Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1982, Blaðsíða 26

Faxi - 01.12.1982, Blaðsíða 26
Sigrún Júlíusdóttir félagsráðgjafi: UNDIRBÚNINGUR FYRIR ÖLDRUN OG VINNULOK Erindi þetta var flutt á ráðstefnu Styrktar- félags aldraðra á Suðumesjum þ. 03.04.1982 Ég hef verið beðin að fjalla hér um tilfinningalega og félagslega þætti öldrunar, en ég ætla að tengja það viðfangsefni fræðslu og fyrirbyggjandi starfi. Nú er það svo, að ég starfa ekki sjálf að öldr- unarmálum sérstaklega, heldur starfa ég að geðheilbrigðismálum, nánar tiltekið að fjölskylduráðgjöf við Geðdeild Landspítalans, en þar koma mál aldraðra að sjálf- sögðu líka við sögu. Ég hef mikinn áhuga og trú á gildi fræðslu í þágu geöverndar og í fyrirbyggjandi skyni og hef fengist töluvert við að skipuleggja og halda fræðslunámskeið fyrir ýmsa starfshópa í tengslum við geö- verndarstarf í samvinnu við aðra félagsráðgjafa. Ég get nefnt nokk- ur dæmi, s.s. foreldrafræðslu, námskeið fyrir verðandi foreldra, skilnaðarfólk og núna síðast undirbúningsnámskeið fyrir öldr- un og vinnulok sem við Nanna K. Sigurðardóttir félagsráðgjafi stóö- um fyrir á vegum Starfsmannafé- lags ríkisstofnana. Það er sem sagt vegna áhuga míns á fræðslu og fyrirbyggjandi starfi á sviði heil- brigðis—og félagsmála, að ég fór að gefa málefnum aldraðra gaum. Fræðsla. í svo stuttu innleggi sem þessu gefst ekki tími til að fara ítarlega út í hugmyndafræði og kenningar að baki fræðslu sem fyrirbyggjandi starfs, en í stað þess get ég bent á grein, sem ég hef skrifað um þetta efni, í tímaritinu Nordisk Socialt Arbeid, no. 1 1981. Þó langarmig nú aö fara nokkrum orðum um fræðslu og fyrirbyggjandi starf al- mennt. Á síðustu áratugum hafa þjóðfélagsbreytingar orðið mjög örar og gerð fjölskyldunnar hefur breyst stórkostlega. Einstakling- arnir hafa ekki haft við þjóðfélags- þróuninni, þannig að þeir verða eins konar fórnarlömb menning- arlegrar og þjóðfélagslegrar mis- hröðunar, þ.e. þeir ná ekki að laga sig að breyttum aðstæðum og þróa með sér nýjar lausnir til að geta mætt sífellt nýjum kröfum af hálfu þjóðfélagsins og þeir verða undir persónulega, tilfinninga- lega, félagslega og jafnvel fjár- hagslega. Það er hér sem opinber þjónusta þarf að koma til skjal- anna og bjóöa upp á svokallaöar félagslegar lausnir, sem áöur var hlutverk fjölskyldunnar. Dæmi um slík svið eru: • Geymsluhlutverkiö, þ.e. um- sjón ungra og aldinna á heimil- unum meðan þeir sem vinna að framleiðslunni stunda vinnu sína. • Umönnunar — og stuðnings- hlutverkið þ.e. félagsleg og til- finningaleg næring fyrir fjöl- skyldumeðlimi, einkum þá elstu og yngstu. Fleira mætti nefna s.s. uppeld- ishlutverkið, félagsmótunarhlut- verkið, fræðslu — og menningar- miölunarhlutverkið. Ein afleiðing þessara þjóðfé- lagsbreytinga er sú, að nú er bilið oft orðið það stórt milli kynslóð- anna, jafnvel innan fjölskyldu, að foreldrar ná ekki lengur til barna sinna. Þeir eru ekki bara hræddir um börnin sín, þeir eru hræddir við þau. Á sama hátt á gamala fólkiö oft ekki samleið meö þeim yngri. Það er hvorki tími, pláss, þörf eða hlutverk fyrir þá eldri á heimilunum þar sem aðrir fjölskyldumeðlimir eru fjarri meirihluta dagsins. Þetta er ein af ástæðunum fyrir því, að opinber þjónusta hefur í æ meira mæli oröið að taka við hlut- verki fjölskyldunnar gagnvart öldr- uðum bæði hvað varðar afþrey- ingu, umönnun, heilsugæslu, o.fl. En hvernig getur einstaklingur- inn sjálfur undirbúið sig fyrir efri ár? Og hvers vegna er það nauð- synlegt? Jú, það ereinkum þrennt sem rökstyður nauðsyn þess nú fremur en áður: • Fólk lifir lengur nú á tímum og er ekki eins slitið og illa farið og áður miðað við sama aldur. • Atvinnuhættirnir hafa breyst og aukin fræðsla um hollustuhætti Sigrún Júlíusdóttir. og líkamsrækt ásamt fram- vindu læknisfræðinnar hafa haft sín áhrif. • Fólk fer fyrr á eftirlaunaaldur þ.e.a.s. vinnulokin ber fyrr að garði. Þetta þýöir að stór hluti ævinnar er eftir við 60-70 ára aldur. Með aukinni umræðu og fræðslu um einstaklinginn, þróun hans og við- brögð sem tilfinninga og félags- veru vitum við nú, að það er hægt að undirbúa fólk fyrir hin ýmsu skeið ævinnar og að fræðsla og sáluhjálp geta fyrirbyggt sársauka og erfiðleika og að sjálfsögðu þannig dregið úr óþarfa kostnaði heilbrigðis — og félagsmálaþjón- ustu. í þessu samhengi er nú víða talað um svo kallaða fjölskyldu- fræðslu, en bæði í Bandaríkjunum og á Norðurlöndunum hefur veriö þróað fræðslustarf fyrir hin ýmsu aldursskeið, og tekur það mið af þörfum fólks eftir því hvar það er statt á lífsferli sínum. Fræöslustarf af þessu tagi hefur ekki einvörð- ungu þann tilgang að stuðla að sjálfshjálp eða draga úr kostnaði ríkisvaldsins, hún hefur e.t.v. um- f ram allt þann tilgang að virkja ein- staklinga, vekja þá til vitundar um rétt sinn og aðstæður og gera þeim kleift að hafa sjálfir áhrif á líf sitt í stað þess aö vera hlutgert viðfang firrtrar heilbrigðis — og fé- lagsmálaþjónustu. Slíkt gerir allar manneskjur að viljalausum ó- gagnrýnum neytendum er skortir innsæi, þekkingu og sjálfstraust til að geta haft sjálfstæöa skoðun á þjónustutilboðum og haft áhrif á stefnu stjórnvalda. í fræðslustarfi af þessu tagi lítum við á einstakl- inginn sem þróunarveru, þ.e. aö ekkert gerist vélrænt eða sé óum- breytanlegt. Einstaklingurinn fylgir ákveðnu þróunarferli sem eröllum sameiginlegt. Við fæðumst öll vanþroskuð, hjálparvana, við vöx- um upp, þroskumst, eldumst og deyjum. En það, hvernig þetta gerist, er hins vegar ekki eins hjá öllum. Það er t.d. talið að aðeins örlítill hluti mannkynsins nýti þroskamöguleika sína til fullnustu og lifi innihaldsríkri, lífsfyllandi og sjálfstæðri tilveru til síðustu ára. En það er talið, að með því að fræðast um hin ýmsu þroskaskeið, læra um möguleika þeirra, erfiö- leikana, sársaukann og gleðina sem getur fylgt þeim, séum við betur í stakk búin að mæta þeim. Þannig vöxum við með þeim og eflumst af átökunum við þau frem- ur en að láta bugast eða vera þol- andi fórnarlömb innri og yrti að- stæðna. í stuttu máli sagt: Með hjálp þekkinar innsæis og opinnar umræðu getum við sjálf haft áhrif á líf okkar og aðstæður bæði per- sónulega og í samfélaginu. Þroskaskeiðum mannsævinnar hefur verið skipt í tímabil út frá við- fangsefnum/vandamálum sem einkenna hvert þeirra. Hvert tíma- bil felur í sér söknuð og missi gagnvart tímabilinu sem er að líða. Ennfremur kvíða gagnvart því sem tekur við . Þetta er mis- jafnlega sterkt hjá einstaklingum. En oft bregst fólk við með þung- lyndi og depurö eða öðrum kreppuviðbrögðum. Tímabilinu 50-65 ára, sem stundum er nefnt tímabil fullþroskans, hefur stund- um verið lýst ýmist sem tímabili örvæntingar, beiskju og von- FAXI - 206
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.