Faxi

Árgangur

Faxi - 01.01.1988, Blaðsíða 10

Faxi - 01.01.1988, Blaðsíða 10
MINNING Magnús Geir skipstjóri f. 20. sept. 1937 — d. 8. janúar 1988 i 8. janúar er greyptur í vitund okkar allra. Við vorum sameinuð í sorg þegar við fréttum að Bergþór KE 5 hefði sokkið út af Sandgerði og með honum farist tveir menn sem við minnumst í dag með virð- ingu og þökk. Við vorum einnig sameinuð í þakkargjörð yfir björg- un mannanna þriggja. Slysinu fylgdi mikil innri barátta sem gekk næst þeim sem mest hafa misst. Innra með þeim risu öldur söknuðar og sorgar. Allt skal það Guði falið með bæn um að hann lægi þær öldur og gefi þann frið sem er æðri öllum skiln- ingi og heimurinn getur hvorki gefið né frá oss tekið. Við komum hingað í sorg, við skulum halda héðan í von, — þeirri eilífu von sem fær alla skugga til að flýja. Á helgri hátíð jólanna, sem voru nýliðin þegar slysið varð, vorum við minnt á að það er ekkert í þessu lífi sem Kristm gengur ekki í gegnum með okkur. Hann hefur verið með okkur í dalnum dimma og mun gera hann bjartan. Kristur kom inn í mannleg kjör á jólum. Hann er nær sem sá er huggar og styður og það er hann sem segir á dauðastund: „Óttastu ekki“. II Magnús Geir Þórarinsson, skip- stjóri á Bergþóri KE 5, fæddist í Garðinum 20. sept. 1937, sonur hjónanna Þórarins Guðmunds- sonar, sem þaðan var ættaður og Sveinborgar Jensdóttur, sem ætt- uð var úr Önundarfirði. Ungur lærði hann að treysta Guði og fela honum vegu sína. ,,Ég trúi á Guð og skammast mín ekki fyrir það,“ sagði hann. TVú- ræknin fylgdi honum alla tíð. Bæn var beðin í upphafi sjóferðar og að kvöldi við hvílu bamanna. Magnús ólst upp í Garðinum í stómm systkinahópi. Systkinin vom 9 talsins. Þau em öll búsett á Suðumesjum og hafa þegar skilað drjúgu dagsverki. Magnús hóf snemma störf við sjóverk og bú- skap. Orð læriföður hans í bama- skóla, „vinnan er móðir alls“ mótuðu lífsafstöðu hans. Þau em yfirskrift yfir lífi hans. Drengur sem þannig er hvattur til dáða var efni í aflamann, enda gekk það eftir. Þegar eftir fermingu, og hálfu ári betur í framhaldsdeild, fór hann í róðra með föður sínum. Þeir vom á fæmm og söltuðu allan sinn fisk. „Það var stundum nokkuð erfitt,“ segir hann í ágætu viðtali við Guðmund Jakobsson í bók- inni: Mennimir í brúnni, en hann mundi þó ekki mikið eftir því að hafa verið þreyttur og vann við frystihús Gerðabátanna, þegar þeir feðgar gátu ekki róið. Á upp- vaxtarámm í Garðinum varð hann snemma mikill að burðum og lærði margt í skóla lífsins. Þótt hann byggi síðar í Keflavík, þá stóðu bemskuslóðir alltaf hjarta hans næst. 15 ára gamall réði hann sig til sjós. 18 ára réðst hann til aflamannsins Eggerts Gíslason- ar á Víði II., sem seinna nefndist Freyja. Hjá honum var hann í fjög- ur ár, síðasta árið sem stýrimaður. Magnús kvæntist Ástu Erlu Ósk Einarsdóttur5. des. 1959. Húner dóttir hjónanna Einars Sveinsson- ar, sem ættaður var úr Grindavík og Jónínu Helgu Þorbjömsdóttur, sem ættuð var úr Borgarfiiði. Hjónaband þeirra var farsælt og gott. Þeim varð þriggja bama auð- ið. Einar Þórarinn er elstur, kona hans er Bryndís Sævarsdóttir og em þau búsett hér í Keflavík, þá Guðbjörg, maður hennar er Vignir Demusson og em þau við nám í Danmörku og loks Sigurvin Berg- þór, sem er nemandi og í foreldra- húsum. Augasteinn Magnúsar var sonarsonurinn Sævar Magnús Einarsson. Fjölskyldan er einstaklega sam- stillt og samvalin og afar kært með þeim öllum. Það er nú huggun Þórarinsson harmi gegn. Fjölskyldan leitaði jafnan til Magnúsar og hann var afar réttsýnn og sanngjam. Fjöl- skyldu sinni var hann meira en orðfálýst. Húnhefurmikiðmisst. Það er von mín að allt sem hann gaf af sér verði þeim nú styrkur. Magnús var hress og glaðvær og skipti ekki oft skapi. Hann lét aðra aldrei fmna að hann hefði áhyggjur. Hann hugsaði afar vel um fjölskylduna, heimilið og bát- ana sem hann sótti sjóinn á í þrjá- ti'u ár. Hann hafði unun af gróðri og útivist og ræktaði vel garðinn sinn bæði heima og við sumarbú- staðinn. Magnús fór út í útgerð með tveimur bræðrum sínum. Þeir gerðu út bátana: Andra, Sigurð, Valþór, Amþór og Bergþór og verkuðu einnig fiskinn. Þeir keyptu bátinn Andra 36 tonna Landssmiðjubát, sem upphaflega hét Skrúður. Allar þær tíu vertíðir sem Magnús var með hann reynd- ist hann ágætis skip. En svo fór að báturinn fórst og með honum þrír menn. Þegar það gerðist var Magnús með annan bát þeirra bræðra Sig- urð frá Vestmannaeyjum, 87 tonna bát sem smíðaður var í Dan- mörku 1960. Hann tók við honum 1969 og var með hann tvö ár. Bát- urinn lánaðist vel og Magnús taldi þetta skemmtilegasta tímabil sitt á sjó. Þessum bát vom gefin nöfnin Bergþór og síðar Valþór. En svo fór að þeir misstu hann einnig, er þeir vom að aðstoða flutningaskip sem fékk tóg í skrúfuna, er það var að fara frá bryggju í Keflavík og skipti þá engum togum að báturinnn fór upp í bergið í norð-austan hvass- viðrinu, þar sem hann brotnaði niður, en mannbjörg varð. Árið 1971 keyptu þeir bræður Sólfara frá Akranesi, sem þeir nefndu þegar Bergþór. Þetta var norskt stálskip, 146 tonn, skemmtilegt og gott skip í alla staði að hans sögn. 1977 fór Magnús út í sjálfstæðan rekstur og keypti lítinn bát sem nefndist Sæborg. Honum var einnig gefið nafnið Bergþór og gerði Magnús hann út sjálfur. Síð- an keypti hann Bergþór KE 5, 87 tonna bát, sem áður nefndist Gunnhildur og gerði úr honum fallegan og eftirsóttan bát, einn best búna bátinn í Suðumesjaflot- anum í sínum stærðarflokki. Magnús var lengst af með sömu menn um borð. Einn mannanna þriggja sem komust af 8. janúar, Sverrir Víglundsson, hefur verið með honum frá 17 ára aldri, í 19 ár. Það segir sína sögu. Magnús sótti sjóinn fast, eins og sagt er um Suðumesjamenn. Menn vom ánægðir um borð hjá honum. Hann hugsaði vel um skipsfélag- ana, var félagi þeirra og vinur og hafði vakandi auga fyrir búnaði skipanna. Síðustu fimm sumur var hann í landi, þegar báturinn var á hum- arveiðum. Sonur hans, Einar Þór- arinn, var með bátinn þrjú þau síðustu. Þau hjónin vom þá löng- um í sumarbústað sínum í Þrast- arskógi, þar sem hann undi vel við gróðurrækt úti í náttúmnni. Sá tími er nú ljúf minning. En Magn- ús Þórarinsson var alltaf á bryggj- unni þegar báturinn kom og fór, — það brást aldrei. III Við höfum leitt hugann að þeim bátum sem hann gerði út. Hann k FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.