Faxi - 01.01.1987, Blaðsíða 7
hann þess að hafa með fyrri störf-
um sínum unnið sér fádæma
traust alþjóðar. Undir forystu
Emils lagði þessi minnihluta-
stjórn hans grunn að mesta stöð-
ugleika tímabili í sögu íslenska
lýðveldisins, þrátt fyrir meiri ut-
anaðkomandi áföll en yfir okkur
hafa gengið fyrr og síðar. Emil var
svo stórhuga, að hann hlaut, sem
stjórnmálamaður, að verða fyrst
og fremst maður allrar þjóðarinn-
ar. En þrátt fyrir þaö var það okk-
ur Suðurnesjamönnum mikil
gæfa, að hann var okkar þing-
maður í mörg ár og sem slíkur
þekkti hann manna best sínar
skyldur, þótt hann hefði skömm á
því, sem kallað er kjördæmapot.
Sjálfsagaðan rétt okkar vildi
hann tryggja og meðal mála, sem
hann hafði forystu um má nefna
Keflavíkurveginn, sem á sínum
tíma hlaut nafnbótina „Ódáðar-
hraun íslenskra vega“. Fyrstu til-
löguna um að malbika eða steypa
veginn flutti Emii á Alþingi 1955
ásamt Jörundi Brynjólfssyni.
Árum saman var Suðurnesja-
mönnum meinað að kaupa nýja
fiskibáta, en fljótlega eftir að
minnihlutastjórn Emils tók við
1958 var það bann afnumið og
Suðurnesjamenn fengu sama rétt
og aðrir landsmenn til bátakaupa.
Næstu árin streymdu nýir bátar
til Suðurnesja. l’annig mætti telja
upp mörg mál stór og smá, sem
Emil bar fram Suðurnesjum til
heilla.
Emil var lítillátur og barst ekki á
þótt hann gegndi háum embætt-
um. Gott dæmi þar um er, að þeg-
ar hann flutti á Hrafnistu í Hafn-
arílrði taldi hann sig í fyrsta sinn
búa í ,,svítu“.
Vinnudeilan 1955
í minningarþáttum sínum: Milli
Washington og Moskva, segir
Emil Jónsson frá störfum sínum í
sáttanefnd í vinnudeilunni 1955
milli verkamanna og atvinnurek-
enda.
Verkföll höfðu staðið um það bil
í mánuð í Reykjavík og Hafnar-
firði og einnig hjá nokkrum félög-
um úti á landi.
Árferði árið áður hafði verið
mjög gott, en þensla mikil í efna-
hagskerflnu og skortur á vinnu-
afli. Afkoma útflutningsatvinnu-
veganna var hins vegar ekki góð,
svo grípa þurfti til sérstakra ráð-
stafana til þess að forðast stöðvun
togaraflotans. Atvinnurekendur
töldu sig því ekki geta orðið við
kröfum verkalýðsfélaganna, en
hin mikla eftirspurn eftir vinnu-
afli leiddi til þess, að verkalýðsfé-
lögin stóðu fast á kröfum sínum.
Var um þetta þrefað og þjarkað í
sáttanefnd í margar vikur, bæði
nætur og daga. Báðir aðilar slök-
uðu þó nokkuð til, en það reyndist
ekki nóg, eftir var að lokum 4%
bil, sem reyndist óbrúanlegt, þ.e.
verkalýðsfélögin kröfðust 4%
hærra kaups en atvinnurekendur
gátu fallist á og hvorugur aðili
vildi hnikra nokkru til og þá stóð
allt fast. Mér var þá ljóst, skrifar
Emil, að deilan myndi tæpast eða
alls ekki verða leyst með frekari
tilslökun af hálfu aðila. Annað-
hvort yrði bilið milli aðila að verða
brúað af utanaðkomandi aðila að
mestu eða öllu leyti, eða ríkis-
stjórn yrði að grípa til örþrifaráða,
eins og gerðardómslaga, eða ein-
hvers því um líks. Fór ég þá að
velta fyrir mér hvaðan slík utan-
aðkomandi aðstoð gæti hugsan-
lega komið. Duttu mér þá í hug
atvinnuleysistryggingarnar. Eng-
ar slíkar tryggingar voru þá til hér
á landi, eins og í nágrannalöndun-
um, þær mundu áreiðanlega
koma hér eins og þar. Ef nú hægt
væri að slá tvær flugur í einu
höggi, að leysa vinnudeiluna með
því að stofna til atvinnuleysis-
trygginga, væri mikið unnið fyrir
vinnandi fólk í landinu.
Það var ekki mikill tími til að
vera með vangaveltur eða afla sér-
fræðilegra upplýsinga, því vinnu-
deiluna þurfti að leysa sem allra
fyrst, hún hafði þegar staðið alltof
lengi. Mér fannst að vel mætti
hugsa sér að 4% af tekjum hinna
tryggðu myndu nægja fyrir sæmi-
legum bótagreiðslum til atvinnu-
lausra, þó að atvinnuleysi væri
nokkurt, en það er venjulegabæði
staðbundið og tímabundið, en
það voru einmitt 4% sem vantaði
til að ná endum saman í deilunni.
Og þó að þessi 4% kæmu ekki sem
bein kauphækkun, þá nyti fólk
hennar þó óbeinlínis, sem at-
vinnuleysisbóta. Þar sem hér yrði
um að ræða greiðslu til verkafólks
í launadeilu, kom ekki til greina,
að það yrði látið greiða neitt sjálft
í þessu skyni, en það vissi ég þó
að var gert erlendis, að verkafólk-
ið — hinir tryggðu — greiddu nokk-
uð af kostnaðinum.
Fannst mér ekki ósanngjarnt að
atvinnurekendur greiddu 1% eða
% af kostnaðinum, sveitarsjóður
sömu upphæð og ríkissjóður 2%
eða helming.
Sáttanefnd tók þessu vel og
taldi rétt að reyna þetta. Þar kom
að báðir deiluaðilar og ríkisstjórn-
in féllust á að leysa deiluna á
þennan hátt. Verkamenn fengu
10% grunnkaupshækkun auk
nokkurra fríðinda.
Ahugi Emils Jónssonar á
endurbótum Keflavíkur
vegar
Þegar Keflavíkurvegur hafði
verið steyptur frá Hafnarílrði suð-
ur að Straumi, vildi þáverandi
samgöngumálaráðherra, Ingólfur
Jónsson, láta malbika veginn frá
Straumi til Keflavíkur.
Um þetta leyti, kl. 9 að morgni,
hringir Emil Jónsson til mín og
spyr mig, hvort við í bæjarstjórn
Kéflavíkur höfum nokkuð rætt
um framhald Keflavíkurvegar eða
gert samþykktir þar um. Hann
segist spyrja um þetta vegna þess,
að Ingólfur Jónsson ráðherra vilji
nú láta malbika framhald vegar-
ins til Keflavíkur. Ég segi Emil að
bæjarstjórn Keflavíkur hafi rætt
um framhald Keflavíkurvegar og
komi þar ekkert til greina annað
en að vegurinn verði steyptur.
Bréf frá bæjarstjórn til ríkisstjórn-
ar liggi fyrir. Emil biður mig að
senda sér þetta bréf og þurfi það
að berast fyrir kl. 3 í dag.
Ég hringdi í einn bflstjórann
okkar hjá Sérleyfisbifreiðunum
og bað hann að koma bréfinu til
Emils, eins fljótt og hann gæti.
Ég hringdi til Emils seinni hluta
dagsins og spurði hann tíðinda.
Hann vildi ekkert segja mér í sím-
ann, en vildi að ég kæmi og talaði
við sig. Það gerði ég fljótlega og þá
sagði hann mér, að þegar málið
hefði verið tekið fyrir, hefði Ing-
ólfur eindregið mælt með því að
vegurinn suður yrði malbikaður.
Emii sagðist eindregið hafa mælt
því gegn. Það væri hafin lagning
steinsteypts vegar og því ætti að
halda áfram suður til Keflavíkur.
Um þetta var þráttað nokkuð, þar
til Bjarni Benediktsson sagði:
,,Þar sem þið getið ekki komið
ykkur saman um þetta, þá steyp-
um við veginn alla leið suður til
Keflavíkur," og þar með leystist
þetta mál á farsælan hátt.
Kona Emils var Guðtlnna Sig-
urðardóttir frá Kolsholti í Flóa.
Hún er dáin fyrir nokkrum ár-
um. Böm þeirra em þessi: Ragnar,
arkitekt, Reykjavík; Vilborg, bú-
sett í Bandaríkjunum; Jón raf-
virki, Hafnarfirði; Sigurður
Gunnar, viðskiptafræðingur,
Hafnarflrði; Sighvatur Birgir,
sóknarprestur, Ásum Skaftár-
tungum og Guðrún, hjúkrunar-
kona, Hafnarflrði.
Minning um góðan dreng mun
lengi lifa.
Ólafur Björnsson
Ragnar Guðleifsson.
FAXI 7