Faxi - 01.01.1988, Síða 22
Skúli Magnússon:
Sjóslysaannáll
Keílavíkur
25» hluti
..
r
«»» :
. ,-y
Flutningaskipid Katla.
1964
Tvö skip hætt komin í
Keflavíkurhöfn
Skömmu fyrir hádegi, föstudag-
inn 31. jan. 1964, var lokið við að
skipa út í m.s. Kötlu 9.721 tunnu af
saltsíld. Alls var farmurinn þrettán
hundruð lestir. Katla lá við hafnar-
garðinn. Klukkan 11,35 voru land-
festar leystar og skipið sigldi frá
garðinum á hægri ferð. En nær
samstundis stöðvaðist vélin og
komst ekki í gang. Stafaði það af
lofti sem komst á eldsneytiskerfi
vélarinnar. Austan strekkingur var
á, fimm vindstig, og stóð vindur upp
Prentum
allar gerðir
af
eyðublöðum
fyrir tölvur.
Reynið
við-
=skipt.in
Grágás hf.
Vallargötu 14 - Keflavík
Sími 11760, 14760
ALHLIÐA
PRENTÞJÓNUSTA
áhöfnina. Lánú Katla f löt fyrir vindi.
Hefur hún því enn ekki verið komin
fyrir garðsendann. Skipið hóf strax
að reka undan vindi, en stutt er upp
í fjöruna. Vír var strax kastað frá
Kötlu aftanverðri og var hann festur
við garðinn. En vírinn slitnaði. Um
leið voru bæði akkeri skipsins látin
falla og gátu haldið framhluta skips-
insfráfjörunni. í sama mund kenndi
skipið grunns að aftan, rak hælinn i
grjótið. Var stefni Kötlu þá komið i
stefnu á garðsendann.
Vélþáturinn Eldey, lá áður utan á
Kötlu við garðinn, en færði sig er
Katla fór frá. Eldey var með vél í
gangi. Skiþverjar voru um borð í
beitningaskýli, að undirbúa róður. Á
bryggjunni fylgdust menn með því
sem fram fór. Dreif lika að fjölda
manns sem fylgdist með ofan af
bakkanum. Kölluðu nú nærstaddir
menn til Eldeyjarmanna og bentu á
hvernig komið væri. Leystu þeir
strax festar og bökkuðu Eldey á
fullri ferð út að Kötlu, sem nú lá með
skut í fjöruborði en stefni til hafs.
Liðu vart meira en fjórar til fimm
mínútur frá því Eldey lagði úr höfn
þar til taug var komin á milli skip-
anna. í fjarveru skipstjóra, var stýri-
maður Eldeyjar, Henrý Kristjáns-
son, um þorð. Fyrsti vélstjóri, Haflið
S. Kristjánsson, var á leið niður á
bryggju, er Eldey bakkaði frá. Lóðs-
báturinn flutti hann yfir í Eldey.
Er Eldey bakkað að Kötlu, hentu
Kötlumenn kastllnu með vlr, yfir til
Eldeyjar, en línan slitnaði er byrjað
var að draga. Nær samstundis
hentu Kötlumenn nýrri nælon-
trossu yfir I Eldey. Náðist hún og var
fest. Setti Eldey nú á fulla ferð, en
ekki hreyfðist Katla. Var enn bætt
hestöflum við vélina og mjakaðist
Katla þá út. Síðan var kraftur vélar-
innar aukinn til hins ýtrasta. Fór
Katla þá að smá mjakast úr fjörunni.
Eldey togaði út afturenda Kötlu upp
í vindinn. Var þetta mun erfiðara, en
ef skipið hefði verið tómt.
Þegar óhappið átti sér stað var
vélbáturinn Vilborg KE 51, nýlega
komin til hafnar. Vél bátsins var í
gangi og fór skipstjórinn, Grétar
Helgason, óumbeðið, Eldey til að-
stoðar. Enda virtist um tíma svo að
Eldey tækist ekki að draga Kötlu út.
Er Vilborg kom að Kötlu aftanverðri,
köstuð Kötlumenn taug yfir í Vil-
borgu. Hugleiddi Grétar í fyrstu, að
toga í með Eldey, en sá að þess
þurfti ekki. Fór Vilborg þá aftur upp
að þryggju og taugin var fest við
bryggjuna. Aftur hélt Vilborg út og
beið nú átekta við stefni Kötlu. Var
nú skammt í útfallið og mátti björg
un Kötlu ekki dragast öllu lengur. Er
Grétar sá, að skrúfa Kötlu var komin
í gang, hélt hann aftur að bryggju.
Er Katla var laus hófu menn þar
um borð, að draga skipið i átt að
garðinum á tauginni, sem Vilborg
flutti þangað. En ekki hafði vindan á
Kötlu undan togum Eldeyjar, sem
nú var komin á fulla ferð. Var taug-
inni þá sleppt frá garðinum.
Var Eldey nú búin að snúa Kötlu
og voru bæði skipin komin út fyrir
garðinn. Þá var kl. 11,58 og vélar
Kötlu komnar í gang. Björgunin sjálf
tók því rúmlega tuttugu mínútur.
Sneri Katla nú við með aðstoð Eld-
eyjar og hélt þegar til Akraness. Þá
varkl. 12,11. Vildi þásvotil, aðtaug-
in á milli skipanna, losnaði frá Kötlu
og lenti í skrúfu Eldeyjar, áður en
Eldeyjarmenn gátu losað hana hjá
sér. Fór taugin í skrúfu Eldeyjar og
rak nú bátinn í átt að landi. Hélt
Katla áfram ferð sinni, en lét Kefla-
vlkurradíó vita hvernig komið var.
Vilborg var með vél í gangi, hélt
þegar út og dró Eldey að bryggju.
Síðar kom í Ijós, að Katla var
óskemmd. Andri Heiðberg, kafari,
skoðaði skipið, og fann einungis
nokkrar dældir á kjölplötu að aftan-
verðu. Aldrei sannaðist hvort þær
væru vegna strandsins.
Síðar höfðaði Jóhannes Jóhann-
esson, mál fyrirsína hönd og áhafn-
ar Eldeyjar, fyrir Sjó- og verslunar-
dómi Keflavíkur, gegn Eimskipafé-
lagi Reykjavíkur h.f., sem átti Kötlu.
Var málið dómtekið 28. janúar
1965. Krafðist Jóhannes greiðslu
björgunarlauna. En gagnaðili taldi
að hér væri um aðstoð að ræða.
Krafa Jóhannesar var m.a. byggð á
hinu háa matsverði Kötlu og farms
þess, sem i henni var við strandið.
1
Eldey KE-37.
22 FAXI