Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2002, Side 40

Frjáls verslun - 01.05.2002, Side 40
GESTAPENNI Tafla 2. Eigið fé Markaðsverð Hagnaður Hagnaður/ Hagnaður/ 1/1 2001 1/1 2001 árið 2001 / Eigið fé Markaðsvirði Búnaðarbanki (slands 8.009 21.457 1.062 13,3% 4,9% Arðsemin sem íslandsbanki 16.917 42.098 3.140 18,6% 7,5% eigendur i Búnaðar- Landsbanki íslands 13.639 23.207 1.749 12,8% 7,5% bankanum fengu á Sparisjóður vélstjóra 2.330 - 418 17,9% - árinu 2001 var 13,3 % SPRON 2.813 - 238 8,5% - ef miðað er við eigið SEB 371.152 655.804 49.419 13,3% 7,5% Svenska Handelsbanken 378.797 1.001.969 81.109 21,4% 8,1% fé bankans, en ein- Danske Bank 539.095 1.099.217 107.118 19,9% 9,7% ungis 4,9% ef miðað Den Norske Bank 189.508 354.699 39.548 20,9% 11,1% er við markaðsverðið. Nordea 878.072 1.908.685 143.597 16,4% 7,5% Þetta stendur til bóta Allar fjárhæðir eru í milljónum ISK árið 2002. dægurs. Algengt er í Evrópu að það taki tvo til þrjá daga að greiðsla skili sér á áfangastað innan sama lands. Fjármála- iyrirtækin liggja með peningana á biðtímanum, einstakling- arnir og fyrirtækin fá ekki vexti af peningunum á meðan. I samanburði kemur þetta þannig fram að kostnaðarhlutföll eru lægri í viðkomandi löndum en hér hjá okkur, svo ekki sé minnst á þjónustustigið. Að öllum þessum fyrirvörum nefndum er fróðlegt að bera saman hlutföll og stærðir hjá bönkum hér og á öðrum Norður- löndum. Ef mikill munur kemur fram á hann sér oftast skýr- ingar t einhveiju þeirra atriða sem gerð voru að umtalsefni hér að framan, auk þess sem stuðst er við verðbólgureiknings- skil hér á landi 2001 en ekki ytra. Einnig er til í dæminu að óvenjuleg mál setji mark sitt á ársreikninga einstakra banka á því ári sem hér er valið til skoðunar. (Sjá töflu 1.) Um leið og samanburðurinn er um margt athyglisverður, er varlegt að draga of miklar ályktanir í ljósi þess sem að framan er rakið og að um einungis eitt ár er að ræða. Hagnaður á islandi og erlendis Það hefur vakið athygli mína hve umræðan um hagnað fyrirtækja hér á landi, þar með talið bankanna, byggist oft á tíðum á lítilli þekkingu. Þó að okkur, sem lifum og hrærumst í tölum og samanburði, finnist þetta tor- kennilegt, má e.t.v. segja að við eigum nokkra sök á þvi hvernig umræðan hefur þróast, því ekki er við því að búast að almenn- ingur hafi til að bera sambærilega þekkingu á þessum málum. Ég get vel skilið einstakling sem mælir allt út frá eigin efnahag að honum blöskri að einhver banki eða fyrirtæki hagnist um þrjá milljarða á ári og fyrsta hugsun hans sé að leggja þurfi auknar kvaðir á eða lækka tekjur viðkomandi félaga. Hvað ætli honum fyndist um hagnað Nordea á síðasta ári sem hagnaðist um 143 milljarða, 143 þúsund milljónir króna? Til að reyna að setja hlutina í samhengi fyrir hinn venju- lega mann og jafnvel fá hann til að samþykkja að 143 milljarða hagnaður á ári geti verið „eðlilegur", hefur mér reynst best að spyrja hvað hann vildi fá í vexti ef hann ætti eina milljón á bankareikningi. Algengt svar er að 10% vextir séu mjög góðir (menn láta verðbólgustig ekki alltaf þvælast fyrir sér), eða 100 þúsund krónur á ári. Nú má líkja eign í fyrirtæki við bankainnstæðu, munurinn er sá að það er meiri áhætta sam- fara því að eiga eign í fyrirtæki en bankainnstæðu og því ættu vextirnir af fyrirtækjaeigninni að vera hærri en af bankainn- stæðunni að jafnaði. I stað þess að leggja peninga sína inn á banka, getur einstaklingur annaðhvort keypt hlutabréf á markaði eða lagt peninga sína í fyrirtæki. Hann mælir eign sína því annaðhvort út frá markaðsverði eða eigin fé viðkom- andi fyrirtækis og vill náttúrulega fá sanngjarna vexti af þeirri tölu, því að hann hefði getað lagt sömu ijárhæð inn á banka. Hafa verður í huga í þessu sambandi að ekki er fullrar sann- girni gætt að bera saman hagnað félags og vexti af banka- reikningi þegar til skemmri tíma er litið. Skoðum nú hagnað nokkurra félaga í hlutfalli við eigið fé þeirra annars vegar og í hlutfalli við markaðsverð þeirra hins vegar. (Sjá töflu 2.) Taflan leiðir í ljós að arðsemin sem eigendur í Búnaðar- bankanum fengu á árinu 2001 var 13,3 % ef miðað er við eigið fé bankans, en einungis 4,9% ef miðað er við markaðsverðið. Þetta þætti vini mínum sem vildi fá 10% vexti af bankainnstæð- unni sinni frekar dapurt. Til þess að koma til móts við eigendur hlutabréfa í bankanum gera áætlanir Búnaðarbankans vegna ársins 2002 ráð fyrir 2.500 milljóna króna hagnaði, sem sam- svarar 19,3% vöxtum af eigin fé 1/1 2002 og 11,3% vöxtum af markaðsverði 1/1 2002. Framtíðarhligleiðingar Samanburðurinn hér að framan, með öllum sínum fyrirvörum, gefur til kynna þokkalega stöðu íslenskra banka miðað við skandinavíska, þó að enn sé margt óunnið. Framtíðarmarkmið okkar sem stöndum að rekstri Búnaðarbankans er að gera bankann hagkvæmari, þannig að neytendur fái betri þjónustu á hagkvæmari kjörum og að á sama tíma fái eigendur bankans meiri arð af fjárfestingu sinni. En er þetta gerlegt? Ég tel svo vera og nefni eftirtalin atriði sem gætu stuðlað að þessari þróun: • Stækkun eininga á markaði með innri vexti eða frekari sameiningum. A árinu 2001 var t.d. veruleg áhersla lögð á stækkun Búnaðarbankans og á ég von á að þess sjáist merki í rekstri bankans á árinu 2002 og í þeim hlutfallstölum sem fram komu í töflunni hér að framan. • Yfirfærsla húsnæðislánakerfisins frá opinberri stofnun yfir í bankakerfið myndi stuðla að aukinni hagkvæmni jafnt hjá Búnaðarbankanum sem öðriun fjármálafyrir- tækjum hér á landi. Þær raddir hafa heyrst að þessi breyt- ing myndi hækka vexti fyrir lánþega, en þá er til þess að líta að ríkisvaldið niðurgreiðir vexti í húsnæðislánakerfinu í dag og hafa verið nefndir 10-15 milljarðar króna árlega í því sam- bandi. Ríkið hefur ýmsa möguleika til að koma að fjár- mögnun þessa mikilvæga málaflokks í gegnum banka- kerfið, þannig að lántakendur yrðu jafnsettir og áður. • Aukin sjálfvirkni og framleiðni innan fyrirtækjanna, sem gerir rekstur þeirra hagkvæmari, er eilífðarverk- efni sem væntanlega lýkur aldrei. Búnaðarbankinn hefur t.d. markað þá stefnu að vera í fararbroddi í tölvu- málum og netlausnum á ijármálamarkaði hér á landi. Þetta geta þeir sem reynt hafa þjónustu bankans staðfest og verður markvisst áfram haldið á sömu braut. SH 40
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.