Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2002, Page 56

Frjáls verslun - 01.05.2002, Page 56
VIÐTflL KflTRÍN í LÝSI Velta Lýsis hf. frá 1997-2001 Mæðgurnar keyptu allt hlutafé í Lýsi haustið 1999. Á þeim tíma ráku þær Fiskafurðir - lýsisfélag, sem m.a. var með lýsisbræðslu í Þorlákshöfn, og Hnot- skurn ehf. sem starfrækir hausaþurrkun I Þorlákshöfn og flytur út skreið til Nígeríu. Þær sameinuðu Lýsi og Fiskafurðir - lýsisfélag um áramótin 1999- 20G0 og eiga og reka núna tvö félög, Lýsi hf. og Hnotskurn ehf. 1997 1998 1999 2000 2001 00 ‘01 neytendavörum, en veltan nam um 450 milljónum þegar Katrín tók við félaginu. Veltan stefnir í einn milljarð króna á þessu ári. „Það er mikill metnaður hjá okkur. Við erum ekki nándar nærri hættar. Við ætium að standa okkur,“ segir Katrín. Leiðandi merki í Póllandi Lýsi er eina fyrirtækið í heiminum sem vinnur lýsi frá grunni í neytendavörur. Lýsið er selt til ijöl- margra landa, bæði nær og ijær. Bæði í Norður- og Austur-Evr- ópu er mikil hefð iýrir lýsisinntöku og hollusta vörunnar er inn- greypt í þjóðarsálina, svipað og hér, og því selur Lýsi mikið til þessara landa. Mestur er útflutningurinn á ópökkuðu lýsi í tönkum og gámum sem fer þá til pökkunar erlendis. Mikilvæg- asti markaðurinn íyrir slíka vöru er sá breski. En mikill vöxtur hefur verið í útflutningi á lýsi í neytendapakkningum og kemur Pólland þar sterkt inn. „Það var pólskur maður sem hafði unnið hér á Islandi í átta ár. Þegar hann var að flytja aftur til Póllands kom hann hingað og óskaði eftir því að gerast umboðsmaður í Póllandi. Við höfum verið í mjög góðu samstarfi og hann hefur náð gríðarlega góðum árangri. Lýsi er leiðandi merki þar á mark- aðnum þó að fjöldinn allur af samkeppnisaðilum hafi bæst við. Hann hefur haldið mjög vel utan um markaðinn. Við erum í sókn á fleiri mörkuðum, t.d. í Eystrasaltslöndunum. Við erum líka sterk í Finnlandi þar sem við erum í samskiptum við öflugt lyga- Jýrirtæki. Mikil vinna er nú lögð í markaðssetningu í Svíþjóð og Danmörku. Við seljum líka töluvert til Kína og Malasíu og svo mætti lengi telja,“ segir hún. Fullnýting afurðanna Lýsi starfar að ákveðinni hugsjón sem greinilega skiptir Katrínu miklu máli. „Við leggjum gríðarlega mikla áherslu á fullnýtingu afurðanna, ekki bara á flökunum heldur líka öðrum hlutum fisksins. Við vinnum mjög einlægt að því markmiði,“ segir Katrin, rissar upp mynd af þorski og útskýrir að iýrir utan fiskflökin nýti Lýsi í dag lifrina í lýsi, niðursuðu og mjöl, hausinn í þurrk og hrygginn sömuleiðis. Nú sé verið að skoða hvernig nýta megi magann. I því skyni hafi verið sett upp frysting í Þorlákshöfn og verði maginn annars vegar frystur í neydendapakkningar fyrir markað á meginlandi Evrópu og hins vegar í ensímvinnslu í samstarfi við norskt fýrirtæki. Svilin nýtast líka fryst til neytenda í Austur- löndum og DNA vinnslu og þá er lítið eftir af fiskinum; garnir, gall og roð. Hvað roðið varðar þá er áhugi hjá Lýsi á gelatínvinnslu og er samstarfsaðila leitað. ,Að vísu erum við þá að færa okkur dálítið mikið út í líftækni í þessari vinnslu 56 og erum náttúrulega að nota hana í vinnslu hjá okkur í dag en með úrvinnsluleiðum í þessa áttina þá færum við okkur nær líftækninni. Við höfum ekki bara þurrkmöguleikana, hrygg- inn má marningsvinna, ensimhreinsa og mylja og þá er kom- ið fiskkalk, sem er verðmæt vara. Þetta er okkar hugsjón í rekstrinum. Við viljum ná fullum tökum á hveijum einasta þætti og að hann beri sig verðmætalega séð og skili hagnaði. Við erum komin dálítið langt á þessari braut og ætlum okkur lengra vegna þess að við teljum sem fýrirtæki að við eigum að vera ábyrg í okkar umhverfi og taka tillit til umhverfisþátta og til samfélagsins. Okkur hefur verið búin kjöraðstaða til rekstrar af þeim stjórnvöldum sem hafa stýrtþessu landi sl. 11 ár, og þá ber okkur að skila til baka til samfélagsins og reyna að auka á getu okkar til þess. Ekki síst eigum við að vera ábyrg gagnvart þessu félagi, að það haldi áfram að dafna og staðni ekki,“ segir hún. Samstilltur hópur Langt er síðan Lýsi fór að vinna á þessum nótum en ekki hefur mikið verið rætt um fullnýtingu sjávarafurða í samfélaginu fýrr en undanfarið ár. Katrin hefur mikinn áhuga á þessu og spyr: „Hví skyldum við ekki sýna fulla ábyrgð? Menn eru í vandræðum með innvolsið. Hví skyldum við ekki einbeita okkur að því að gera verðmæti úr því sem við þegar höfum og sýna þannig ábyrgð? Ekki eingöngu gagnvart okkar rekstri heldur lika okkar umhverfi og okkar samfélagi. Mér finnst það sjálfsagður hlutur," segir hún og bendir á að þvi miður geri óhag- stætt nýtingarhlutfall það ekki nógu hagstætt iýrir sjómenn að koma með allt að landi. - En hver er stjórnandinn Katrín Pétursdóttir? Hún er rekstrarfræðingur að mennt og verslunarskólagengin og hefur alla tíð starfað að viðskiptunum með foreldrum sínum. Þegar hún var í Verslunarskólanum stofnaði hún fýrirtæki, sem var í innflutningi á merktum auglýsingavörum. Þegar hún var að ljúka Tækniskólanum árið 1988 seldi hún það félag enda mark- aðssetti Fiskafurðir - lýsisfélag sína iýrstu lýsisafurð um það leyti. Katrín var þá búin að kaupa vélar og tæki í það félag og reyndi að efla það eftir fremsta megni samhliða rekstri á hausaverkuninni. Hún keypti svo Lýsi hf. 1999. „Eg legg áherslu á að hópurinn sé samstilltur og að við leysum úr öllum vandamálum saman. Það er samstarfið við afar gott starfsfólk sem hefur skilað þessum góða árangri. Við höfum sett okkur ákveðin markmið sem við vitum vel af og erum öll að vinna að,“ svarar hún. S9 Eigendur Lýsis Katrín Pétursdóttir.......................... rúm 60% Erla Tryggvadóttir........................... tæp 20% Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson stjórnarformaður 15% Pétur Pétursson.............................. 2,5%
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.