Borgin - 01.11.1932, Page 54

Borgin - 01.11.1932, Page 54
Viðhafnarmikil samkvæmi verða æ sjaldgæfari og eftir þvi verður ástæðuminna að le'ggja mikið fje i dýra kvöldkjóla, enda fæstar kon- ui, sem hafa ráð á Jiví. Hinsvegar ryður sjer óðum lil rúms ný gerð af kjólum, sem er mitt á milli þess að vera hversdagskjóll og sam- kvæmislcjóll. Þessir „mil]ikjólar“ eru mjög hentugir fyrir leikhús, minni háttar kvöldboð og ]>ví um líkt og geta verið mjög ásjálegir og enda hrein listaverk ef smekkvísi og alúð er lögð i að sauma þá. Mynd- in sýnir einn slikan kjól. Hann er gerður í svörtum og hvítum lit. að ofanverðu er ermin úr Crepe de Chine og gengur svarla efnið upp úr eins og gormur. Um úlnliðinn lokast ermin af þröngri „manchettu". Ef þjer eigið svartan kjól, sem þjer eruð hættar að nota, þá getið þjer auðveldlega með dálítilli hand- lægni breytt honum i kjól eins og Jiennan. Það er ekki altaf ljett að eiga við vetrarkápurnar, en ]>að er þó hrein- asti leikur ])egar litla telpan á mynd- inni á i hlut. Kápan hennar er með allra nýasta sniði, „Empire-stíl“, með „slaufukraga“ og „uppslagi“ eins og tískan krefst, ermarnar sljettar með einum, svörtum hnappi framan lil og að neðanverðu eru hornin flegin. Kápan er úr ull, sem nú er mikið notuð og sem einmitt fer mjög vel á krakkakápum. Falleg- usl er kápan i rauðum lit með gráu skinni og má ])á lita hana svarta að ári ef það hentar þá betur, þó heppilegast væri auðvitað að sauma hana úr brúnu eða gráu efni. 52

x

Borgin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Borgin
https://timarit.is/publication/691

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.