Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2002, Page 22

Frjáls verslun - 01.05.2002, Page 22
- En hvers vegna nafnið Columbia Ventures? „Hátt menntunarstig þjóðarinnar, nýleg skattalækkun á hagnað fyrirtækja og afar almenn og útbreidd kunnátta í ensku er styrkur ykkar íslendinga og laðar að erlenda fjárfesta." „Ég byrjaði með Columbia Ventures sem dóttur- fyrirtæki Columbia Aluminum sem átti og rak ál- ver í Washington-fylki,“ segir Kenneth Peterson. „Nafnið Columbia er í höfuðið á samnefndu fljótí sem framleiddi rafmagnið fyrir álverið og er eitt af stærstu fljótum í Norður-Ameríku. Columbia Ventures var í raun eignarhaldsfélag sem ijárfestí í ýmsum verkefnum á níunda og tíunda ára- tugnum. Arið 1996 varð Columbia Ventures sjálf- stætt fyrirtæki þegar við skildum það að frá Col- umbia Aluminum.“ - Ýmsir á íslandi velta þvi fyrir sér hvernig þú hafir efiiast og hvort þú hafir komist í álnir af eigin rammleik eða byggt upp veldi þitt á fjölskylduauöi. „Ég kem ekki úr ijárhagslega sterkri ijölskyldu heldur ósköp venjulegri, bandarískri millistéttar- fjölskyldu. Foreldrar mínir brýndu það fyrir mér að góð menntun væri mikilvæg og verðmæt. Ég gekk í háskóla og útskrifaðist sem lögfræðingur. Eftír það hóf ég að reka mina eigin lögfræðistofu í Portland, borginni þar sem ég ólst upp og þar sem foreldrar mínir búa ennþá. I byrjun ársins 1984 var skrifað um það í blöðum og tímaritum að lítil álver ættu í miklum vandræðum í rekstri. Þetta vakti athygli mína og fór ég að lesa mér tíl um þessi mál og fylgjast náið með þessu. Ahuginn var kvikn- aður fyrir alvöru á áliðnaðinum og árið 1987 tókst mér loks að kaupa álver í Washington-fylki sem hafði verið lokað um tíma og var í eigu Astrala. Ég skrapaði saman fé og hellti mér út í miklar skuldir, lagði allt sem ég áttí undir. Ég fékk lán í bönkum. En það dugði ekki tíl, ég þurftí einnig að leita til vina og ættíngja um lán. Samningar um kaupin á álverinu tókust, verksmiðjan var opnuð aftur, verð á áli hækkaði; dæmið gekk upp.“ - Hversu stórt fyrirtæki er Columbia Ventures? Foreldrar hans búa ennþá i borginni. Körfuboltí er uppáhalds- íþróttín og að sjálfsögðu er hann harður fylgismaður Portland Trailblaisers. Lestur bóka er eitt helsta áhugamálið og segist hann hafa mest gaman af sagnfræðibókum. Sem strákur lærði hann á píanó og hann fer höndum um nótnaborðið annað slagið. „Ég spila alls ekki reglulega," bætír hann við. Kenneth gifist konu sinni, Claudiu, árið 1978. Þau eiga tvö börn, Emily, 17 ára, og Erik, 9 ára. Þau hittust fyrst á menntaskóla- árunum en það var ekki fyrr en háskólaárunum sem þau byrjuðu saman á föstu. Þau búa í borginni Vancouver í Washington-fylki í Bandaríkjunum, steinsnar frá Portland. Raunar er það fljótíð Col- umbia sem skilur á milli borganna og fylkjanna Oregon og Wash- ington. Washington-fylkið, þar sem höfuðstöðvar Columbia Ventures eru, liggur að landamærum Kanada við vesturströnd- ina. Þetta er fylkið sem er efst upp tíl vinstri þegar horft er á landa- kort af Bandaríkjunum. I Kanada er svo önnur borg sem ber nafnið Vancouver og er hún raunar öllu stærri og þekktari. „Heildartekjur á þessu ári verða um 150 milljónir Bandaríkjadala (13,5 milljarðar kr.) þótt þær séu auðvitað háðar heimsmarkaðsverði á áli. Starfsmenn fyrirtækisins eru um 400 talsins, þar með taldir starfsmenn Norðuráls. Heildareignir í efnahagsreikningi eru metnar á um 400 milljónir Bandaríkjadala (36 milljarða króna). Fyrirtækið er með starfsemi í Bandaríkj- unum, Islandi og Mexíkó. Norðurálverksmiðjan á Islandi er eina álverið okkar, en auk þess erum við með verksmiðjur sem vinna úr álinu, t.d. í Mexíkó. Við erum enn með flestar eignir okkar bundnar í áliðnaðinum og langflestir starfsmenn okkar koma þar við sögu. En við erum byijaðir að tjárfesta í öðrum rekstri, eins og símafyrirtækinu Halló á Islandi." - Hvernig hefur afkoman verið síðustu fimm árin, hefúr fyrir- tækið verið rekið með hagnaði öll þessi ár? „Átíðnaðurinn er afar sveiflukennd atvinnugrein og það er afar sterk fylgni á milli afkomu og álverðs þannig að afkoman 22
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.