Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1982, Blaðsíða 52

Faxi - 01.12.1982, Blaðsíða 52
byggða. Það læddist að mér sá grunur að náungakærleikur væri þar í lágmarki, því daginn sem þeir fóru í heiðina var gott færi og fýrir- hafnarlítið að komakindunumeitt- hvað áleiðis til byggða, en bolla- leggingar um slíkt áttu ekki við nú, því ég hafði tekið ákvörðun. Roll- umar skyldi ég finna og helst koma þeim heim. Veðrið versnaði þegar á daginn leið, ofanhríðin jókst og um leið tók að skafa meir og meir. En nú varð ekki aftur snúið, fyrr en ég hefði fundið skjáturnar, en það hlaut að verða mjög bráðlega, að mér fannst þá. Veðrið fór versnandi, einkum fann ég að frostið herti og nú fann ég að ég var ekki nógu vel klædd- ur til að mæta hörkuveðri, en áfram mjakaðist og að lokum náði ég aö rótum Keilis og sunnanvert við fjallið fann ég kindumar. Þetta voru þrjár kindur. Ein ær með lambi frá Þórustöðum og ein tvæ- vetla úr Vogunum. Ég sá strax að þær voru ekki ferðafærar fyrir krapasnjó, sem hafði sest í ullina daginn áður og frosið um nóttina. Svo nú varð ég eitthvað að gera. Ég gat losað tvo steinahnullunga og hafði annan fyrir steðja en hinn fyrir hamar og á þann hátt tókst mér að hreinsa að mestu klakann úr ullinni og nú skyldi haldið heim á leið. Kindurnar tóku strax stefn- una beint í veðrið svo nú var ég vongóður um ferðina heim. En enginn skyldi daginn lofa fyrr en að kveldi, því skammt hafði égfar- ið þegar skjáturnar lögðust niður og þeim varð ekki mjakað, hvorki með illu eða góðu. Eftir stundar- korn tók ég að siga hundinum og honum tókst að mjaka þeim nokk- uð áleiðis. Að eilífðar tíma liðnum að mér fannst, kom ég að mis- hæð, sem mér fannst ég kannast viö og eftir stutta athugun reyndist þetta vera svokallað ,,Sýrholt“, sem er nokkru neöan við Klifgjá. Ég hafði farið yfir Klifgjá án þess að verða þess var. Nú tók að bregða birtu og einnig tók veðrið að harðna og snjókoman að auk- ast. Þá duttu mér í hug hendingar úr kvæði Kristjáns Jónssonar, Heimkoman: Stigur myrkur á grund, hnigur m/ðs- vetrarsól grimmleg myrkrún á fönnunum hlær, og i dynjandi hrið kveður draugaleg Ijóð rómi dimmum hinn ískaldi blær. En nú blasti það við mér að ég yrði að duga eða drepast, bókstaf- lega talað. Ég hafði sest niður stundarkorn til að hvíla mig og tók nú einnig að sækja á mig hungur og þorsti. Mér hafði verið sagt að þyrstur maður mætti ekki éta snjó, maður yrði máttlaus af því, en þetta gerði ég nú samt og ekki varð mér meint af því. En nú höfðu kindurnar komið sér fyrir og voru lagstar svo ég var þess viss að þeim varóhætt og nú var ekki til setu boðið og enn var lagt af stað. Mér fannst tíminn lengi að líða og býsna lítið og hægt sóttist mér gangan. Ofarlega í mér var óttinn við gjárnar, en fleira kom til. Ég fann að kuldinn sótti fastara á og þá helst á fótum. Ég var að sjálfsögðu í íslenskum skinnskóm svo geðslegt, semþað skótau var. Einnig tók ég að þreyt- ast og mér varð á að setjast, ef einhver dæld eða gjóta varð á vegi mínum. Ekki vil ég viðurkenna að ég væri hræddur, en hinu neita ég ekki að það væri í mér geigur og þá helst vegna þess að náttmyrkr- ið fór að og ég ekki nema hálf- harðnaður unglingur og að mestu ókunnugur þessari leið, en ég var staðráðinn í því aö halda fullri ró- semi, hvað sem fyrir kynni að koma og að sjálfsögðu vonaöi ég það besta. ,,Það er vonin blíða og bjarta, best sem friðar órótt hjarta,“ segir Fjallaskáldið. Og áfram mjakaðist í rétta átt að mér fannst. Ég gerði mér vonir um að verða þess var, þegar ég færi yfir þjóðveginn þar sem hann lá yfir heiðina, en það fór nú svo að ég varð hans aldrei var. Kannski hefi ég verið í ein- hverri leiöslu, ég veit það ekki. En nútók að kárnagamanið. Hundur- inn gekk alltaf fyrir aftan mig, í skjóli við mig. Allt í einu tekur hann að góla og ýlfra, síðan tekur hann stökk fram fyrir mig, veltir sér á bakið og ýmist teygir úr löppunum eða hann dregur þær að sér. Ég hélt í fyrstu að hann væri orðinn brjálaður. Ég hafði aldrei heyrt aö dýr yrðu vitskert, nema hvað ég hafði séð vankaðar sauðkindur. Sámur var ekki orðinn brjálaður, heldur var honum svona kalt á löppunum. Hann gat ekki í þær stigið. Ég fann að líkt var ástatt með okkur og nú þótti mér illt í efni. Hvað skyldi nú til bragðs taka? Það var um tvennt að ræða. Að skilja hundinn eftir eða taka hann á bakið og valdi ég síðari kostinn. Ég snaraði hundinum á bakið og lét hann liggja þvert yfir herðamar og hélt með báðum höndum í hægri lappimar. Og nú var lagt upp í einn áfang- ann enn. Ekki gat ég gert mér glögga grein fyrir því hvað tíman- um liði, en ég áætlaði að langt væri liðiðávöku. Nokkrumsinnum settist ég niður til að hvíla mig, og þá fór ég að brjóta heilann um Óskum viðskiptavinum og starfsmönnum Netaverkstœði Suðurnesja Sími2470 FAXI-232
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.