Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1982, Blaðsíða 23

Faxi - 01.12.1982, Blaðsíða 23
gætu útvarpssendingar frá fjar- lægum stööum, en gert þær undir vissum kringumstæöum heyran- legar? Hverveit? En þetta er nú aðeins hugdettur hins fávísa á þessu sviði eins og mörgum öðrum, en ef til vill ekki alveg ómerkilegt fyrir þá menn til rannsókna, sem eru mér vitrari. Vafalaust getur þetta oft hafa bor- ið við fyrr og síðar, aðeins ekki i nálægð manna, því þarna var fá- ferðugt, nema þegar smalað var. Ég hef svo engu meira við þetta að bæta. Ég bar þetta, er ég reit það hjá mér, tveimur árum síðar, undir þá, er enn voru á lífi og með mér voru áheyrendur, og töldu þeir það með öllu réttfrá sagt, eins og það kom okkur til eyrna þennan umgetnadag. Þegar þessi atburöur skeði, var Hafnaheiöi enn með öllu ósnert af manna höndum, rétt eins og hún hafði verið um aldir, búin látlausri, síbreytilegri fegurð eftir árstíðum, meö fjallahringinn safírbláan, baðaðan morgunsól vorsins eða hvítbláma miösvetrarsólar, smá- mynd íslenzkrar öræfakyrrðar. Þetta hélzt áfram nokkurár. En allt í einu kemur skyndilega og fyrir- varalaust breyting. Heimsstyrjöld skellur á öðru sinni með öllum sín- um ógnum og illvirkjum. Loftið dunar af sísuðandi gný óteljandi flugvéla nætur og daga, sem hátt og lágt sveima yfir þessari áður friðsælu heiðakyrrð, þó yfir taki seinni hluta eins góðveðursdags vorið 1941, er fjöldalestir brún- grárra brynvagna flæða hvereftir aðra suður heiðina, þar sem sleg- ið er tjöldum, svo næstu daga sýndist fljótt á litið, sem mikill hluti heiðarinnar væri oröin ein tjald- borg. Seinna risu hér upp hinir svonefndu braggar, sem allir þekkja nú. Þeir voru settir, að þvi er virtist, af handahófi um alla heiði, þar til hún var að mestu samfellt athafnasvæði flugvallar- gerðar og skotæfinga, einkum stórskota, með öllum þeim trylli- tækjum og hávaða, sem því fylgdi. Þar var engu lífi öryggi búið, er nærri kom, en landiðsjálftsundur- tætt og rifið. Þess bíður það seint eða aldrei bætur. Fjöllin sjálf eru nú sundurtætt og rifin og horfa holum tóttum yfir viðurstyggð eyðileggingarinnar, svo sem Stapafell og Súlur, en Háaleiti er með öllu þurrkað út og mófuglalif allt að mestu horfið. Til undan- tekninga telst, ef heyrist í einni og einni lóu eða spóa um hásumarið. Þannig ermyndin í dag, næstaólík því, sem var 1927 og þar áður. Ef til vil hafa hollvættir Hafnaheiðar verið að spila sitt síðasta lag í miðsvetrarkyrrðinni 1927. Maður spyr og spyr en skilur svo sáralítið. TVÖUÓÐ eftir Krístin Reyr Sigurður A. Magnússon þýddi á ensku Ljóðin eru birt meö leyfi þýðandans, en bók hans ThePostwarPoetry of lceland er nýkomin út og hefur að geyma 350 Ijóð eftir 28 íslenzk skáld. Útgefandi er Iowa Press, Bandarikjunum, i samvinnu við Ice- land Review, sem dreifir bókinni hérlendis. SigurðurA. Magnússon rithöfundur. King after King King after king generations worked their lives off building walls. Millions, billionsofbricks perhaps trillions oftrillions. I don’tcountthem. Yet killer birds throngedin shattering, pulverizing the brick walls. Will death fires still crowd in, still approach? Does this stone overstones stand a year, an atomic age? Will blazing atoms finish the life-age? Refuge A little flower is of small account as it stares at the sky bathed in the drizzle and light ofspring far away from any habitation. Still it has its ordained world. The brook purls and the south wind scents with affection. A little floweris of small account faraway from any habitation still it has roots in its own soil and sleeps and wakes with the intent ofgarnishing the country. Kóng eftir Kóng Kóng eftir kóng kynslóðir unnu við upphleðslu afsérlífið. Milljónir, billjónirmúrsteina, máske trilljónir trilljóna. Tel þá ekki. Drifu þó, drifu að drápsfygli mölvandisk, myljandisk múrsteinshleðslur. Drífa enn að, drífa senn að dauðalog? Stendur þessi steinn yfir steinum árlangt, atóm- öld? Ljúka logeindir lífsöld? Athvarf Litið fer fyrir litlu blómi sem lítur til himins laugað úða og Ijósi vorsins langt fjarri byggðum. Samt á það veröld á sínum stað. Seytlan niðar og sunnanblærinn angar af ástúð. Lítið fer fyrir litlu blómi langt fjarri byggðum samt á það rætur i sinni mold og sofnar frá því og vaknar til þess að litskreyta landió. FAXI - 203
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.