Borgin - 01.11.1932, Síða 10

Borgin - 01.11.1932, Síða 10
átti aðeins nokkra klaufalega kunningja og kjól, sem livergi var boðlegur nema heima. Fyrir nokkrum mánuðum að- eins var hún uppi í sveit á ís- landi. Ótrúlegt! Hún reyndi að framkalla myndir af kúm og illa rökuðum vinnumanni, sem var svo djarfur að kyssa liana. Óhugsandi. Hún þekti ekki þess- ar myndir, þær gátu ekki verið úr lífi hennar, eða var þetta æf- intýri? Indverskt æfintýri. Hóteldrengurinn kemur inn i fordyrnar og kallar upp nafn einhvers gestsins, með skólaðri kurteisi í röddinni. Svona mundi hann bráðum kalla nafn hennar, því að hún var að bíða. Hún kveikti í nýrri sígarettu og vissi ekki hetur en Indverjinn veitti lireyfingum liennar eftirtekl. Prins- hugsaði hún, -essa, hætti hún við eins og hún væri í pantaleik. Lífið er guðdómlegur iitaleikur. Það er yndislegt að híða án eftirvæntingar. Hún var að híða eftir----— Hún stritaði ofurlítið við hugsunina eins og hún væri að bylta við heysátu. Nei, hún hafði aldrei verið í sveit á íslandi. Það hlaut að hafa verið einhver önnur. Hún var lady. Hún benti einum þjónin- um að koina til sín. llann sveif til hennar hljóðlaust og hneigj- andi. Pappirsörk,please!—/ista opn- aði aftur töskuna, tók úr henni gidllagðan lindarpenna og skril- aði með hágöfugum bókstöfum: Lady Jackson. Það leit voðalega út, hún meiddi sig hlátt áfram á þvi. Ofurlítið sorgarský dró yfir hið sljetta, hvíta enni hennar. Það fór henni vel eins og þoku- slóði fjallstindi í sumarsólskini. Hún horfði heint framan i Ind- verjann með hrópandi spurn i augnaráðinu. Indverjinn, sem sá alt, svaraði ekki. Hvað hjetu Indverjar? Hún skrifaði aftur á hlaðið: Lady Radschas. Það var kanske ekki einu sinni indverskt nafn, en það leit vcl út á pappírnum. Hún fann að liún var borin til sigurs. Fordvrið fyltist af val. Hún leit á armsúrið. Jackson hlaut að fara að koma. Jón Jak- ohsson lijet liann heima í sveit- inni. Ameríka er heimsálfa nafn- hreytinganna. Þau voru trúlofuð. Hún sneri fyrir sjer orðinu, las það aftur á bak og l’leygði þvi. Hann var húinn að vera þrjú ár í Ameriku og hafði altaf skrif- að henni. Hún gerði þreytúlega tilraun til þess að sjá brjefin hans, en þau voru óskýr eins og gamlir miðvikudagar. Heppinn — duglegur peningar! Hún staðnæmdist við síðasta orðið og virti það fyrir sjer með velþókn- un. Hann hafði sent henni mikla peninga til þess að koma til I.undúna, þar ætluðu þau að gift- ast og fara siðan vestur. Miss Ósmar! Rödd hóteldrengs ins heyrðist á ný. Ásta áttaði sig ekki fyrst, (Lady Radsclias), svo s.tóð hún upp og leit snöggvast 8

x

Borgin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Borgin
https://timarit.is/publication/691

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.