Borgin - 01.11.1932, Side 21

Borgin - 01.11.1932, Side 21
arensen er fyrir nokkru hættur læknisstörfum, en ennþá ganga sögur um lækninn á Sigluftrði, „sem átti allan bæinn“. A Bíó-kaffi spilar hljómsveit frá Reykjavík á sumrin og er þar jjá oft gestkvæmt. Eins og nærri má geta eru kaffigestirn- ir mislitir, enda má á inörgum sjá, aÖ jieim þykja aðrir drykkir hetri en kaffi. Klæðnaðurinn er misjafn, stundum alt frá sam- kvæmisfötum og upp í vinnu- föt, sem óneitanlega virðast eiga hetur við, að minsta kosti yfir sildveiðitímann, þegar sjaldan er liugsað um annað en vinnu i sildarborginni. Melslu viðburð- irnir, fyrir utan jiað, að drukkið er kafl'i og sítrónvatn, eru þeir, jiegar gestirnir eru orðnir svo margir, að stólarnir verða of fáir, sem komið getur fyrir á bestu kaffibúsum. Þá vill það stundum til, að menn fara í hár saman út af stólum, sem staðið hafa auðir, meðan viðkomandi gestur fór að dansa. „Er jiað minn eða þinn . . . .“ eins og stendur í þjóðsöngnum. Fyrst er hnakkrifist og síðan lendir i áflogum. En það ætti að vera að bera i bakkafullan lækinn að segja áflogasögur frá Siglufirði. Café Brúarfoss er með alt öðru sniði. Þar eru yfirleilt engir stól- ar, og þessvegna þeirri ástæð- unni minna til að fara í handa- lögmál. Þar er einfaldlega seld- ur aðgangur þeim, sem vilja dansa. Músíkin er pianó ogstund- um harmóníka. Þar gerist í raun og veru ekkert merkilegt, nema jiegar slegist er, og' slagsmál eru þar yfirleitt með líku sniði og annarsstaðar. En jiessi lýsing á aðeins við um Siglufjörð yfir síldveiðitím- ann, jivi um sama mund og fólki fer að fjölga á götum Revkja- víkur fækkar því að sama skapi á Siglufirði, og jiegar líður að hausti dettur alt í dúnalogn. Skipunum fækkar, síldarstúlk- urnar og útgerðarmennirnir, sem settu svip sinn á bæinn, halda í hurtu hver sína leið. Og eftir standa auðar bryggjur, mannfá htís og fjöllin uppi yfir. Og bráð- um legst bærinn undir vetrar- snjóinn og hann leysir ekki aftur fyr en sildin kemur aftur að sumri.

x

Borgin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Borgin
https://timarit.is/publication/691

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.