Faxi

Ukioqatigiit

Faxi - 01.01.1988, Qupperneq 24

Faxi - 01.01.1988, Qupperneq 24
ÍÞRÓTTIR Að þessu sinni munum við fjalla um handbolta og fimleika. í hand- boltanum hafa skipst á skin og skúrir, en mikill baráttuhugur er í leikmönnum. Fimleikafélagið hefur nýlega haldið aðalfund sinn og við skyggnumst í skýrslur og reikn- inga. Efst í deildinni Að íslandsmótinu í handbolta hálfnuðu er karlalið ÍBK í efsta sæti. Handknattleikur nýtur nú á ný vax- andi vinsælda á íslandi einkum vegna góðrar frammistöðu lands- liðsins. Er skemmst að minnast góðrar frammistöðu þess í Heims- bikamum sem leikinn var í Svíþjóð á dögunum, en þar voru sjálfir heimsmeistaramir af velh lagðir. Góður áhugi hefur verið hjá hand- boltafólki í Keflavík og em menn staðráðnir í að hefja þá íþrótt til vegs og virðingar. Einn af þeim mönnum sem mikið hefur starfað að þeim málum er Marel Sigurðsson og hefur Faxi beðið hann að fjalla í stuttu máh um það sem hefur gerst á þeim víg- stöðvum. Góður lesandi þegar þessar línur em ritaðar er handboltavertíðin hálfnuð og staða hinna ýmsu flokka nokkuð óljós, en ég ætla að fara gróflega yfir það helsta sem gerst hefur fram að þessu. Mfl. karla leikur í 3ju deild í ár undir stjóm Hauks Ottesen þjálfara frá Reykja- vík. Þegar mótið var hálfhað var hð- ið eitt í efsta sæti deildarinnar með einu stigi meira en næsta lið og er það vel viðunandi. Strákamir settu sér eitt takmark fyrir mótið, en það var að vinna sér sæti aftur í annarri deild að ári en hðið lék í þeirri deild síðastaleiktímabil. Keflavfkurliðið í ár er mjög sterkt það er skipað ung- um leikmönnum sem eiga vafalaust eftir að gera góða hluti í framtíðinni því meðalaldurinn er aðeins 20,6 ár. Eins og áður sagði er liðið í mjög góðu formi í ár sem sést best á því að liðið sigraði í Bikarkeppni Suður- nesja annað árið í röð á mjög svo glæsilegan hátt, en þar léku bæði U.M.F.N. og Reynir sem leika í ann- arri deild og em í efri hluta deildar- innar þar. Mfl. kvenna er nú í 3ja til 4ða sæti í annarri deild kvenna og verður að segjast eins og er að sá ár- angur er ekki eins og menn höfðu vonast eftir miðað við hvað liðið hef- ur marga góða einstaklinga í sínum röðum. Það er eins og stúkumar nái ekki að stilla saman strengi sína nema í einum og einum leik, því inn á milh koma mjög slakir leikir hjá þeim, það vantar meiri stöðugleika í leiki þeirra. En Gísh Jóhannsson þjálfari þeirra og stúlkumar em staðráðin í því að gera betur eftir áramótin og víst er að það em marg- ir leikir eftir ennþá og því engin ástæða til að örvænta um að stúlk- umar nái ekki sama takmarki og strákamir það er að vinna sér sæti í efri deild en þær em í núna, það er sæti í fyrstu deild á næsta ári. Þessir tveir flokkar okkar em í mestu bar- áttunni ár, báðir ætla upp um deild. Báðir flokkar hafa alla burði til að ná þessu takmarki en til þess þurfa þeir stuðning frá áhorfendum sem því miður hafa látið sig vanta á leiki þeirra til þessa í vetur. Vil ég nú vekja athygli þeirra sem áhuga hafa á, að H.R.K. tók þá ákvörðun að selja ekki inná leiki sína í vetur hjá neinum flokk. Því er ókeypis á alla leiki hjá Í.B.K. í Keflavík í vetur og ætti fólk því að láta sjá sig á leikjum hðanna nú eftir áramót og hvetja hð- ið í þeirri baráttu sem framundan er í vetur og hjálpa þeim þannig til að ná settu marki. Þá væri gaman að sjá foreldra mæta meira hjá yngri flokkunum og hvetja syni sína og dætur í leikjunum, en í yngri flokk- unum hefur árangurinn ekki verið nógu góður. Það má eflaust rekja þá ástæðu til þess að jafhaldrar þeirra á Reykjavíkursvæðinu hafa öllu fleiri æfingatíma en unglingamir hjá okkur, samt em margir mjög efnilegir einstaklingar sem ættu með réttri kennslu og þjálfun að getanáðlangtíþessariíþrótt. Þósvo að árangur í yngri flokkunum sé ekki nógu góður er einn flokkur sem staðið hefur sig frábærlega fram að þessu en það er 4. flokkur stúlkna undir stjóm Freys S. Sverrissonar, þær gerðu sér lítið fyr- ir og sigmðu í deildarkeppni 4ða flokks sem fram fór í Keflavík í vet- ur og urðu þar með deildarmeistar- ar í það skiptið. Það sem gerir ár- angur þeirra eftirtektarverðari er að þama léku þær gegn jafnöldmm sínum frá ýmsum stórliðum af höfuðborgarsvæðinu, þær eiga eftir að leika í nokkmm keppnum eftir áramót og em gallharðar á því að vinn íslandsmótið í sínum flokki og víst er að þær eiga að geta það, því þær em allar mjög efnilegar og eiga eftir að láta mikið að sér kveða í framtíðinni. Góðir lesendur það hefur verið stiklað á stóm um það sem gerst hefur í handboltanum nú fyrir áramót, en það er mikið eftir og margir hörkuspennandi leikir eiga eftir að fara fram í Keflavík áð- ur en yfir líkur. Agæti lesandi, því ekki að kíkja upp í hið glæsilega íþróttahús okkar Keflvíkinga næst þegar leikur er hjá Í.B.K. og hvetja heimamenn til sigurs. Handknatt- leiksráð Keflavíkur býður ykkur öll velkomin til leiks ykkur að kostnað- arlausu. Mikill áhugi og uppgangur hjá fimleikafélaginu FK hefur nú starfað í þrjú ár. A aðalfundi þann 9. nóv. sl. kom fram að fjárhagur félagsins er í góðu lagi, rekstrarafgangur nam kr. 171.231.- oghrein eign kr. 293.665.- í skýrslu félagsins er stiklað á stóm um starf- ið á árinu og fer skýrslan hér á eftir. Stjóm EK. var þairnig skipuð 1986 -1987. Formaður: Margrét Einarsdóttir. Aðalstjóm: Guðlaug B. Matthíasdóttir varafor- maður, Jóhanna Gunnarsdóttir gjaldkeri, Ingibjörg Oskarsdóttir ritari, Laufey Kristjánsdóttir með- stjómandi. Ung hnáta að gera œfingar u ndir stjórn Kiargrétar Gunnluugsdóttur. 24 FAXI

x

Faxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.