Faxi

Árgangur

Faxi - 01.01.1987, Blaðsíða 10

Faxi - 01.01.1987, Blaðsíða 10
Valgcrdur Guðmundsdöttir jrá Klöpp giftist Dagbjarti Einarssyni frá Garðshúsum og eignaðist með honum 9 börn. Dóttir þeirra Valbjört býr í Bandaríkjunum en d myndinni eru, standandi frá vinstri: Bryndís, Margrét, Guðrún, Einar, Guðmundur og Jóhanna. á síðustu áratugum Elstu menn minnast þess, að í byggðum Suðumesja vom heima- menn sárafáir, aðeins örfá hundr- uð og á vertíðum urðu vermenn jafnvel fleíri en skráðir íbúar. Algengt var að vermenn réðu heim til sín kaupakonur úr röðum heimasæta og úr því varð stund- um hjónaband. Sumar festu sér röska sveitapilta og gerðu þá að sjómönnum í heimabyggð. Allur gangur var á þessu og mikil dreif- ing inn og út á við. Þegar frá líður slitna því oft tengsl milli kunn- ingja og jafnvel náins ættfólks. Hér er gott dæmi um þetta: Guðjón Kristórfersson, Háaleiti 1 í Keflavík, stakk að mér mynd af afa sínum, Bjarna Jónssyni frá Melbæ í Grindavík, en Bjami flutti til Vestmannaeyja til Þór- kötlu dóttir sinnar er hann varð ekkjumaður. Jón Jónsson, faðir Bjama, og kona hans Valgerður Guðmunds- dóttir bjuggu í Þórkötlustöðum um og eftir 1860. Þau eignuðust 3 dætur og 3 syni. Út af þeim eru komnir stórir ættbálkar sem átt hafa leiðir og búsetu um allt land raunar sumt líka erlendis. Eins og dður er frá sagt eru afkomendur Guðmundar Jónssonar i KIöpp, sá œttleggur sem fœrt he/ur Jóni á Þórkötlu- stöðum flesta afkomendur. A þesssari mynd er Árni Guðmundsson á Tbigi ásamt konu sinni Ingveldi Þorkelsdóttur, meðbörnin. Aftari röðfrá vinstri: Margrét, DagmarMaría, Þorke/J, Jón, Ármann, Guðmundur, Laufey. Sitjandi: Unn- ur, hjnnin ÁmiogIngveldurog Vilborg. TVo drengi misstuþau hjónin ífrumbernsku, þá Inga Ármann og VilborgMagn- ús. Ámi varformaðurogútgerðarmaður íáratugi. Hann varafburðagóðurbassasöngvari. Þau hjón voru bœðiglœsileg og skörtuðu gjarnan sínu bestu þegar þau fóru afbœ og vöktu því athygli. Árni er nú 95 ára, vistmaður á Hrafnistu í Hafnarfirði. Þrátt fyrir háan aldur er reisn yfir Áma, karlmannlegur og hlýr viðmóti. Ingveldur var frá Þorbjarnar- stöðum á Hraunum. Hún dó áríð 1970.

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.