Faxi

Árgangur

Faxi - 01.03.1989, Síða 11

Faxi - 01.03.1989, Síða 11
fríiðnaðarsvæði ætti t.a.m. ekki lík- ur til að verða hér fyllilega sam- keppnisfært vegna þeirra atriða sem að ofan eru nefnd um skattfh'ðindi og ódýrt vinnuafl svo og vegna flutningsgetu og fjarlægða ffá mörkuðum. Bent var á að vegna lagaákvæða um fyrirtæki í sam- keppnisiðnaði þurfi ekki að skapa sérstakt fríiðnaðarsvæði, ísland sé það í raun smbr. tollfríðindi til sam- keppnisiðnaðar. Nú mætti ætla af framansögðu að tækifæri okkar í þessum samhengi séu ekki mikil en það á þó aðeins við hvað varðar hefðbundið fríiðn- aðarsvæði. Möguleikar okkar liggja í því að fá erlenda útflutningsaðila til að setja saman dýrar iðnaðarvörur sem eru á leið til Evrópu, Ameríku eða til Japans. Einnig má nefha möguleika á þátttöku erlendra aðila í þeim greinum þar sem hinir erlendu markaðir krefjast sérstakrar með- höndlunar á vörtmni og sérstök gæði og má í þessu sambandi minna á að Japanir hafa um langt árabil haft gæðaeftirlitsmenn til að tryggja að fá þá vöru sem markaðir þeirra sækjast eftir. Skapa þarfárlega 120-130 ný störf Suðumesjamenn standa frammi fýrir því að fjölga þarf störfum sem nemur 120-130 ársverk. Thkist það ekki má búast við að yngsta og táp- mesta fólkið fari héðan af svæðinu. bví verður að skipuleggja sameigin- legt átak til að efla það atvinnuh'f sem fyrir er og leggja drög að nýrri atvinnustarfsemi. Á ráðstefnimni kom fram sú til- laga að frekara starf til að nýta þau tækifæri sem flughöfnin býður upp á, eða að fullreyna hver þau eru, verði unnin af Atvinnuþróunarfé- lagi Suðumesja í samstarfi við Sam- band sveitarfélaga á Suðumesjum. Við leggjum því til að tafarlaust verði unnið að eftirfarandi: a) Reynt að komast í samband við japanska framleiðendur og kaupendur til að kynna þeim möguleika til að staðsetja hér samsetningastarfsemi og starf- semi tengdri gæðaeftirliti. b) Athugaðir verði kostir þess að skapa hér svonefnt „Fríbanka- svæði“ sem gefur sérstakar heimildir til fj ármagnsviðskipta erlendra aðila hér á landi og eignaraðildar þeirra. c) Hvatt verði til lagasetningar sem auka frelsi atvinnuhfs og sjóða til að afla erlends langtímafjár- magns og heimild veitt til er- lendrar eignaraðildar, jafhvel meirihlutaeignar í fyrirtækjum hérlendis. d) Hvatt verði til uppbyggingar kæligeymslu í nágrenni við Leifsstöð. Benda má á að hús- næði er til leigu og/eða sölu á mörgum stöðum á Suðumesjum og er stór hluti þess í næsta ná- grenni við stöðina. e) íslenskum útflytjendum sjáv- arafurða og fiskeldisafurða verði kynntir hveijir möguleikar geta verið fólgnir í að starffækja flokkunar- og pökkunarstöðvar við Flughöfnina t.d. til að þjóna þeim vömtegimdum sem em fluttar í breytilegu magni og eða misjöfnum umbúðum. Viðringarfyllst, Keflavík, 3. mars 1989 S]álfseign< Þar sem þú getur ekki haett að drekka, af hverju kemur þú þér þá ekki upp bar heima hjá þér? Vertu eini viðskiptavinurinn, og þá þarft þú ekki að kaupa þér vcitingaleyfi. Nú, láttu konuna þína hafa 104.000 krónur svo að hún getj^kfeypt kassa af Read Label Whisky. Það eru 240 sjússar i kassanum. Kauptu svo allt þitt vin hjá konunni þinni á 700 krónur sjússinn. Eftir tólf daga, þegar kassinn er búinn, þá hefur konan þín 64.000 kr. til að leggja i bankann og 104.000 kr. til þess að hefja verslunina á ný. Ef þú lifir í tiu ár og deyrð svo úr brennivínseitrun og hefur keypt allt þitt brennivin hjá konunni þinni, þá á hún I banka kr. 19.466.000 (plús vextir). Nóg til að grafa þig með viðhöfn, ala upp börnin þin, borga upp lánið af húsinu, giftast heiðvirðum manni og gleyma að hún hafi nokkurn tima þekkt annan eins róna... Verkalýs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis Námskcuð Sjálfsþekking — Sjálfsöryggi Vitað er að andleg líðan og sjálfsöryggi er mikilvægt fyrir einstaklinginn í starfi og einkalífi. Tilgangur námskeiðsins er að leiðbeina einstaklingum að meta stöðu sína og kenna árangursríkrar að- ferðir í samskiptum. Á námskeiðinu kynnast þátttakendur: • Hvaða persónulegan stíl þeir hafa í samskiptum. • Hvernig sérstæð reynsla einstaklingsins mótar hann. • Hverjir eru helstu áhrifaþættir í samskiptum. • Hvernig má greina og skilja fjölskyldutengsl. • Hvernig ráða má við gagnrýni. • Hvernig finna má lausnir í árekstrum. • Hvernig læra má samskipti sem auka sjálfsöryggi. Leiðbeinendur eru sálfræðingarnir Álfheiður Steinþórsdóttir og Guðfinna Eydal Námskeiðið verður haldið á Víkinni fjögur kvöld, dagana 17. og 18. maí og 22. og 23. maí n.k., ef næg þátttaka fæst. Innritun og nánari upplýsingar í síma 15777 frá kl. 9-16 alla virka daga til 9. maí n.k. Notið þetta einstaka tækifæri. Stjórnin FAXI 87

x

Faxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.