Faxi

Volume

Faxi - 01.01.1988, Page 23

Faxi - 01.01.1988, Page 23
Katla, sem var 1331 lest, smíðuð 1948, var með 1600 hestafla Diesel Polar-vél, var virt á 14 millj- ónir og 200 þúsund kr. Síldin var virt á 14 milljónir og 305 þúsund kr. Krafðist Jóhannes Va af matsverði, rúmlega 10 milljóna króna. Auk þess tæpra 567 þúsund króna vegna aflataps, er skipið var I slipp. Tók viðgerð þess heilan mánuð. Það var (febrúar, á besta vertíðar- tíma. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu, að hér væri um björgun að ræða. Voru björgunarlaun talin ihæfilega 1 milljón og 200 þús. kr. að viðbættum vöxtum. Bætur vegna aflatjóns taldi dómurinn hæfilegar 325,000 kr. Eimskipafé- lag Reykjavíkur skaut málinu til Hæstaréttar. Þar hækkuðu bjarg- laun um 300 þús. kr. Grétar Helgason höfðaði einnig mál gegn Eldey h.f. og Eimskipafé- lagi Reykjavíkur. Gagnaðilar voru sýknaðir og Grétar fékk engar greiðslur. Björgun Eldeyjar En Kötlumál voru ekki úr sög- unni. Þrítugasta mars 1966, var dómtekið í bæjarþingi Keflavíkur mál sem Grétar Helgason höfðaði gegn eigendum Eldeyjar, er Vilborg bjargaði skipinu þegar taugin fest- ist (skrúfunni. Við réttarhöld sagði skipstjóri Kötlu, Jóhann Sigurjónsson, að hann hefði kallað til skipverja á Eld- ey, að sleppa tauginni. En um leið slökuðu þeir á henni og lenti hún i skrúfu Eldeyjar. Taugin var þá enn föst í Kötlu, en Kötlu-menn löguðu hana til. Er Jóhann sá þetta gaf hann fyrirmæli um að sleppa taug- inni frá Kötlu. Taugin frá Kötlu var fimmtíu til sextíu faðmar, lenti mið- hluti hennar ( skrúfu Eldeyjar. Henrý Kristjánsson, stýrimaður á Eldey, sagðist aldrei hafa heyrt nein merki frá Kötlu um að sleppa taug- inni. Katla hefði þess i stað haldið viðstöðulaust áfram, án þess Eld- eyjar-menn gætu losað s(n megin. Síðan hafi taugin verið losuð hjá Kötlu og lent um leið í skrúfu Eldeyj- ar, þar eð Eldey bakkaði til að fá slaka á taugina. Þegar Eldey var nú hjálparvana rak hana í átt að landi, sennilega á milli Skarfaskers, sem kemur upp úr á fjöru, og Stekkjarhamars. Úr landi fylgdust margir með þessu. Meðal þeirra var Jóhannes Jóhannesson, útgerðarmaður Eldeyjar. Fór hann nú um borð í Vilborgu, þar sem hún lávið bryggju, og baðGrétarum að- stoð. Hélt Vilborg þegar frá bryggju. Þar var Jóhannes Jóhann- esson um borð. Er báturinn kom að Eldey, var hún u.þ.b. þrjár báts- lengdir frá grýttri fjörunni. Renndi Vilborg að bakborðssíðu Eldeyjar og kastað var taug yfir í Eldey. Það mistókst. Línu var þá kastað frá Eld- ey yfir í Vilborgu. Var línan því næst sett föst. Dró Vilborg nú Eldey að bryggju. Þar skar froskmaður tóið burt úr skrúfu Eldeyjar. Var skrúfan mikið skemmd. Fór Eldey síðar í slipp. Undirréttur leit svo á, að hér væri um björgun að ræða, varla hefði mátt tæpara standa með björgun Eldeyjar. Meðdómendur töldu, að stýrimaður Eldeyjar hefði átt að varpa akkerum bátsins strax og tóið festist í skrúfunni. Fram kom við réttarhöld, að það var í undirbún- ingi, en frestað er Vilborg sást koma til hjálpar. Vélbáturinn Eldey var 139 lestir að stærð, smíðaður 1960. Skipið var virt á níu milljónir króna. Skyldi Eldey greiða Grétari Helgasyni 200 þús. krónur í björgunarlaun auk vaxta. Síðar hækkaði Hæstiréttur upphæðina ( 240 þúsund krónur. (Um atburðinn eru frásagnir í ölium dagblöðum 1. og 2. febr. 1964. í Mbl. 16. febr. er frétt um sjópróf, sem fóru fram 1. og 15. febr. 1964. Málsatvik ítarlega rakin í: Hæstaréttardómum 1965, bls. 600-615. Hæstaréttardómum 1966, bls. 11-19). Framhald í næsta blaði Vilborg KE-51. Tilkynning til viðskiptamanna HITAVEITU SUÐURNESJA Lokanir eru hafnar í öllum byggðarlögum vegna vanskila á orkureikningum. Lokunargjald nú er kr. 1.500,- Dráttarvextir 4,3% á vanskil. Innheimtustjóri símabœkur serviéttur gylling skartgripir Bólcabúð Keflavíkur Daglega í leiðinni FAXI 23

x

Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.