Faxi - 01.03.1989, Page 38
Hús Gudmundar og Klöru að Faxabraut 32a, Heidarbýli til vinstri.
norður að Skarði til Sigríðar ömmu
sinnar, sem fóstraði hann fram að
skólaaldri og mörg sumur eftir það.
Frá Völlum fluttust þau Guð-
mundur og Klara inn í Keflavíkur-
kauptún og bjuggu í leiguhúsnæði
hjá Runólfi Þórðarsyni að Suður-
götu 19 (sfðar Suðuigötu 25) næstu
fjögur árin, svo hluta úr ári hjá Jóni
Guðmundssyni við Heiðarveg, en
reistu sér þá lítið og snoturt ein-
býlishús, þar sem nú er Faxabraut
32b, og nefndu Heiðarbýli. Reis það
af grunni árið 1943 og stóð uppi f
heiði langt frá þáverandi byggðum
bólum í Keflavík. Fluttust hjónin
inn í það fyrir hátíðina, sem haldin
var á Þingvöllum árið 1944. Áður
hafði Guðmundur reist útihús hjá
Heiðarbýli, og voru þau hjón með
kýr og hænsni fyrstu búskaparár
sín þar og diýgðu tekjur sínar með
því að selja mjólk og egg.
Á Sauðárkróksárum sínum vann
Guðmundur alla vinnu sem til féll,
og var þá m.a. tvö sumur í sfld á
Siglufirði ásamt konu sinni. Árið
sem hann var á Völlum, leigði hann
jörðina af hjónunum Valdimar
Bjömssyni og Sigríði Ámadóttur,
hafði þar nokkrar kýr og seldi
mjólk, Sem hann keyrði á reiðhjóli
heim til viðskiptavina sinna. Á
fyrstu ámm sínum í Keflavík vann
Guðmundur öll störf, sem til féllu,
m.a. við skipavinnu og fiskverkun,
lengst hjá Lofti Loftssyni eða af og
til í þijú ár, en síðan um skeið í
Hraðfrystihúsinu Jökli hf. Eftir að
hann hætti í Jökli, fékk hann vinnu
hjá Þórði Einarssyni húsasmíða-
meistara og starfaði með honum að
húsbyggingum og viðgerðum öðm
hveiju næstu tvö ár. Seinna haustið,
sem hann var hjá Þórði, vildi Þórður
taka hann sem lærling, en var af ein-
hveijum orsökum synjað um það af
Iðnaðarmannafélaginu í Keflavík.
Þetta sama haust sendi Þórður Guð-
mund einhveiju sinni til þess að
dytta að þaki á húsi Gunnars Sigur-
finnssonar húsgagnabólstrara í
Keflavík. Stóð þá svo á, að Gunnar
vantaði laghentan mann til starfa,
og réði hann Guðmund til sín um
þriggja mánaða tíma að smíða
dívangrindur. Tfeygðist svo úr sam-
starfi þeirra, að Guðmundur vann
hjá Gunnari í tvö ár eða lengur og
nam hjá honum undirstöðuatriði
húsgagnabólstrunar, en hóf þá sjálf-
stæðan rekstur í iðninni og hafði af
því lifibrauð sitt fram á elliár. Var
hann um áratugaskeið eini starf-
andi húsgagnabólstrarinn á Suður-
nesjum og stofnsetti í Keflavík
bólstrun þá, sem við hann er kennd
og nú er rekin af Jóhanni syni hans,
en þeir feðgar unnu saman að iðn-
inni alla stund frá því að Jóhann
komst til þrosk. Bólstraði Guð-
mundur jöfnum höndum húsgögn,
bílsæti, bátadýnur og -bekki og
gerði einnig við mublur, sem þurftu
lagfæringar með. Sá hann sjálfur
um allar viðgerðir á tréverki, þar á
meðal að pússa, bæsa og lakka pól-
eraða fleti, en logsuðu og rafsuðu
keypti hann út í þeim tilvikum, sem
þörf var á slíku. Einnig smíðaði
hann dívana lengi framan af, fyrst
fjaðradívana, en síðar svampdívana
eftir að plastsvampurinn kom til
sögunnar. Þá seldi hann og útvegaði
fólki hvers kyns vaming, sem að
húsgagnabólstrun laut, s.s. áklæði,
snúrur, svamp o.s.frv. Hafði Guð-
mundui bólstrun sína fyrstu árin í
skúr, sem hann hafði reist hjá Heið-
arbýli.
Klara kona Guðmundar vann með
honum við fiskverkun hjá Lofti
Loftssyni og í Hraðfrystihúsinu
Jökli hf. á fyrstu árum þeirra í
Keflavík, en starfaði síðan um íjög-
urra ára skeið hjá Kaupfélagi Suð-
umesja í Keflavík, fyrst á lager í
aðalversluninni að Hafnaigötu 30,
þá við afgreiðslu í útibúinu að Hafn-
aigötu 62, sem Gunnar Jónsson
veitti þá forstöðu, og loks við af-
greiðslu í aðalversluninni að Hafn-
aigötu 30. Eftir það réði hún sig til
afgreiðslustarfa í Varðabúð að
Hafhargötu 27 (síðar Hafnargötu
29), þar sem Þorvarður Arinbjam-
a-son verslaði með vefnaðar- og
pijónavörur o.fl. Vann hún þar hátt
í ár eða allt til þess, að Þorvarður
hætti kaupskap. Þá afgreiddi Klara
yfir ár í útibúi Alþýðubrauðgerðar-
innar í Keflavík, sem þá var til húsa
sjávarmegin við Hafnargötu, milli
Verslunar Ingimundar Jónssonar
og Verslunarinnar Nonni og Bubbi,
og var sambyggt þeirri fyrmefndu,
en stóð andspænis húsi Ólafs Ingi-
bergssonar. Eftir það vann hún lítið
utan heimilis, en aðstoðaði mann
sinn við bólstrunina eftir föngum.
Þau Guðmundur og Klara bjuggu
íHeiðarbýlinu 1943-65. Gerðuþau
sér h'tinn garð sunnanvert við húsið,
þar sem þau plöntuðu nokkmm
tijám og blómum af ýmsu tagi, og
varð þar fagurt um að litast, er fram
liðu stundir. Árið 1955 byijaði Guð-
mundur að grafa fyrir gmnni stein-
húss þess, sem síðar reis að Faxa-
braut 32a, tveggja hæða með risi.
Unnu þau hjón bæði ötullega að
byggingu þess, en langur tími leið,
áður en húsið yrði fullbúið til ívem.
Það var ekki fyrr en tíu ámm síðar,
að hjónin fluttust úr Heiðarbýlinu í
steinhúsið, en áður hafði Guð-
mundur flutt bólstmn sína á neðri
hæð þess. Bjuggu þau þar 1965-83.
Guðmundur og Klara bám mjög
sterkar taugar til Norðurlands og
hefðu bæði kosið að Ufa þar allan
sinn aldur, þótt örlögin höguðu því
á annan veg. Um áramótin
1980-1981 settist Guðmundur í
helgan stein, og svo er það í
febrúarmánuði 1983, að gömlu
hjónin taka sig upp og flytja
búferlum norður á Sauðárkrók eftir
45 ára vem syðra. Bjuggu þau fyrst
rúmt ár í leiguhúsnæði að
Byggðasafn Suðurnesja
Opið á laugardögum kl. 14-16.
Aörir tímar eftir samkomulagi.
Upplýsingar í símum 13155, 11555 og 11769.
114 FAXI