Faxi - 01.03.1989, Síða 14
Ses elja Guðmundsdóttir:
Á gönguskíðum
út á Strönd
Það var dásamlegt vetrarveður og
svo til frostlaust, óvenjulegur febrú-
ardagur þetta árið og blíðan, trú-
lega, lognið á undan storminum.
Allt frá jólum höfðu verið miklir
umhleypingar og hver lægðin af
annarri þotið yfir landið með til-
heyrandi látum.
Gönguskíðin freistuðu mín þar
sem þau stóðu skínandi í forstofu-
hominu svo ég ákvað, um leið og ég
nuddaði stímmar úr augunum, að
bregða mér í skíðagöngu. Ætti ég að
fara upp í Bláfjöll, af gömlum vana,
þar sem útsýni er til allra átta, næg-
ur snjór og endalaus víðáttan? Nei,
það færi allt of langur tími í akstur
þangað upp eftir. En upp í gegnum
Afstapahraunið og upp á Höskuld-
arvelli? Leiðin upp á Velli mælist
um 9 km frá Kúagerði og að sjálf-
sögðu þyrfti ég að ganga niður eftir
aftur og það var of langt ef veður
breyttist og ég ein á ferð. Að lokum
ákvað ég að ganga inn á Strönd -
bara inn á Strönd. Það var víst ekki
svo oft sem hægt var að nota skíðin
á heimaslóðum.
Eg tók bakpokann og tróð ofan í
hann hitabrúsa, nesti, regngalla og
fleim, festi á mig skíðin og hélt svo
af stað.
Á leiðinni í gegnum Vogana mætti
ég alskonar furðuvemm, lágum í
loftinu, - tími öskupokanna var
víst að mestu liðinn. Nú klæddust
bömin grímubúningum á öskudag-
inn, bönkuðu upp hjá fólki og
sungu Atti Katti Nóva og fengu að
launum gott í litlu munnana.
Á stóra ljósaskiltinu við nýju þjón-
ustumiðstöðina stóð nafnið Vogasel
með rauðum stöfum á hvítum
gmnni — fallegt nafn og vel við hæfi
því í heiðinni okkar em margar
seljarústir, Arahnúkssel, Vogasel,
Bmnnastaðasel, Knarramessel,
Gjásel, Fomasel, Auðasel og Flekku-
víkursel. Á gönguferðum um heiðina
hef ég oft undrast það hvað rústir sel-
kofanna em margar, allt upp í sjö
tættur hlið við hlið á litlum þýfðum
grasbala. Mikið vildi ég geta
skyggnst aftur í aldir og fylgst þann-
ig með ferðum og störfum selfólks-
ins. Það hafa verið götur frá bæj-
unum upp í selin og trúlega á milli
þeirra lika. Ég hef aðeins fundið eitt
vatnsból í heiðinni og er það við
Fomasel, í smá klapparholu. í
jarðamatsbók frá árinu 1703 er
vatnsskortur talinn til stór vand-
ræða í öllum seljum í heiðinni og
þar er nefnt að þurft hafi að flytja
heim úr seli vegna vatnsleysis. Nú
em seljaferðir liðin tíð í þeirri mynd
sem var fyrmm en í Vogaseli 20.
aldarinnar fá hreppsbúar alla al-
menna þjónustu.
Smáfólkið í furðufötunum sem ég
mætti á leiðinni í gegnum þorpið var
mér ókunnugt. Fyrir 10-15 ámm
þekkti ég hvert andlit, bæði gamalt
og ungt, en nú var ég löngu hætt að
spyrja hverra manna þessi eða hinn
væri. Gamalkunnug andlit vom
flutt í ,,menninguna“ svokölluöu og
önnur ókunnug komin í staðinn.
Svona gengur lífið og oftast kemur
maður í manns stað, þó ekki á
Ströndinni.
Ég gekk sem leið lá eftir snjó- og
svellögöum Strandarveginum og við
beygju þá sem í eina tíð var kölluð
„slysabeygja" hélt ég upp á gamla
þjóðveginn sem gerður var 1906-12 V
og liggur rétt austan Djúpavogs og
yfir í Breiðagerði. Vegurinn lagðist
af þegar nýr vegur, nær ströndinni,
var byggður um 1930. Ég hafði
heyrt sögur um basl fólksins við að
bera mjólkina þetta 2—3 km frá bæj-
unum upp að veginum og skildi því
vel kröfumar um nýjan veg nær
byggðinni. Þá var efnt til samskota
hjá bændunum á svæðinu en þau
áttu að koma til móts við framlag
hrepps- og sýslusjóðs og komst mál-
ið í höfn eftir fjögurra ára baráttu.
Það hafði hvesst af suðvestri og
vindurinn blés í bakið á mér. Góða
veðrið var rokið út í veður vind og
mér var orðið kalt á rassinum. Snjór
féll og skafrenningur smó um lautir
og skominga. Það var þægilegt að
renna sér undan vindinum en þó
hvarflaði það að mér að snúa við því
allt eins gat skolliö á vont veður. Satt
að segja óx mér það í augum að berj-
ast á móti snjókomu og stormi til
baka suður í Voga, þótt leiðin væri
tiltölulega stutt. >
Ég lét slag standa og hélt áfram.
Hugurinn reikaði frá nýja tímanum
til gamla tímans um leið og hver hól-
inn af öðrum var að baki. Það er
gaman að þræða gamlar götur og
velta fyrir sér högum, búnaöi og
ferðalögum fólksins sem um þær
fór. Fyrir nokkmm árum gekk ég
hluta gömlu þjóðleiðarinnar til
Suðumesja, frá Straumsvík og suð-
ur í Kúagerði. Gatan var mjög djúp
og greinileg og nokkuö vel vörðuð
en þegar ég kom suður fyrir Kúa-
90 FAXI