Faxi

Árgangur

Faxi - 01.07.1984, Síða 40

Faxi - 01.07.1984, Síða 40
Ömefni með ströndinni frá Básendum suður um Ósabotna og Hafnir og allt suður að Skarfasetri á Reykjanesi Frœðimennirnir sr. Jón Thorarensen og Guðmundur A. Finnbogason rœðast við. Skúli Magnússon, landfógeti, segir í sýslulýsingu sinni um Bás- enda: ,, Verzlunarhöfnin Básendar er í Stafneslandi. Þar er höfn 2 skipum á milli lands og skerjagarðsins, en þó hættuleg, einkum í véstan- stormum, þegar hásjávað er. Nokkur skip hafa farist þar, eink- um fyrrum, enda var ekki siglt á þessa höfn um hríð. Höfnin er því eigi örugg, nema um hásumar og með því að nota jámhringa þá, sem reknir hafa verið bæði í kletta í skerjagarðinum, og í jarðfasta fjöruklettana. Eru þeir festir með blýi, svo að hægt sé að binda skipin í þá. í innra skipalæginu eru 4 jámhringar og 3 í hinu ytra. í fyrr- nefndu skipalægi er dýpið 2 1/2 faðmur um fjöm, en 4 1/2 faður í hinu síðamefnda. Pama hækkar og lækkar í sjónum um 9 fet, þegar stórstreymt er. Innsiglingin er hættuleg, og verður að gefa nánar gætur að siglingamerkjunum á landi. Kringum hinar lágu klappir, sem verzlunarhúsin standa á, er allt þakið svörtum sandi, og era aðstæður því illar til fiskverkun- ar“. Nokkra sunnar er Þórshöfn. Þar er hin foma höfn verzlunarskipa á síðari hluta 19. aldar. Samkvæmt lýsingu Skúla fógeta, er leiðin 170 faðmar inn, en breidd 51 faðmur, ef skip rista 6 fet. Þessi höfn var notuð er Hansakaupmenn og Þjóðverjar ráku verzlun hér, en árið 1601 var síðasta verzlunarár þeirra þar. Flest gátu 5 skonnortur legið þar í einu, allar bundnar. Þama var ætíð stillt inni, þó að brim væri, því að skerjagarður að framan hlífði. Þarna í Þórshöfn gerðist sá at- burður á árunum 1890-1895, að útvegsbændur á Suðumesjum komu þar saman til þess að ræða fiskverð. Segja má að hér hafi ver- ið eins konar upphaf íslenzkrar kjarabaráttu sjómanna um fisk- verð. Þama var mættur Ketill dbrm. í Kotvogi með sonum sínum og Salómon Björnsson frá Kirkju- vogi, Einar Sveinbjömsson í Sand- gerði, Jón Sveinbjömsson frá Húsatóftum, Magnús Bergmann í Fuglavík, og úr Grindavík Sæ- mundur Jónsson og Tómas Guð- mundsson. Rétt austan við Þórshöfn er Hvalvík og Hvalvíkurhólmi þar ytra. Nokkru austar og innar er komið að hinum gamalkunna og merka stað Bárðarvör (sjá Ut- nesjamenn), sem áður var stund- um kölluð Prestatorfa, þegar Hvalsnessprestar þjónuðu Kirkju- vogssókn, en Hvalsnes var lagt niður sem prestsetur árið 1811. Fram til þess tíma var Bárðarvör ferjustaður Hvalsnesspresta yfir Osana í Kirkjuvogsvör, og þessa leið notaði síra Hallgrímur Pét- ursson stöðugt á áranum 1644- 1651, þegar hann þjónaði Kirkju- vogskirkju frá Hvalsnesi. Eftir það var Bárðarvör kölluð Grímsvör um tíma, en það nafn hvarf fljótt og frá síðustu aldamótum er óhætt að segja, að vörin hafi aldrei verið kölluð annað en Bárðarvör. Bárð- arvör er smá vík, er skerst inn norðan við Einbúa, sem er hár hringmyndaður grashóll, og sést víða að, bæði á landi og af sjó, og er því mikið kennimerki sjósókn- armanna. Fyrir utan Bárðarvör er Hesta- klettur (sjá Útnesjamenn), stór og mikil klettaborg. Við austurhorn Hestakletts var ætíð farið, þegar ferjað var yfir Ósa. Á austurhorni Hestakletta sitja ætíð dílaskarfar og blaka vængjum til að þurrka sig. Nokkuð austur af Hestakletti er Selsker, hættulegt sker. Það er alltaf talið hættulegt að fara nærri því. Þar drakknaði síra Ámi Hall- varðsson og sjö manns með hon- um 31. marz 1748. Einbúi er eins konar löng eyja frá norðri til suðurs og umflotin sjó, en á fjöram má víða vaða yfir rásina, sem umlykur hann, en strax með aðfalli er það ekki hægt. Syðri endinn heitir Vörðuhólmi. Við suðurenda hans fellur sjór með út- fallinu frá þessari löngu eyju, en skammt frá er Runkhólmi, svo þrengslin verða mikil með útfall- inu í þessum þrönga ósi, og belj' andinn ofsalegur, en stórsteinar, strýtumyndaðir, hér og þar í botn- inum, svo að þetta ér stórhættuleg- ur staður fyrir báta. Einu sinni fór ég niður þennan ós, einn á tveggja manna fari. Eg guerlain ISSIMA línan erfyrir konuna sem vill líta vel út með lítilli fyrirhöfn. Inniheldur fjögur árangurs- rík efni. Ilmur: villirós. Apótek Keflavíkur 208-FAXI

x

Faxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.