Faxi

Árgangur

Faxi - 01.01.1987, Blaðsíða 9

Faxi - 01.01.1987, Blaðsíða 9
Fró vinstri: Kristrún Helgadóttir 1. forseti, Helga Jónsdóttir, Ásdís Jóhannsdóttir, Svana Runólfsdóttir, Fjóla Sigurbjömsdóttir, Guðrún Björgvinsdóttir, Gudlaug Jóhannsdóttir, Harpa Iwvaldsdóttir, MargrxSt Jakobsdóttir nóvemndi forseti. A myndina vantar Sigrúnu Ámadóttur. GLÆSILEGUR AFMÆLISFUNDUR Tíu ára aimæli Inner-Wheel klúbbsins í Keflavik veldanna ræddust við í Reykja- vík. Og nú eftir þann fund, er og verður enn meir ltnúið á af hálfu jarðarbúa, að þeir sem ráða örlög- um okkar og tilvist stígi raunhæf skref í afvopnunar- og friðarátt. Það fór hryllingur um margan hug, þegar fyrsta kjarnasprengjan féll. Þó var þá styrjöld og enginn óvanur válegum tíðindum. Arin liðu. Kjarnorka í ffiðsamlegum tilgangi, segja menn. Og þegja um þá staðreynd, að hvert kjarnorku- ver hleður upp banvænum efn- um, sem eyðast ekki um aldir. Og slysið f Chernobyl hefur sett oss hljóða, gert oss ljóst, að hættan stafar ekki af tækninni sjálfri, heldur af mannlegum mistökum. Við stöndum frammi fyrir há- tækniháska. Því ægir sú tilhugs- un, að tæknin gæti útrýmt öllu lífi á jörðinni á snöggu augabragði. Sá kvíði myndi óbærilegur, ef ekki væri vonin. Hún bjarmar í myrkrinu, þrátt fyrir allt. Þess vegna er baráttan fyrir friði köllun og hugsjón. Rótarý vekur vonir fæddra barna og óborinna í þróunarlönd- unum, þar sem næstu tvo áratug- ina, allt til ársins 2005 á aldaraf- mæli rótarýhreyfmgarinnar, verða hundruðir milljóna barna bólusett gegn lömunarveiki, berklum og öðrum skæðum sjúk- dómum. POLIO-PLUS heitir þetta mikla rótarýverkefni, sem unnið er í náinni samvinnu við stofnanir Sameinuðu Þjóðanna. Stefnt er að því að alþjóðahreyfing Rótarýs ljái þessu verkefni 120 milljón dollara framlag. Einnig við íslensldr rótarýmenn ætlum að vera með. Og aftur segi ég: ... Nýtt rótarý- ár er byrjað. Tökum því opnum örmum. Og meðal verkefna okkar er að brydda upp á einhverju nýju í starfseminni, hver í sínum klúbbi og í rótarýumdæminu í heild, því að það er alltaf betra að gera eitthvað óskipulega en að gera ekkert skipulega. Oft er spurt: Hvernig á góður rótarýfundur að vera? Eitt fátæk- legt svar: Hann má gjarna bera virðulegan blæ formfestu við fundarsetningu og hlýlega kynningu gesta. En síðan yfirbragð gleði, viðræna og kímni. Fundarefni á helst að vera fjölbreytilegt frá fundi til fundar. Og þar geta rótarýfélagarnir lagt ótrúlega mikið fram sjálfir. For- seti á líka að fylgjast með merkis- dögum rótarýfélaga, frama þeirra, stöðuhækkun eða viður- kenningu og minnast þess á rótrý- fundi, — gera fundina vinalega. I rótarýklúbbi á einnig að gera sér dagamun: Jólafund, sumar- ferð, haustferð, sona- og dætra- fund, árshátíð, heimsókn til annars rótarýklúbbs. Svo eitthvað sé nefnt. Rótarýfélagar, virðulegir gestir. Við hjónin höfum undanfarnar vikur heimsótt rótarýklúbbana sem ijarst eru höfuðborgarsvæð- inu: Norðurland, Austfirði, Vest- urland, Vestfirði, Vestmannaeyj- ar. Og aldrei sem fyrr hef ég sann- færst um hvað eyjan vor er rík og gjöful, þrátt fyrir kletta sína, fljót, sanda, fjöll og öræfi. Ævintýra- heimur lykur um gestinn. En mest er þó um vert, mannlífið, fólkið sem ræktár landið, sækir sjóinn og myndar íslensku lífs- keðjuna. TVímælalaust á það skil- ið sömu þjónustu og íbúar ann- arra landshluta. Það á sinn hlut af auði íslands. Herra forseti. Einn af hornsteinum rótarý- starfseminnar er mannleg sam- skipti kunningja og vina. Mestur ritsnillingur íslenskrar tungu, Snorri Sturluson, segir svo í Skáldskaparmálum: , .Hvernig skal kenna manninn? Hann skal kenna við verk sín, — það er hann veitir eða þiggur eða gerir“. Og í engu kemur drengskapur betur fram en því, hvernig menn halda orð sín og fyrirætlanir, — hvernig þær ávísanir greiðast, er menn gefa á sjálfa sig. En lífið er löngum snúið tveimur þáttum: Fyrirætlunum og framkvæmd. Markmið okkar á nýju rótarýári geta og eiga að verða margs konar. Hið fyrsta er félagsskapurinn, kynnin, vináttan. Því að Rótarý ert þú.Milljón menn í 22.000 rótarýklúbbum í 160 þjóðlönd- um. Og til okkar berast þessi skila- boð frá MAT CAPARAS forseta Rotary International: „Rotary Brings Hope“. — „Rótarý vekur vonir“. Brauð handa hungruðum, vatn til handa þyrstum, sjúkum betri heilsa, börnum von og vissa um lengri lífdaga og heilbrigðara líf. Von um frið og kærleika manna og þjóða í milli. Vonin er framtíðarsýn. Það er hún sem stjórnar móður og föður, þegar þau leiða barn sitt fyrstu sporin. Barnið er vanmáttugt í hörðum heimi, þó að til þess sé stofnað af ást og umhyggju. Okkur dreymir um betri heim. Menn vona að feigðarmerkin þoki fyrir lífsins fyrirheitum. Og vonin er góðum félagsskap hið sama og birtan traustu húsi. Án hennar væri dimmt og kalt, þrátt fyrir alla tækni - þrátt fyrir öll vísindi. Vonin eflir barnið í manninum og beinir sjónum hans til himins. Kannski er trúin, frels- ið og vonin eitt og hið sama. Félagskonur í þessum samtök- um eru konur Rótarýmanna og eru starfandi um allan heim þar sem Rótarý fær að starfa. Hér í Keflavík stofnuðu þær klúbbinn fyrir 10 árum og héldu upp á af- mælið á Glóðinni 20. janúar s.l. Húsfyllir var, þar eð þær buðu mönnum sínum og fleiri gestum til afmælishófsins. Margrét Jakobsdóttir, forseti klúbbsins stjórnaði samkvæminu og flutti skemmtilega ræðu en aðalræðu kvöldsins flutti Kristrún Helga- dóttir, fyrsti forseti klúbbsins. Hún sagði sögu og tilgang Inner Wheel, sem í stuttu máli er, að styðja og stuðla að Rotary, sem hefur að megin markmiðum að efla kynni og vináttu, virða rétt allra manna án tillits til litarhátt- ar, stjórnmálaskoðana, trúar- bragða eða búsetu og að treysta þjónustuhugsjónina í daglegum störfum — auk ýmissa hugsjóna, verkefna sem til falla, eins og Rótary vinnur nú að við útrým- Kæru vinir og rótarýfélagar. Innsti kjarni klúbbþjónustunn- ar er mannleg samskipti. Mennskur félagsandi, persónuleg velvild er undirstaða árangursríks samstarfs í Rótarý. Þessi er ósk mín og von: ad árið okkar framundan verði eftirminnilegt í umdæminu og öll- um rótarýklúbbunum í umdæmi 136, ad þið athugið um stofnun þjón- ustuklúbbanna Interact eða Rotaract eða KARLS ÞRIÐJA, ad rótarýstarfið hafi gleðilegt yfirbragð því að þú þarft að hlakka til rótarýfundarins þíns. ingu kúabólusóttar, með því að öll börn í heiminum verði bólusett fyrir árið 2000. Heimaverkefni eru líka stöðugt til staðar. í hófinu fór fram öflugt skyndihappdrætti með um 30 vinninga - þar á með- al utanlandsferð fyrir einn. Happdrættið skilaði kr. 70.500.-, sem rennur óskipt til þroskahjálp- ar á Suðurnesjum. En þann félagsskap hafa Inner Wheel konur hér stutt dyggilega. Afmælishóf þetta var fyrir margra hluta sakir hið ánægjuleg- asta. María Guðmundsdóttir, ágæt sópran söngkona söng nokk- ur lög við undirleik Sólbjargar Sveinsdóttur, tónlistarkennara. Einnig spíluðu ljúfa dinner músík lengi kvölds þeir Steinar Guð- mundsson á píanó og Kjartan Már Kjartansson, skólastjóri Tónlist- arskólans í Keflavík á fiðlu. Kvöld- stund til ánægju og sóma fyrir Inner Wheel í Keflavík. Félagar og vinir. Rótarý boðar góðvilja, þjónustu, vináttu. Okk- ar markmið, embættismanna Rótarý, forseta, ritara, umdæmis- stjóra, allra rótarýfélaga - mark- miðið er að hlúa að starfinu, að rótarýfundunum, — að félagar og gestir finni sig notalega heima. Varðveitum því samheldnina og drenginaí sjálfum okkur. Komum til rótarýfundanna með glöðum huga - félagar félaga okkar, - og minnumst þessa alla tíð: „að sá sem vinur er, — mun vini finna.“ Ég óska ykkur velfamaðar í starfi og einkalífi öllu. J.T. RtXl 9

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.