Faxi - 01.12.1982, Blaðsíða 34
MINNING
EIRÍKUR JÓEL
SIG URÐSSON
VÉLSTJÓRI
F. 21. mars 1895 — D. 10. nóv. 1982
Einn af elstu borgurum Kefla-
víkur, Eiríkur Jóel Sigurösson,
var borinn til hinstu hvílu, frá
Keflavíkurkirkju 2. nóv. s.l. Hann
lést, aö heimili sínu, Aöalgötu
12, í Keflavík, 10. nóv.
Eiríkur var fæddur í Keflavík,
21. mars 1895 og var því á átt-
tugasta og áttunda aldursári, er
hann lést. Hann átti hér heima í
Keflavík allatíð.
Foreldrar Eiriks voru hjónin
Sigurður Bjarnason, verslunar-
maður og lengi meöhjálpari viö
Keflavíkurkirkju og Valdís
Erlendsdóttir, sem bjuggu í
Keflavík, aö Vesturgötu 5 (nú nr.
9) allan sinn búskap.
Eina alsystur átti Eiríkur,
Elínu, konu Guöjóns Arngríms-
sonar, trésmíöameistara í Hafn-
arfirði. Þau eru bæöi dáin.
Hálfsystir Eiríks var Erlends-
ína Marín Jónsdóttir. Var hún
barn Valdísar af fyrra hjóna-
bandi. Erlendsína varmóöir mín,
er þessar línur ritarog vorum viö
Eiríkur því frændur, og einnig
uppeldisbræður, því ég ólst upp
hjá foreldrum Eiríks frá 7 ára
aldri. Móöir hans var amma mín.
Hálfsystkin Eiríks frá seinna
hjónabandi fööur hans og Guö-
rúnar M. Bjarnadóttur eru þessi:
Valdís Sigríöur, Faxabraut 2,
Keflavík, Jóhann Fr., skrifstofu-
stjóri hjá Loftleiðum í London og
Kristinn, flugumferöarstjóri á
Keflavíkurflugvelli.
Eiríkur kvæntist eftirlifandi
eiginkonu sinni, Stefaníu Guö-
mundsdóttur hinn 14. september
1922 og áttu þau því demants-
brúðkaup 14. sepfember síöast-
liöinn.
Börn þeirra í aldursröö eru
þessi:
Jónína Valdís, býr í Reykjavík,
látinn maki, Einar Símonarson,
múrarameistari, börn þeirra eru
5.
Guörún Magnea Bergmann,
býr í Bandaríkjunum, látinn
maki, Gill De L. Etoile. Börn
þeirraeru 4.
Sigurbjörn Reynir, trésmíöa-
meistari, kvæntur Mónu Erlu
Símonardóttur, heimili þeirra er
aö Eyjaholti 11, Garði. Þau eiga
5 börn.
Maria Erla, gift Birgi Valdi-
marssyni, framkvæmdastjóra.
Búa á ísafirði. Þau eiga 4 börn.
Barnabörn Stefaníu og Eiríks
eru 18 og barna-barnabörn 24.
Ungur aö árum varö Eiríkur aö
vinna heimilinu, eins og tilheyrði
þeim tíma. Hann byrjaöi sjó-
mennsku á vetrarvertíðinni þeg-
ar eftir fermingu, sem þá var al-
gengt. Hann réri þá meö Jóni
Ólafssyni, þekktum formanni hér
á þeim tíma. En Jón var kvæntur
Jóhönnu móðursystur Eiríks.
Nokkur sumur fór Eiríkur aust-
ur á firöi til sjóróöra og þá til
Norðfjarðar. En til Austfjarða, var
á tímabili sóttsumaratvinna héö-
an af Suöurnesjum.
Þegar vélbátarnir komu hér
til sögunnar, eignaöist Siguröur
faðir hans hlut í vélbátnum Sæ-
borginni, sem var um 9 smálesta
bátur, smíöaöur í Reykjavík.
Fyrsta vertíö bátsi ns var vetu rinn
1913. Albert Ólafsson var einn af
eigendum bátsins og var hann
formaöur meö bátinn til 1920. En
þá tók hann viö nýjum báti, Gull-
fossi, sem hann átti hlut í. Þessi 7
ár var Eiríkur háseti á Sæborg-
inni. Um þetta leyti haföi Sæ-
borgin veriö stækkuö og var orðin
um 20 smálestir. Erlendur Jóns-
son, frændi Eiríks, tók viö skip-
stjórn á Sæborginni, vélstjórinn,
sem verið haföi, fór meö Alberf á
nýja bátinn, en Eiríkur varö nú
vélstjóri á Sæborginni og gegndi
því starfi þar til Sæborgin var
seld til Patreksfjarðar um 1932.
Eftir þetta er Eiríkur næstu fjögur
árin meö Erlendi, vélstjóri á m/b
Gullfossi.
Eftir 1936 hættir Eiríkur störf-
um á sjónum. Var hann nokkur
ár vélstjóri í Fiskiðjunni í Keflavík
og síöan í frystihúsinu Frosta. En
á árinu 1959 ræöst hann til starfa
hjá Varnarliðinu á Keflavíkur-
flugvelli og þar vann hann til
1979 aö hann hætti störfum 84
ára aö aldri.
Á uþþvaxtarárum Eiriks voru
ekki miklir möguleikar fyrir efna-
litla unglinga aö afla sér mennt-
unar, umfram þá lögboönu
barnafræöslu. Þó voru hér af og
til kennarar viö barnaskólann,
sem héldu uppi unglingaskóla
hluta úr vetri, eða yfir haustmán-
uöina, þegar lítiö var hægt aö.
starfa úti, og áöur en vetrarvertíð
hófst.
í þessum kvöldskólum aö
haustinu stundaöi Eiríkur nám
og fékk þar nokkra tilsögn m.a. í
ensku.
Þá fékk hann tilsögn í aö leika
á orgel hjá Mörtu Jónsdóttur, en
hún var fyrsti organisti Keflavík-
urkirkju.
Þegar svo organisti kirkjunn-
ar, sem þá var, Friðrik Þorsteins-
son, fór til náms á verslunarskóla
í Kaupmannahöfn, þá voru þeir
tveir nemendur Mörtu, Gunnar
Sigurfinnsson og Eiríkur Sig-
urðsson fengnir til þess aö sinna
starfi organista í fjarveru Frið-
riks.
Eiríkur eignaöist orgel, sem
þá var ekki víöa til hér um slóðir.
Var þá oft mikið sungiö í litlu stof-
unni á Vesturgötu 5. Eru mér þá
sérstaklega minnisstæö kvöldin,
þegar Eyjólfur Ásberg tók lagið.
En hann var söngmaður góöur
og haföi mikla og hljómfagra
rödd. Hann var þá nýfiuttur til
Keflavíkur og haföi fæöi heima
hjá fósturforeldrum mínum.
Eiríkur var alla ævi starfsmað-
ur mikill, ósérhlífinn og lá aldrei á
liði sínu.
Er mér þá einkum Ijós myndin,
sem Erlendur frændi hans
bregður upp í frásögn sinni í
Faxa, af hrakningum þeirra í sjó-
ferðinni á Sæborginni, í janúar
1924. Þeir voru þá í róöri norö-
vestur af Garðskaga. Þeir hættu
viö aö leggja línuna, vegna véö-
urs, er þeir höföu lagt 4 bjóö. Um
nóttina herti veðrið enn, og um
birtingu, er draga skyldi linuna,
er komið rok og blindbylur.
Sæmilega gekk aö ná inn lín-
unni. En skömmu síöar kom sjór
á bátinn, svo hann lagðist á hlið-
ina. Rann þá færiö uppgert út-
byrðis og festist í skrúfunni.
Allan daginn var veörið svo
mikið, aö þeir urðu aö skríöa um
dekkið, er þeirvoru aö komafyrir
drifakkeri.
Þegar loksins veðrinu slotaði
var reynt aö skera úr skrúfunni,
meö þeirra tíma tækjum, sem
var hnífur á löngu skafti. Þetta
var erfitt verk, bæöi vegna þess
aö sjór var ókyrr, og erfið aö-
staða, þar sem gaflhekk var á
bátnum. ,,Þaö kom í hlut okkar
Eiríks aö skera úr skrúfunni og
skárum viö úr til skiptis, og vor-
um þá hálfir fyrir utan borðstokk-
inn og héldum í fæturna hvor á
öörum til skiþtis. Fengum viö
marga svala dífuna, þegar bát-
urinn skellti afturendanum í sjó-
inn og viðfórum í kaf“.
Eiríkur var ávallt vel metinn
meðal samstarfsfólks síns, svo
sem raun barvitni.
Þótt nú sé öldungur kvaddur,
aö loknu löngu og oft ströngu
ævistarfi, þrotinn heilsu og kröft-
um, þá veit ég og skil vel, hve
hans er nú saknað af ástvinum
hans og þá sérstaklega af.sjúkri
eiginkonu, sem nú hefur misst
mikiö.
Um leiö og ég þakka frænda
og stóra bróöur góða og trausta
samfylgd á sjó og landi á mörg-
um liðnum árum, biö ég honum
af hjarta blessunar Guös.
Ragnar Guðleifsson
FAXI-214