Frjáls verslun - 01.05.2002, Page 25
stjórnendur
stjórnvölinn í 12 stórum bæjarfélögum í landinu?
Óvenjulega miklar mannabreytingar veröa, eba hafa oróið, í forystusveit sveitarfélaganna í landinu í sumar.
Skipt verður um 28 bæjar- og sveitarstjóra íum 67 sveitarfélögum, eba um tæplega 42 prósent. Næstum því
annan hvern mann! Astœðan er margvísleg, sveitarstjórar eiga það yfirleitt sameiginlegt að vera ráðnir tíma-
bundið til starfa, meirihlutaskipti eiga sér stað og stundum er endurráðningar ekki óskað eða þá að viðkomandi
er kominn á aldur. Við kynnum hér 12 menn til leiks, borgarstjóra og bœjarstjóra í 11 stórum bæjarfélögum í
landinu. Þettafólk hefur lyklavöldin og við ræðum við það um verkefni, markmið og stjórnun næstu fiögur árin.
Samantekt- Guðrún Helga Sigurðardóttir Myndir: Geir Ólafsson
í öðrum fyrirtækjum. Ingibjörg Sólrún segir að munurinn sé
helst sá að borgarstjóri þurfi að vinna meira undir opinberu eftir-
liti en aðrir stjórnendur, hann þurfi að færa rök fyrir orðum
sínum og gerðum á opinberum vettvangi og standa almenningi
skil á þeim í tjölmiðlum. Hún telur mikilvægt að allir stjórnendur
„hafi í huga að samstarfsfólk fái notið sín og að frumkvæði þess
og hæfileikar fái að blómstra. I starfi mínu hef ég sem viðmiðun
að dreifa valdi og ábyrgð og vera ekki með puttana í öllum
málum, fólk verður að fá að bera ábyrgð á verkum sínum. Þá eru
meiri líkur á að áhuginn aukist og fólk sýni frumkvæði.“
- Hvaða væntingar hefurðu fyrir kjörtímabilið?
, Að geta verið sívakandi og vaxandi í þessu starfi og halda áfram
að vera skapandi. Það sama á við um samstarfsmenn mína í
meirihlutanum, þar sé vel vinnandi fólk sem hafi almannahags-
muni í huga í sínum störfum." S3
Sigurðnr Geirdal
BÆJARSTJÓRI KÓPAVOGS
Sigurður Geirdal, oddviti Framsóknarflokks, hefur verið
bæjarstjóri í meirihlutasamstarfi framsóknarmanna og
sjálfstæðismanna í Kópavogi frá árinu 1990 og heldur
áfram næstu þrjú árin eða þar til Gunnar I. Birgisson, oddviti
Kópavogur:
Meirihluti sjálfstæðismanna og framsóknarmanna fjórða kjörtíma-
bilið í röð. Sigurður Geirdal situr áfram sem bæjarstjóri næstu þrjú
árin en þá tekur Gunnar I. Birgisson, odduiti D-lista, uið.
Sigurður Geirdal verður bœjarstjóri í Kópavogi næstu þrjú árin en þá
tekur Gunnar I. Birgisson, alþingismaður og oddviti sjálfstæðis-
manna, við og stjórnar bænum fram að kosningum.
sjálfstæðismanna, tekur við. Sigurður er viðskiptafræðingur að
mennt og hefur víðtæka reynslu af félagsmálum og stjórnun.
Sigurður segir að helstu verkefhin í Kópavogi næstu tjögur árin
verði alhliða uppbygging bæjarfélagsins í framhaldi af þeirri
stefnu sem hafi verið fylgt síðustu 12 árin. Hann væntir þess að
bærinn haldi áfram að vaxa og dafna undir góðri og samheldri
stjórn núverandi meirihluta.
- Hvaða markmið seturðu þér sem stjómandi?
„Ég get ekki lýst mér sem stjórnanda, það er annarra að dæma
um mín störf. En ég legg áherslu á að stjórnendur sveitarfélaga
almennt geri sér grein fyrir því að starf þeirra er þjónustustarf.“H!]
25