Borgin - 01.11.1932, Síða 45
mánaða gamalt, vildi svo til
eina nótt, að það fjekk hræði-
legar krampateygjur, og morg-
uninn eftir þekti það ekki for-
eldra sína. Læknirinn rannsak-
aði það af mestu nákvænmi og
fór ekki í launkofa með það,
að orsakir sjúkdómsins væri að
Lnna hjá foreldrunum.
Eftir nokkra daga hvari' löm-
unin úr limum barnsins, en
skynsemin liafði sloknað, skynj-
u-nin sljófgast og jafnvel eðlis-
hvatirnar gerðu ekki lengur varl
við sig. Drengurinn var orðinn
rænulaus, ólæknandi fábjáni.
Son minn, elsku son minn,
hvíslaði móðirin með ekka,
þegar hún var að stumra yfir
syni sínum, er svo skelfilega
hafði brugðist vonum hennar.
Faðirinn var ekki mönnum
sinnandi. Hann fylgdi lækninum
til dyra.
Yður get jeg sagt eins og
er. Jeg liygg að ekkert sje við
þessu að gera. Honum getur
batnað og farið eðlilega fram
líkamlega, en svo líka ekki
meira.
Já .... einmitt já, ansaði
Mazzini. En segið mjer: Þjer
haldið að þetta stafi al' erfð frá
?
Já, frá föðurafanum, eins
og jeg sagði yður strax og jeg
sá drenginn. Frá móðurinni hel'-
ui hann veilu fyrir brjóstinu.
Annað lungað er ekki í lagi. Þjer
ættuð að láta skoða lumn vel.
Mazzini gal ekki sofið fyrir
samviskukvölum, og hann unni
drengnum sínum, litla fábján-
anum, ennþá meira fyrir það,
að á lionum hlaut að bitna taum-
laus ólifnaður afans. Hann varð
einnig að lmgga Bertu, vera
altaf reiðubúinn til að sefa
harm hennar, þegar hún ljet
yfirbugasl af hinum sáru von-
svikum.
Eins og eðlilegt var þótti þeiin
öll hamingja þeirra undir þ\ i
komin, að þau gætu átt annað
harn. Og það fæddist, var hrausl
og kátt og endurlífgaði vonina
um bjarta framtíð. En það var
ekki orðið átján mánaða, þegar
])að fjekk sama krampann og
fyrra barnið, og daginn eftir var
það orðið sami andlegi aum-
ingin n.
Örvænting l'oreldranna varð
ekki með orðum lýst. Það var
þá víst, að í æðum þeirra rann
gerspilt blóð, að fordæmingar-
álög hvíldu vfir ástum þeirra.
Og hann, sem var ekki nema
tuttugu og átta ára, en hún tutt-
ugu og tveggja, þau voru dæmd
tit þess að geta ekki eignast
heilbrigt afkvæmi. Nú báðu þau
ekki um fegurð og gáfur, eins
og fyrst, aðeins um barn, sem
að minsta kosti hefði sæmilega
heilsu á sál og líkama.
Þótt þessi nýju vonbrigði sviði
þeim sárt, þá gátu þau ekki sætt
síg við þann dóm, sem virtist
yfir þeim kveðinn. Og svo eign-
uðust þau tvíbura, sem sýktusl
13