Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2002, Side 43

Frjáls verslun - 01.05.2002, Side 43
um ófyrirsjáanlegar leiðir og leggðu til atlögu þar sem hann hefur ekki gert var- úðarráðstafanir. “ Algjör forsenda árangurs í stríði, sam- kvæmt Sun Tzu, er að sækja fram, færa sig til og bregðast við með miklum hraða, það hratt að samkeppnin nái hvorki að átta sig né svara. Mikilvægt er að koma samkeppninni í opna skjöldu. Með þessu er hægt að ná fram miklum skriðþunga sem skilar hámarksárangri án mikils tilkostnaðar. Undirbúningur og upplýsingaöflun skipta hér miklu máli. Upplýsingar þarf stanslaust að meta og færa í nyt. Við- bragðstími þarf að vera lítill sem enginn og ákvarðanataka þarf að gerast án tafar. Skipuleggja íýrst og ráðast svo til atlögu með áætluð viðbrögð samkeppninnar að leiðarljósi. Sóknin þarf að taka sem stystan tíma. Best er að ná settum mark- miðum áður en samkeppnin nær að svara. Mútaðu samkeppnina „Þeir sem leiknir eru í herkœnsku verða á undan óvininum á vígvöllinn, óvinur- inn má aldrei eiga frumkvœðið. “ Auðveldlega er hægt að móta sam- keppnina ef rétt er að staðið. Notast þarf við beinar og óbeinar aðgerðir, mynda bandalög til að styrkja stöðu fyrirtækis- ins og nýta sér til góðs viðhorf og tilfinn- ingar stjórnenda samkeppninnar. Ætíð skal forðast að láta samkeppnina móta sig. Með beinum og óbeinum aðgerðum er hægt að villa um fýrir samkeppninni, koma mönnum í opna skjöldu og nýta sér svo ástandið og styrkleika fýrirtæk- isins til sigurs. Nauðsynlegt er að vera hugmyndaríkur og velja þá leið sem ólíklegust þykir. Með þvi að notast við bandalög er hægt að auka styrkleika til muna. Mikil- vægt er að reyna með öllum ráðum að vinna bandamenn samkeppninnar á sitt band. Til að tryggja árangur verður ætíð að forðast að láta móta sig. Miklu máli skiptir að verða ekki fyrirsjáanlegur, nota ekki sífellt sömu aðgerðir eða fest- ast í sama fari við áætlanagerð. Persónuleg stjórnun „Herforinginn sem hefúr betur sækist ekki eftir viðurkenningu fyrir sjálfan sig, hann hugsar ekki um að forðast refsingu þegar hann hörfar og hans eina mark- mið er að vernda fólkið og þjóna yfir- Til að tryggja árangur verður ætíð að forðast að láta móta sig. Miklu máli skiptir að verða ekki fyrirsjáanlegur, nota sífellt sömu aðgerðir eða festast í sama fari við áætlanagerð. Öll fyrirtæki erfa veik- leika og styrkleika frá æðstu stjórn niður valdastigann. Síðast skal leita orsök vandamála hjá þeim starfsmönnum sem bera minnsta ábyrgð. Einlægni og sanngirni í samskiptum við starfs- menn eru forsendur góðrar stjórnunar. I fjarveru stjórnenda eiga starfsmenn fyrirtækis- ins að geta unnið áfram og tekið ákvarðanir sem eru í fullu samræmi við sett markmið. KÍNVERSK HERKÆNSKULIST mönnum sínum sem best. Hann er dýr- mætur gimsteinn ríkisins...fáir slíkir finnast. “ Ef upp kemur vandamál í fyrirtækinu er það stjórnandinn sem verður fyrst að leita innra með sér hvort vandamálið sé þaðan komið. Næst er boðberinn athug- aður og svo koll af kolli niður eftir valda- stiga fyrirtækisins þar til rót vandans fmnst. Öll fyrirtæki erfa veikleika og styrkleika frá æðstu stjórn niður valda- stigann. Síðast skal leita orsök vanda- mála hjá þeim starfsmönnum sem bera minnsta ábyrgð. Nauðsynlegt er fyrir stjórnendur að kynnast starfsfólki sínu og deila með því bæði sigrum og ósigrum, segja því það sem máli skiptir og fylgja orðum sínum ætíð eftir í verki. Einlægni og sanngirni i samskiptum við starfsmenn eru for- sendur góðrar stjórnunar. I fjarveru stjórnenda eiga starfsmenn fyrirtækis- ins að geta unnið áfram og tekið ákvarð- anir sem eru í fullu samræmi við sett markmið. Þetta er eingöngu hægt ef markmiðin eru skýr og rétta fólkið látið fylgja þeim eftir. Að lokum þurfa stjórnendur að vinna í sjálfum sér, vera góðir hlustendur og kynna sér eins mörg og ólík málefni og mögulegt er. Hafa ber í huga að hug- rekki er ekki aðeins það að taka áhættu heldur einnig að gera það sem er sið- ferðislega rétt. Það er óhætt að fullyrða að hefði aðferðafræði Sun Tzu verið notuð í mörgum styrjöldum mannkynssög- unnar hefði verið hægt að koma í veg fyrir gífurlegt mannfall og sóun auð- linda. Það sama á við um sögu viðskipt- anna. Alltof mörg fyrirtæki fara ein- hvern tíma á vaxtarskeiði sínu út í mark- aðssóknir sem skila bæði minni mark- aðshlutdeild og/eða miklum auðlinda- missi. The Art of War kemur hér að góðum notum. I þessari grein er þó aðeins drepið á toppinn á ísjakanum. Áhugasamir eru hvattir til að kynna sér rit herforingjans sem auðveldlega er hægt að finna í enskri þýðingu með hjálp þekktra leitarvéla á Netinu. Ritið er svokallað „public domain“ svo að það er þar í fullri lengd án endurgjalds á Netinu. Hér er eina slíka að finna: www.chinapage.com/sunzi-e.html. SS Byggt á: The Art of War eftir Denma translation group, Sun Tzu, the Art of Business eftir Mark McNeilly auk fyrirlestra eftir Gary Gagliardi. 43
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.