Borgin - 01.11.1932, Qupperneq 55
Konur á vissum aldri
Kæra ungfrú! Hvernig hald-
jS þjer aS heimurinn muni
líta út i augum yðar þegar
þjer fullorðnist? Og þjer kon-
ur, sem horfið til baka yfir
liðna æsku! Viljið þjer taka
undir með kynsystur yðar,
sem ritar eftirfarandi grein?
Jeg er þrjátiu og átta ára, en auð-
vitað lít jeg ekki út fyrir að vera svo
gömul. Og eftir því sem vitrir menn
segja, þá er þetta yndislegur aldur,
einmitt sá aldur, þegar gáfaðar kon-
ur njóta sín best.
Jeg beygi knje mín fyrir þeim
iviönnum, sem þessu halda fram,
mönnum eins og Voltaire og Schop-
enhauer og öðrum slikum speking-
um, sem taka sálina fram yfir likam-
ann. Sjáif hefi jeg látið mig það
minna skifta þó jeg yrði gömul held-
ui en konur gera alment. Jeg hefi til
dæmis aldrei sótt fegurðarstofurnar
al' slíku Játlausu kappi, sem margar
konur gera á vissum aldri. Og þó
hefi jeg haldið mjer vel. Jeg hefi
ekki breytt vaxtarlagi minu hið
minsta. Og þyngdin er hin sama og
hún var fyrir tuttugu árum.
Eri andlitið —
Jeg fór i búðir i dag til að kaupa
mjer hatt. Jeg hafði satt að segja bú-
ist við að það gengi fyrir sig eins
og i sögu. Kvenhattar dagsins i
dag eru einmitt gerðir til þess að
segja rangt frá um aldur. Samt fór
jeg úr einni húð i aðra og jeg fann
engan hatt, sem mjer fanst ekki
að gerði mjer rangt til. Jeg leitaði
ekki einungis í öllum þeim hatta-
lniðum, sem jeg er vön að skifta
við, jeg fór einnig i allar þær
hattabúðir, sem jeg vissi vinkonur
mínar fá sína hatta frá. Samt var
það ekki fyrri en eftir langa, langa
mæðu að jeg rakst á hatt, sem mjer
fanst sanngjarn i minn garð.
Á heimleiðinni frá þessum hatta-
kaupum leit jeg inn til einnar vin-
konu ininnar og drakk hjá henni te.
En hún ljet ekki svo litið að minn-
ast einu orði á hattinn minn. Er
verra viðmót til en það að hrósa
ekki hatti, sem maður er nýbúinn
að velja sjer? Svo jeg tók rögg á mig
og sagði að fyrra bragði: „Jæja,
hvernig fer hann þá?“
En hún svaraði engu —
Hún leit aðeins á mig og brosti
—, brosti svo raunalega að jeg
þreif af mjer hattinn.
„Hvað er það eiginlega, sem er
að honum?“ spurði jeg.
„Það er ekki hatturinn, það er
andlitið“, svaraði hún.
„Hvað er þá athugavert við and-
litið á mjer“, spurði jeg.
„í sjálfu sjer ekkert“, svaraði
hún. „Það er bara ekki sama and-
litið og áður. Jeg þekki þetta sjátf.
Jeg hefi reynt það“.
Vinkona mín hallaði sjer áfram til
að hella í bollann minn á nýjan leik,
og í fyrsta sinni tók jeg eftir smá-
gerðum hrukkum á andliti hennar
rjett fyrir neðan falleg blá augun
og það voru lika aðrar dýpri rákir
sestar að i andliti hennar niður
með kinnunum.
Aumingja konan, hugsaði jeg
með sjálfri mjer. Einmitt sama and-
varpið kom hvað eftir annað fram
á varir. mjer þegar jeg seinna um
kvöldið var komin heim til mín og
horfði i fyrsta skifti rannsakandi
augum á sjálfa mig i speglinum.
Það var á þvi augnabliki, sem
vitneskju um það, að jeg væri far-
in að eldast, laust sál mina.
Fæstar konur verða sjer meðvit-
andi um þetta í svo skjótri svip-
53