Borgin - 01.11.1932, Side 39

Borgin - 01.11.1932, Side 39
svalaði fróðleiksþorsta lians meö þekkingu sinni og leskunnáttu. Og saman höfðu þeir nú liðið súrt og sætt á ferðalagi sínu yfir því nær alla Argentínu, og áttu aðeins skamma leið ófarna að búgarðinum, þar sem þeir liöfðu fyrst kynst. Þeir lágu i forsælu nokkurra trjáa úti á grassljettunni og hvíldu sig. José lá á hliðinni meið hönd undir kinn og horfði rannsakandi augum á fjelaga sinn. All í einu rauf hann þögn- ina og mælti: „Amaden! Það er í rauninni sorglegt að hugsa til þess að þú skulir þurfa að lil'a lifinu á svona l'lakki. Það er annað með mig, sem ekkert hefi lært og ekkert kann. Þú aftur á móti hefir þekkinguna og hæfileik- ana; þú kant að lesa! Jeg skil ekkert í þjer að þú skulir ekki taka eitthvað fyrir. En náttúr- lega þýðir ekki að vera að eyða orðum að sliku við þig“, sagði José svo eins og til að slá hotni 1 þessar hugleiðingar, um leið og liann dró gamalt dagblað upp úr vasa sinum: „Hevrðu Amad- en! Jeg fann þessa ritju l)ak við híöðuna á seinasta búgarðinum. Þú ættir að láta mann heyra hvað skeður úti í veröldinni“. Amaden tók við blaðinu, rendi augunum yfir það og setti upp spekingssvip eins og hann var vanur við slík tækifæri. Loks nam liann staðar við eina grein- ina, sem var á þessa leið: „Við ameríkönsku sendi- sveitina í Buenos Aires átti sjer stað i gær hátíðleg mót- taka fyrir meðlimi verslunar- ráðstefnunnar. Ýmsir helstu frömuðir argentiskrar versl- unar og iðnaðar voru mættir við þetta tækifæri“. En í stað þess að lesa þetta fyrir fjelaga sinn hól’ nú Amad- en skjálfandi rödd sína og las eins og lijer segir: „Enn á ný hefir morð ver- ið framið í Pases Colon í Buenos Aires. Sjómaður frá Norðurlöndum rjeðisl á ar- gentiskan horgara og stakk hann með rýtingi. Morðingin komst nndan meðan sá, sem á var ráðist, var fluttur i sjúkrahúsið þar sem liann gaf upp öndina“. Sannleikurinn var sá, að Don Amaden Marie Suarez y Alverez kunin alls ekki að lesa, það hafði bara verið í nokkurskonar neyð- aivörn þegar á liann var ráðist og af löngun til að rjetta hlut sinn, að honum hafði hug- kvæmst að gorta svona óskap- lega. En þar með hafði veslings Amaden hætt sjer út á liina liálu skáldskaparbraut. Hann vissi að það eina, sem gal bjargað hon- um frá hinurn sterku hnefum Josés og frá þvi að vera lýstur ósannindamaður af reglubræðr- unum í liinu göfuga samfjelagi flakkaranna, var það að halda

x

Borgin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Borgin
https://timarit.is/publication/691

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.