Faxi

Árgangur

Faxi - 01.01.1988, Síða 15

Faxi - 01.01.1988, Síða 15
Helgi Hólm: ORUGGARI UMFERÐ - ÞJÓÐARÁTAK 1988 í upphafi árs þykir mörgum ástæða til að stíga á stokk og strengja heit og gefa góð fyrirheit um framtíðina. Síðustu ár hafa verið okkur íslendingum gjöful og ber að fagna því. Og við skulum ótrauð fagna nýju ári með nýjum tækifærum. Faxi vill við þetta tækifæri beina athygli lesendanna að um- ferðarmálum, en þau munu verða í brennidepli á þessu ári Ýmsir aðilar í þjóðfélaginu hafa tekið höndum saman um að framkvæma svonefnd þjóðarátak í umferðarmálum. Satt best að segja má það ekki seinna vera. Faxi hvetur íbúa Suðurnesja til að taka af fullum krafti þátt í þessu átaki. Umferðaróhöppum og slysum fer sífellt íjölgandi. Það þarf víst engan að undra, að átaks sé þörf í umferðar- málum okkar Islendinga. A undanförnum árum hefur gífur- lega mikið tjón hlotist af óhöppum í umferðinni, en á síðasta ári tók fyrst kólfinn úr. Frásagnir af slysum og árekstrum svo tugum skiptir hafa verið daglegir viðburðir og það þykir tæpast fréttnæmt lengur. Afleiðingar þessara slysa hafa verið hræði- legar. Fjöldi manns hefur tapað lífi sínu og fjölmargir hafa hlotið örkuml og meiri háttar meiðsli. Líf íjölda íjölskyldna hefur verið lagt í rúst. Þessu til viðbótar kemur svo gífurlegt eignatjón. Nú er mál að linni. Hvemig má bregðast við þessum vanda. Til að fá svar við þessari spurningu, þá verður að skoða helstu orsakir umferðaróhappa. Gáleysi við akstur og oft hreinn glannaskapur, lélegur öryggisbúnaður og ölvun við akstur virðast vera meðal þeirra orsakavalda sem oftast koma við sögu. Öll þessi atriði eru þess eðlis, að mögulegt er þar úr að bæta. Sem ökumenn verðum við að þekkja þá ábyrgð sem á okkur hvílir. í hvert skipti sem ökumaður sest undir stýri þarf hann að einsetja sér að aka varlega. Látum heitstreng- ingu þessa árs innihalda loforð um meiri varúð í umferðinni. tengst verkefninu en framundan er að virkja hópana, setja verkefni af stað og fylgja þeim eftir. Milli jóla og nýárs á síðasta ári voru haldnir vinnufundir með flestum hópunum til að ræða um framhald verkefnis- ins og kom fram mikill áhugi. Til- lögur hópanna voru í raun mjög praktískar en þurfa nánari útfærslu við. Iðnþróunarfélagið mun leggja kapp á að tryggja áframhaldandi rekstur verkefnisins en jafnframt reyna að útvega Ijármagn til ákveð- inna verkþátta. Hér er einkum átt við t.d. aðkeypta vinnu sérfræðings vegna námskeiðs eða námstefnu, vegna kynnisferðar á sýningar eða fýrirtækjaheimsóknir o.s.frv. Það verður að segjast hér að það er mjög erfitt að fá styrk í verkefni af þessu tagi og því væri ráð fyrir hópana að velja aðeins fá verkefni til úrlausnar og helst þau sem mestar líkur eru á að skili árangri. I umræðum hjá hópunum hefur komið fram að þörf sé á fjárfesting- arfélagi eða sjóði sem sé í stakk bú- inn að ijármagna arðbærar hug- myndir í samráði við framkvæmda- aðila. Venjulega tekur langan tíma að fá arð af nýstofnuðum fyrirtækj- um og því getur mikill fjármagns- kostnaður oft eyðilagt góðar hug- myndir strax á fyrsta ári. Þessi sjóð- ur gæti hugsanlega nýst ÞRÓUN- ARVERKEFNINU þannig, að af- lokinni frumskoðun á hugmynd eða tilteknu verkefni, gæti sjóðurinn tekið þátt í stofnun á hlutafélagi í tengslum við viðskiptahugmyndina ef hann teldi arðsemina í lagi. Með þátttöku sjóðsins í hlutafé- laginu lucmi inn aukið eigið fé og þar með ykjust lífslíkur hins nýja fé- lags á viðkvæmu tímabili uppvaxt- ar. Þegar hlutafélagið væri farið að skila arði seldi sjóðurinn hlutafélag- inu eða hluthöfum þess hlut sinn. Stjóm Iðnþróunarfélags Suður- nesja hefur nú ákveðið að halda að- alfund sinn þann 27. febr. næst- komandi þar sem lagt verður til að félaginu verði formbreytt í hlutafé- lag og að félaginu verði gert kleift að fjárfesta í arðbærum fyrirtækjum. Þessi ákvörðun hefúr átt langan að- draganda en ég fullyrði að ÞRÓUN- ARVERKEFNIÐ og sú umræða sem það hefur skapað hefur átt sinn þátt í að stjóm félagsins vill láta til skar- ar skríða. Iðnþróunarfélagið hefur fram að þessu boðið upp á rekstrar- ráðgjöf og staðið fyrir námskeiða- haldi en með formbreytingunni er mögulegt að fá inn aukið fé til fé- lagsins og nota það fé til þátttöku í uppbyggingu arðbærra atvinnufyr- irtækja. Með því færi félagið fleiri leiðir að markmiðum sínum og reyndi að hafa áhrif á þá atvinnu- greinaþróun sem á sér stað á Suður- nesjum. Lokaorð Þróunarverkefni fyrir sveitarfélög á Suðumesjum er verkefni sem ég tel að halda beri áfram. Fyrsta hluta verkefnisins þ.e. und- irbúningshlutanum er lokið og framundan er að vinna úr þeim hugmyndum sem fram hafa komið hjá hópunum, velja álitlegustu hug- myndimar og hrinda þeim í fram- kvæmd. Áframhaldandi rekstur þróunarverkefnisins byggist því á að samræma störf einstakra vinnu- hópa þannig að ekki komi til skömn og aðstoða einstaka hópa við skoð- un og mat hugmynda, halda reglu- lega fundi með stjóm verkefnisins, með vinnuhópunum og hópstjómm þess. Mjög nauðsynlegt er að menn gefi þessu verkefni góðan tíma t.d. eitt ár en að þeim tíma liðnum meti ár- angur og taki ákvörðun um frarn- haldið. Hér á landi er nú staddur norski ráðgjafinn sem lagði á ráðin við upphaf verkefnisins. Hann mun skoða hvemig staðið hefur verið að framkvæmd þróunarverkefhisins til þessa, meta árangur og leggja á ráðin um framhaldið. Jón Unndórsson. ðl FAXI 15

x

Faxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.