni og þeir bíða þess að úr rætist með aðstöðu fyrir innanhúss- íþróttir í Grindavík, — að nýja hús- ið sem er í byggingu verði tekiö í notkun, en óðum fer að styttast í það. Kvenþjóðin herjar einnig í körfuknattleiknum í íslandsmót- inu, en Suðurnesjastúlkurnarhafa ekki átt góðu gengi að fagna gegn valkyrjum rótgrónu liðanna, en eiga vonandi eftir að bæta sig þegar fram líða stundir með auk- inni þátttöku kvenna í þessari vin- sælu íþrótt. Fer Árni Stefánsson með Reyni upp í ll-deild? Ekki fara miklar sögur af hand- knattleiksfólki okkar utan Njarð- víkurstrákanna, sem hafa gert garðinn frægan undir leiðsögn Ólafs Thordersen, bæði hérlendis og erlendis. Þó er rétt að geta eins liðs, meistaraflokks Reynis, sem hefur unnið hvern sigurinn áfætur öðrum í lll-deildinni, seinast ÍBK og er nú í öðru sæti. Benda allar líkur til þess að Hafnfirðingnum Árna Stefánssyni muni takast að lyfta þeim upp í ll-deildina á þessu leiktímabili. emm. Við óskum öllu starfsfólki okkar og öðrum Suðurnesjamönnum gleðilegra jóla ogfarsældar á komandi ári. GAUKSSTAÐIR HF. GARÐI - SÍMI 7949 FAXI-242
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.