Faxi - 01.03.1989, Page 7
hann yngstur allra söngstjóra lands-
ins. Fór mikið og gott orð af þessum
karlakór tyrir fagran og fágaðan
söng. Valtýr var kennari hér til árs-
íns 1944 er hann gerðist skrifstofu-
ntaður og gjaldkeri Rafveitu Kefla-
víkur til ársins 1954. í því starfi
vann hann ötullega að því að raflína
frá Soginu fékkst lögð hingað suður,
sem varð byggðarlaginu og raunar
öllum Suðumesjum mikil lyfti-
stöng. Hann var árið 1939 einn af
stofnendum Málfundafélagsins
Faxa og var hann fyrsti formaður
þess. Hann var einnig fyrsti ritstjóri
Maðsins Faxa, sem þá var helsti
vettvangur bæjarbúa til umræðu
um málefni byggðarlagsins. Þar hóf
hann baráttu sína fyrir betra byggð-
arlagi. Þar börðust þeir saman Val-
fyr og öðlingurinn Ragnar Guðleifs-
son, fyrsti heiðursborgari Keflavík-
ur fyrir þeirri hugsjón að menn
ynnu saman að uppbyggingu
byggðarlagsins.
Arið 1946, þegar umbrotatímar
em hvað mestir í Keflavík, er Valtýr
Guðjónsson kjörinn í hreppsnefnd
Keflavíkur, sem fulltrúi Framsókn-
arflokksins og síðar í bæjarstjóm og
bæjarráð, þegar Keflavík öðlaðist
bæjarréttindi.
Arið 1946 var Byggingafélag
verkamanna í Keflavík stofnað.
Valtýr varð fyrsti formaður þess og
framkvæmdastjóri um langt árabil.
Var um þetta leyti mikil gróska í fé-
laginu og byggðar 32 íbúðir, sem um
þær mundir komu í góðar þarfir.
híá fyrst og fremst þakka það dugn-
aði Valtýs og áhuga fyrir hag og vel-
ferð félagsins. Valtýr varð fyrsti
forseti bæjarstjómar og gegndi því
starfi þar til hann tók við bæjar-
stjóraembættinu.
Um það leyti var gatnakerfi bæjar-
ins í afar slæmu ástandi. Malargöt-
ur settu svip sinn á bæinn og Hafn-
argatan, - aðalgata bæjarins, oft
nefnd þúsund vatna gatan. Það var
1 bæjarstjóratíð Valtýs, sem hafist
var handa við lagningu malbiks hér
í bæ. Hann sýndi eldlegan áhuga
við það verkefni, sem og annað, sem
horfði til framfara á þeim ámm.
Valtýr var einn af brautryðjendum
bæjarins okkar. Hann hlífði sér
hvergi við störf til almannaheilla.
Hann var aðsópsmikill sveitar-
stjómarmaður. Hann naut virðingar
°g aðdáunar fylgismanna sinna.
Andstæðingum sínum var hann
harður í hom að taka og óvæginn á
köflum, en hann var viðurkenndur
dugnaðar og drengskaparmaður,
oinbeittur og fylginn sér, einn
þeirra, sem mestar kröfur gera til
sjálfs sín. Valtýr er mikill unnandi
fagurra lista. Sjálfur býr hann yfir
rfkri og einlægri sköpunargáfu, þó
hann hafi aldrei borið hana á torg.
Fellur sú hneigð hans jafht til
óbundins ríms og tóna. Það er sjálf-
sagt flestum ljóst að störf að bæjar-
málum á þeim umbrotatímum er
Valtýr var í fomstu bæjarmála í
Keflavík hafa ekki verið átakalaus.
Á þeim ámm var Keflavík að kasta
af sér kápu smáþorpsins og klæðast
fötum stórhuga kaupstaðar, — hvar
bjartsýni og atorka er í fyrirrúmi.
Valtýr Guðjónsson var í bæjarstjóm
til ársins 1974. Hann gegndi íjölda
annarra trúnaðarstarfa í þágu
bæjarins. 1 Rafveitunefnd var hann
frá 1944 til ársins 1958. Formaður
nefhdarinnar var hann 1944—1954.
Hann átti sæti í byggingamefnd um
árabil. Er Valtýr lét af störfum
bæjarstjóra árið 1958 varð hann for-
stjóri Dráttarbrautar Keflavíkur til
ársins 1962. Hann starfaði við fast-
eienasölu oe bókhald árin 1963 til
1964.
Útibússtjóri Samvinnubankans í
Keflavík varð hann árið 1965 og árið
1979 tók hann við starfi reiknings-
lialdara hjá Fjölbrautaskóla Suður-
nesja til 1. september 1987, er hann
hætti fyrir aldurssakir. Ótalið er að
Valtýr starfaði lengi í Rótarýklúbbi
Keflavíkur og gegndi þar trúnaðar-
störfum. Hann var og varaþingmað-
ur Framsóknarflokksins í Reykja-
neskjördæmi í nokkur kjörtímabil
og átti sæti á Alþingi um tíma.
Valtýr var og endurskoðandi reikn-
inga Landshafnar Keflavíkur í ára-
tugi. Hann var skipaður í Vamar-
málanefnd árið 1971 og var í nefnd-
inni til 1988. Hann var fyrsti maður-
inn sunnan Straums, sem átti sæti í
Vamarmálanefnd. Hér er aðeins
lauslega farið yfir það helsta í fé-
lagsmálastarfi Valtýs. Hann hefur
komið víða við og markað spor í
sögu bæjarins, sem seint fymast.
Valtýr er kvæntur æskuvinkonu
sinni og sveitunga Eh'nu Þorkels-
dóttur frá Álftá á Mýmm. Þau eiga
þijú böm, sem öll búa hér í Kefla-
vík. Áreiðanlegt er að velgengni
Va.týs, starfsorka og dugnaður í
þágu bæjarfélagsins hefur oft komið
niður á heimili þeirra hjóna. Elín
Þorkelsdóttir, konan að baki Valtýs
hefur átt þýðingarmikinn þátt í
störfum hans. Það er nú einu sinni
svo að „maðurinn er ekki eyland“.
Hafi hún bestu þakkir bæjarbúa.
Bærinn okkar hefur á síðastliðn-
um 40 ámm breyst ótrúlega mikið.
Þeir, sem lagt hafa hönd að verki
geta horft stoltir yfir farinn veg.
Brautryðjendastarfið var vissulega
erfitt. Það var gæfa Keflvíkinga að
hafa átt trausta og dugmikla for-
ystumenn við stjómvölinn. Valtýr
Guðjónsson var brautryðjandi, sem
barðist hart fyrir framfömm og heill
bæjarfélagsins. Öll þau störf fyrir
bæjarfélagið og samborgarana er
vert og skylt að muna og þakka.
Það er nú gert með því að allir bæj-
arfulltrúar bera hér fram tillögu þá,
sem hér liggur frammi um það að
gera Valtý Guðjónsson að heiðurs-
borgara Keflavíkurbæjar.
Minnismerki um
Sljána bláa
Erlingur Jónsson, einn fremsti
listamaður Keflavíkur í dag, hefur
gert minnismerki um sjómanninn
og þjóðsagnarpersónuna Stjána
bláa. Ymsir aðilar stuðluðu að því,
að verkið var unnið í brons og reist
ofan við Keflavíkurhöfh, við Hafn-
argötuna. Á síðasta sjómannadag
var minnismerkið afhent Keflavík-
urbæ, en nú hefur verið sett á stöpul
þess áletruð plata ein mikil, þar
sem stuttlega er sagt frá tilurð lista-
verksins.
Klukkan tvö var saman kominn
nokkur fjöldi fólks við minnismerk-
ið, því þar var mættur forseti ísl-
ands, frú Vigdís Finnbogadóttir, og
skyldi hún afhjúpa minnismerkið
með hinni nýju áletrun. Sólin var nú
komin hátt á loft og það sindraði á
sléttan hafflötinn. Rétt utan við
höfnina og innundir Stapanum voru
nokkrar trillur við veiðar. Hafði
loðna nýverið gengið inn Stakks-
fjörðinn og fylgdi henni hinn ágæt-
asti fiskur. Hajði reyndar allur
marsmánuður vérðið hinn besti til
sjósóknar, bæði nvað snerti gæftir
og veiðar. Var það kærkomin breyt-
ing frá rysjóttri tíð og aflaleysi vetr-
arins fram að því.
Athöfnin við minnismerkið hófst
með því, að Guðfinnur Sigurvins-
son, bæjarstjóri, bauð forseta ís-
lands velkominn til Keflavíkur, en
þetta mun vera fyrsta opinbera
heimsókn frú Vigdísar til Keflavík-
ur. Bað hann forsetann síðan að af-
hjúpa verkið. Að því loknu flutti
einn af afkomendum Stjána bláa,
Karl Steinar Guðnason, ávarp. Fjöl-
margir bæjarbúar voru viðstaddir
athöfnina, m.a. baðir heiðursborg-
arar bæjarins, þeir Ragnar Guðleifs-
son og Valtýr Guðjónsson. Einnig
var þar margt annarra gesta, ráð-
herrar, alþingismenn og sveita-
stjómarmenn víðs vegar að. Erling-
ur Jónsson, höfúndur verksins, var
einnig viðstaddur, en hann hefur
dvalist í Noregi um nokkurra ára
skeið. Minnisverkið er gullfallegt og
á efalaust eftir að ylja mörgum um
hjartarætur á ókomnum ámm.
Afmœlishátíð í íþróttahúsi
Keflavíkur
Bæjarstjóm Keflavíkur bauð íbú-
um bæjarins á hátíðarsamkomu kl.
15:00 í íþróttahúsinu. Um 1800 til
2000 gestir þáðu boðið til viðbótar
þeim sem áður em nefndir. Hafði
900 stólum úr nærliggjandi skólum
verið raðað í salinn og einnig sátu
gestir á áhorfendapöllum. Fyrir af-
mælið hafði bærinn látið smíða nýj-
an, stóran hátíðarpall og upp höfðu
verið sett góð hljómburðartæki. Var
pallurinn íklæddur blómaskreyt-
ingum sem gáfu umhverfinu hátíð-
legan blæ. Var því aðstaða hin besta
til þess að viöstaddir mættu njóta
þess sem fram færi. Léttsveit Tón-
listarskólans í Keflavík lék nokkur
skemmtileg lög á meðan gestir vom
að koma sér í sæti. Fmmflutt var af-
mælislag eftir stjómanda sveitar-
innar, Siguróla Geirsson. Sveitin
lék síðan á milli atriða.
Anna Margrét Guðmundsdóttir,
forseti bæjarstjómar, setti hátíðina
Vöktu þau mikla hrifningu áheyrenda.
FAXI 83