Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2002, Síða 55

Frjáls verslun - 01.05.2002, Síða 55
Katrín Pétursdóttir, forstjóri Lýsis, og móbir hennar, Erla Tryggvadóttir, sem sér um Jjármál Hnotskurnar. Það fyrirtœki er í viðskiþtum með skreið við Nígeríu. Miklar breytingar hafa orðið á rekstri Lýsis hf. að undanförnu. Fyrirtækið var í fjárhags- legum þrengingum til nokkurra ára en staða þess er gjörbreytt í dag. Árið 1999 keyptu mæðgurnar Erla Tryggvadóttír og Katrín Péturs- dóttír Lýsi hf. ásamt Gunnlaugi Sævari Gunnlaugs- syni en hann er jafnframt stjórnarformaður fyrir- tækisins. Reksturinn hefur gengið afar vel undan- farið og hefur útflutningur aukist jafnt og þétt síð- astiiðin þijú ár. Það var fyrirtækinu þó töluvert áfall þegar rannsóknarstofur þess brunnu 30. nóvember síðastliðinn. Fyrr á þvi ári var nýlokið við stækkun og endurnýjun á rannsóknarstofunum. Tjónið var tilfinnanlegt og töpuðust m.a. verðmætar upplýs- ingar sem fyrst nú er hægt að vinna aftur eftir nýgengna vertíð. Rannsóknarstofur Lýsis hf. þjóna margþættum tílgangi, svo sem að annast allar mæl- ingar, vottorðagerð, gæðakerfi, rannsóknir og þróun. Rannsóknastofurnar komust aftur í gang í lok febrúar þannig að fyrirtækið er að ná sér eftir tjónið. „Þetta hefur kostað okkur óhemjumikla vinnu og við höfum þurft að leggja gríðarlega mikið á okkur tíl að koma hlutunum í samt horf. Við höfum líka notið þolinmæði og velvildar hjá erlendum viðskiptamönnum,“ segir Katrín Pétursdóttir, forstjóri Lýsis hf. Reka tVÖ félög Lýsi var stofnað árið 1938 af afa Katrínar, Tryggva Olafssyni, og Þórði, bróður hans. Þeir voru í góðu sam- bandi við bandarískt fyrirtæki, Up-John Iimited, sem framleiddi D-vítamín en lýsi var ríkasta D-vítaminuppspretta á þeim tíma. Faðir Katrínar, Pétur Pétursson, sem er einn þekktasti athafna- maður landsins á þessu sviði, stýrði Lýsi í 27 ár eða tíl ársins 1981 þegar fjölskylda Katrínar fór út úr fyrirtækinu og stothaði Fisk- afurðir hf. Lýsi var þó tjölskyldufyrirtæki fram tíl ársins 1998 þegar EFA kom inn í það ásamt fleiri flárfestum. Félagið hafði þá átt við erfiðleika að stríða í nokkur ár með taprekstri ár eftir ár og eigið fé var uppurið. Þegar EFA kom að fyrirtækinu fór ffarn ijár- hagsleg endurskipulagning. Hlutaféð var aukið um 120 milljónir króna ásamt því að lánardrottnar gáfu eftír skuldir. Mæðgurnar keyptu allt hlutafé í Lýsi haustið 1999. Á þeim tima ráku þær Fiskafurðir - lýsisfélag, sem m.a. var með lýsisbræðslu í Þorláks- höfh, og Hnotskurn ehf. sem starfrækir hausaþurrkun í Þorláks- höíh og fljhur út skreið tíl Nígeríu. Þær sameinuðu Lýsi og fyrr- nefnda félagið um áramótin 1999-2000 og eiga og reka í dag tvö félög, Lýsi hf. og Hnotskurn ehf. Miklar breytingar í rekstrinum „Rekstur þeirra félaga sem við vorum með, Hnotskurn og Fiskafurðir - lýsisfélag, hafði gengið ágætiega. Við töldum okkur geta náð töluverðum samlegðar- áhrifum með því að sameina þau félög sem voru í lýsisfram- leiðslu og sölu. Þær áætianir sem við settum okkur í byrjun hafa allar gengið eftír.“ - Ymsar breytingar hljóta að hafa átt sér stað í rekstrimim í kjöl- far sameiningarinnar? „Félagið var yfirmannað og því fækkuðum við töluvert í yfirstjórn þess. Við fluttum strax alla bræðslu tíl Þorlákshafnar þar sem Fiskafurðir - lýsisfélagið hafði mjög góða bræðslu. Síðan fluttum við líka alla mjölvinnslu til Þorlákshafhar þannig að hér í Reykja- vík er núna fínvinnsla, fullhreinsun, pökkun í neytendaumbúðir, rannsóknarstofur og skrifstofur. Þetta ætlum við svo að flytja á nýjan stað. Við erum búnar að fá lóð við Sundahöfn og ætium okkur á næstu þremur árum að hanna og byggja nýja verk- smiðju. Meginhluti starfsemi fyrirtækisins er hér í Reykjavík. Fæstir gera sér grein fýrir að 80-85% starfseminnar er útflutn- ingur og því liggur í hlutarins eðli að þetta er mikil gámavelta. Við erum háðar því að vera nálægt útflutningshöfn," segir Katrín. Rekstrartölurnar sýna miklar breytíngar. Eigið fé Lýsis var neikvætt um 178 milljónir árið 1998 og varð -30 milljónir eftir sam- eininguna. Velta Lýsis hefur aukist frá ári tíl árs og hefur tæplega tvöfaldast ífá þvi Katrín tók við félaginu. Veltan var um 820 millj- ónir króna í fyrra, þar af kemur meginhlutinn úr viðskiptum með ópakkað lýsi, svokölluðum „bölk“-vörum, og um 200 milljónir í Dýrðarljóminn kringum lýsið Akveðinn dýrðarljómi hefur verið kringum lýsi í gegnum tíðina, a.m.k. á íslandi, og íslendingar hafa alltaf haft mikla trú á lækningamætti og fyrirbyggjandi áhrifum lýsis - óhætt er að segja að sú trú hafi djúpar rætur i þjóðarsálinni. Lýsi var notað til að lægja öldurnar í gamla daga og bjarga þannig mannslífum þegar bátarnir komu inn, það var notað sem áburður á sjóklæði til að veija menn gegn bleytunni og tíl inntöku. Sjómenn fengu eina ausu af lýsi áður en þeir héldu í róðra þvf að lýsið fóðraði magann og kom í veg fyrir að þeir yrðu svangir. Lýsi var einnig notað sem ljósmeti. All- ar götur fram til 1979 tóku menn lýsi til að fá A og D vítamín, sem íslendinga hefur sárlega skort. „Fólk hafði trú á vökvanum”, segir Katrín, og nú kemur stöðugt betur í ljós hvers vegna. I rannsóknum síðustu misseri og síðustu ár og áratugi hefur stöðugt komið betur í ljós að lýsi hefur fyr- irbyggjandi áhrif gegn kransæða- og hjartasjúkdómum, astma, psoriasis og góð áhrif á heilastarfsemi, sjón, augu, sæðisvökva o.s.frv. [H
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.