Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1982, Blaðsíða 44

Faxi - 01.12.1982, Blaðsíða 44
Skýrsla um starfsemi Málfundafélagsins Faxa 1981-1982 Starfsemi Faxa var með svipuð sniði og undanfarin ár. Haidnir voru 11 máifundir og síðan afmælis- fundur og aðalfundur. Umræðuefni á fundunum voru: Er engin önnur leið? - framsögum. Jó- hann Pétursson Á að gefa útvarpsrekstur frjálsan? - framsögum. Hilmar Pétursson Árferði og afkoma-framsögum. Krist- ján Jónsson Ár aldraðra - framsögum. Egill Þor- finnsson Unglingaskipti vinabæja okkar - fram- sögum. Helgi Hólm Rekstur atvinnufyrirtækja - framsög- um. Margeir Jónsson Stóriðja - framsögum. Karl Steinar Guðnason Suðurnesja rithöfundar 1981 - fram- sögum. Gunnar Sveinsson Byggðasafnið á Vatnsnesi - framsög- um. RagnarGuðleifsson. Hver er vörn okkar Suðurnesjamanna ef til styrjaldar kemur? - framsögum. Huxley Ólafsson Peningamálin og Sparisjóðurinn — framsögum. Jón Tómasson Leikhúsferð var farin þann 10. janúar og séð Hús skáldsins eftir Hall- dór Laxnes. Stjórn Faxa skipuðu s.l. starfsár Gunnar Sveinsson, Egill Þorfinnson og Jóhann Pétursson. Gunnar Sveinsson. Árnesingafélagið í Keflavík lét ekki ár aldraðra líða hjá án þess að gera því nokkur skil. Það bauð öllum Ámesingum fæddum 1915 og fyrr, til kaffiveislu ásamt skemmtiatriðum síð- asta sunnudag í nóvember. Friftrik Friðriksson varð aftur sölukóngur í nóvember, seldi yfir hundrað blöð. Hann tók það að visu fram að vinur sinn hefði hjálp- aðsér svolítið. Foreldra og kennarafélag Barnaskólans í Keflavík hélt aðalfund sinn í okt. s.l. Fráfarandi formaður Drífa Sigfús- dóttir gerði grein fyrir starfi stjórnar- innar á starfsárinu og afhenti Barna- skólanum að gjöf sambyggt útvarps- og kassettutæki af Sony gerð. Vil- hjálmur Ketilsson skólastjóri veitti gjöf- inni móttöku og þakkað hana og ágætt starf félagsins. Stjórn félagsins skipa nú: Úr hópi foreldra Eygló Þorsteins- dóttir formaður, Jónína Guðmunds- dóttir, Björg Ólafsdóttir, Erna Björns- dóttir, Bjargey Einarsdóttir, Sigrún Ólafsdóttir og til vara Gunnar Friðriks- son og Jakob Kristjánsson. Úr hópi kennara eru í stjórninni þær Elísabet Jensdóttirog Sigurbjörg Hall- dórsdóttir. Tombóla nemenda Barnaskól- ans í Keflavík var haldin 6. nóv. s.l. Ágóðinn varð að þessu sinni 22.580 kr. og rann hann Þau unnu vel! — Hópur ánægðra nemenda hvílist að lokinni tombólunni. til Styrktarfélags aldraðra á Suður- nesjum. Jólaföndrið Hinn árlegi jólaföndurdagur For- eldra- og kennarafélags Bamaskól- ans I Keflavík var að þessu sinni laug- ardaginn 27. nóv. Eins og í hin tvö fyrri skiptin var þátttakan mjög góð og greinilegt að allir undu sér vel enda fyrir því séð að verkefnin voru miserfið enda þátttakendur á ólíkum aldri. Kór Keflavíkurkirkju Nú er að koma á markaðinn kassetta og hljómplata með söng Kórs Kefla- víkurkirkju auk tveggja annarra kirkju- kóra. Allt eru það jólasálmar, sem kór- arnir syngja. Að útgáfu þessari stendur útgáfu- starfsemin Skálholt. Kórarnir sem þátt taka í söngnum voru valdir af söngmálastjóra. Hver kór um sig syngur fimm sálma, en auk Kórs Keflavíkurkirkju er hér um að ræða Kór Bústaðakirkju og Dómkirkjukórinn. Organisti og söngstjóri Kórs Kefla- víkurkirkju er Siguróli Geirsson en raddþjálfun hefur annast söngkonan Ragnheiður Guðmundsdóttir, skólastjóri Tónlistarskólans í Vogum. Meðhjálparaskipti urðu í Keflavíkurkirkju fyrsta sunnudag í aðventu 28. nóv. s.l. Sigurvin Pálsson, sem verið hef- ur meðhjálpari og kirkjuhaldari síðan árið 1975 lét nú af starfi vegna aldurs og heilsubrests, en viö starfinu tók Böðvar Þ. Pálsson sem á að baki langt starf við kirkjuna en hann hefur sungið í kirkjukórnum í yfir 40 ár. Bamaheimilið Garðasel Fyrir fjórum árum var fyrsta þroska- hefta bamið tekið inn á Garðsel. Að sögn Maríu Valdimarsdóttur, forstöðu- konu, var barnið tekið inn af biðlista án beiðni frá athugunar- og greiningar- deild. Tilraun þessi gafst vel og eftir að barnið hafði verið þar í nokkrar vikur fékk Garðasel heimsókn frá stjórn Þroskahjálpar á Suðurnesjum og deildarstjóra greiningardeildarinnar í Kjarvalshúsi. í kjölfar þeirrar heim- sóknar var ákveðið að vista þrjú þroskaheft börn af Suðurnesjum til viðbótar í Garðaseli. Þörf fyrir þessa þjónustu virðist vera mikil og fljótlega varð enn að bæta við tveimur börnum í Garðasel og síðan tveimur börnum komið fyrir í barnaheimilinu Tjarnar- seli. Bæjaryfirvöld í Keflavík hafa, að sögn Maríu, verið mjög já- kvæð og skilningsrík við aðstoð og vistun þroskaheftra, veitt allan þann aukastarfskraft er til hefur þurftog veitt fjárveitingu til kaupa á hjálpargögnum eftir þörfum. Allt starfsfólkið hefur mjög jákvætt hugarfar fyrir vistun þessara barna og samgleðjast ef aukinna já- kvæðra viðbragða verður vart hjá börnunum. Bláa lónið í heimsfréttum Annað slagið berast fréttir af því ut- an úr heimi að Bláa lónið og Hitaveita Suðurnesja við Svartsengi haf i verið til umfjöllunar í ræðu eða riti. í nýút- komnu hefti tímaritsins Rotary Norden sem gefið er út i 55.000 eintökum og sent er jafnmörgum Rótarímönnum um öll Norðurlönd, er grein um Bláa lónið. Þar er sagt frá því að grein, sem Jóhann Pétursson, póstmeistari og f.v. umdæmisstjóri íslenska Rótaríum- dæmisins, sendi Rotary Norden hafi vakið mikla eftirtekt. Ingimund Fænn, Rótary félagi í Bergen skrifaði grein í Bergens Tidende eftir lestur greinar Jóhanns og fékk margar upphringing- ar og fyrirspurnir varðandi lækninga- mátt vatnsins í lóninu og þeirraefna er FAXI-224
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.