Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2002, Page 59

Frjáls verslun - 01.05.2002, Page 59
MARKAÐSIVIÁL AUGLÝSINGflHERFERÐIN Fyrir nokkru mátti heyra yfirlætis- lausa auglýsingu á Rás 2: Auglýsinga- stofan Fíton auglýsir eftir rauðhærðu fólki og er fólk vinsamlega beðið um að mæta á auglýsingastofuna á ákveðnum tíma í prufumyndatöku. „Við bjuggumst við 10-20 manns,“ segir Liv Bergþórs- dóttir, framkvæmdastjóri markaðssviðs Tals, „en þegar við komum á staðinn voru þar yfir 100 manns ásamt fýlgdarliði og lá við umferðaröngþveiti. Þátttakan kom okkur skemmtilega á óvart! Það var ekki bara að fólk heyrði auglýsinguna sjálft heldur virtist sem vinir og vandamenn rauðhærðra hefðu tekið höndum saman og fyllst metnaði fyrir hönd þeirra og látið vita. Ein rauðhærð vinkona mín fékk t.a.m. sjö upphringingar þennan dag vegna auglýsingarinnar.“ Unnið með hnp „Uppleggið hjá Tali hefur alltaf verið þessi appelsínuguli litur,“ segir Halla Helgadóttir, grafískur hönnuð- ur og verkefnastjóri hjá Fíton. „I þetta sinn vildi Tal leggja áherslu á farsímaþjónustu lyrir alla fjölskylduna - í auglýsing- um Tals höfum við oft valið eitt módel sem andlit íýrirtækisins en nú vorum við ákveðin í að vinna með stærri hóp fólks enda Tal farið að þjóna mun breiðari hópi viðskiptavina en það gerði í byrjun. Markhópurinn er ekki lengur ungt fólk eða sími núm- er tvö á heimilið heldur vinnur fyrirtækið nú á mun breiðari markaði. Herferðinni var ætlar að kynna nýja þjónustu hjá Tali - Talvini og Talpar og því fannst okkur viðeigandi að setja sam- an „Talfjölskyldu" - síðan var farið að vinna með hvernig fjöl- skyldan ætti að líta út og sem tilvísun í appelsínugula litinn fannst okkur tilvalið að allir í fjölskyldunni yrðu hafðir rauð- hærðir eða „appelsínugulhærðir." Misrauðhærðir einstaklingar Fólk er misrauðhært og reyndar er liturinn ýktur svolítið að sögn Höllu. Skýringin á því hvers- vegna fjölskyldan er svona stór, er einfaldlega sú að svo margt rauðhært fólk kom í tökur - „Við áttum erfitt með að velja úr hópnum og þannig varð fjölskyldan svona stór. Það sem er skemmtilegt við að hafa svona marga á myndinni er að fólk fer að spá í fjölskylduna, hver sé skyldur hverjum og hvernig tengslin séu - og það virkar vel,“ segir Halla. „Þegar Fíton aug- lýsti eftir rauðhærða fólkinu vissi enginn fyrir hvaða fyrirtæki var verið að vinna. Fólk bara mætti í prufumyndatöku. Það var legið yfir myndunum og reynt að velja úr hópnum en alls vorum við með um 150 myndir af rauðhærðum einstaklingum. Rúmlega viku seinna voru auglýsingarnar tilbúnar. Þetta gekk mjög hratt og vel fyrir sig.“ Samstæður hópur Sama teymið hefur unnið flestar markaðs- herferðir Tals frá upphafi. Auk þess að hafa hlotið markaðs- verðlaun ímark eftir fyrsta starfsárið hafa auglýsingaherferðir Tals allar hlotið tilnefningar á Ímarkhátíðinni og ein þeirra vann til verðlauna á þeirri síðustu. í auglýsingateyminu eru þær Liv Bergþórsdóttir og Baldvina Snælaugsdóttur frá Tali auk Höllu Helgadóttur, Ragnars Gunnarssonar og Jóns Ara Helgasonar frá auglýsingastofunni Fíton og svo ljósmyndarinn Ari Magg. „Við höfum einhvern veginn alltaf verið nokkuð sammála um það hvernig barnið (Tal) átti að verða fullorðið og höfum unnið samkvæmt því í mörgum skrefum," segir Uv. „Það hefur gætt mikillar samstöðu hjá okkur og vinnan hefur verið geysi- skemmtileg og auk þessa hóps koma flöl- margir aðrir að markaðsmálum hjá Tali.“ Gúrúinn Tal-herferðin sem vann til verð- launa á síðustu Imarkhátíð var unnin fyrir Tal-frelsi. „Gúrúinn tekur sig mjög hátíð- lega og er eiginlega nokkrum heimum fyrir ofan aðra dauðlega menn, en í miðri senu er blaðinu snúið við og hann reynist vera held- ur lítill karl. Hér er á ferðinni léttleiki, hreyf- ing og gáski sem einkennir auglýsingar Tals, þar sem boðskapurinn er að það bætir skapið að gera grín að sjálfum sér og taka sig ekki of hátíðlega en auglýsingastefnu Tals er m.a. ætlað að endurspegla að Tal er ungt og lifandi þjón- ustufyrirtæki,“ segir Halla. Dýr auglýsing? Aðrar auglýsingar Tals hafa beinst að ákveðnum aldurshópum og þá fremur hinum yngri þó svo aldursdreifing viðskiptavinaTals sé mikil. „Ein auglýsingaherferðin, með Garðar Cortes í aðahlutverki, var sérstaklega miðuð við að undirbúa / undirstrika breyttar áherslur fyrirtækisins - útvíkkun á markaðs- stefnu - en á þessum tíma vorum við jafnframt að stíga okkar fyrstu skref inn á fyrirtækjamarkaðinn og með þessari auglýsingu vildum við kynna Tal sem alhliða fjarskiptafyrirtæki sem væri komið til að vera og jafnframt leggja áherslu á að fyrirtækið sem traust og áreiðanlegt fiarskiptafyrirtæki. Þessi auglýsing var í hefðbundnu hlutverki ímyndarauglýsinga og skilaði sínu mjög vel og vakti athygli sem við vonuðumst til að hún myndi gera,“ segir Halla. Auglýsingin fékk það orð á sig að hún væri dýrasta auglýs- ing sem gerð hefur verið á íslandi. Tal hefur ítrekað borið það til baka en orðrómurinn er sterkur. „Þessi auglýsing hafði að minnsta kosti rétt yfirbragð og bar með sér ákveðið traust og gæði,“ segir Halla. „Hún skilaði góðum árangri og við getum ekki verið annað en ánægð með hana,“ segir Iiv. Öðruvísi herferðir Fyrsta herferð Tals sýndi fólk sem sveif um í loftinu, fólk sem var frjálst. Fram að þeim tíma hafði Landssím- inn verið eina GSM-fyrirtækið á markaðinum og GSM-þjónustu á íslandi nánast eingöngu verið markaðssett fyrir mjög þröngan markhóp „karlmanna í viðskiptalifinu." „Yið fórum strax þá leið í okkar markaðsstarfi að leggja áherslu á fólk og samskipti en ekki á tæknina sem slíka og þannig höfum við aðgreint okkur mjög frá samkeppnisaðilum okkar - en yfirskrift Tals hefur löngum verið „tæknin skipti ekki máli“ - það er það sem hún getur gert fyrir þig sem skiptir öllu máli. Við vildum að Tal höfðaði til almennings - einstaklinga sem gætu t.d. með okkar þjónustu nýtt tímann betur, aukið öryggi sitt á ferðalögum o.sírv. Spurningin var: Hvað getur tæknin gert fyrir þig? Og við vildum að léttleikinn væri í fyrirrúmi,“ segir Liv. „Það hafði í fyrstu þau áhrif að fólk tók okkur ekki mjög alvarlega og fannst þetta ekki geta staðist fyrir tæknifyrirtæki. En við höfum alla tíð unnið eftir þeirri hugmynd að tæknin sé ekki það sem skiptir máli heldur hvað hún getur gert fyrir notandann, notagildið skiptir mestu málin en ekki tæknin sjálf. Aðalatriðið sé að einfalt sé að nota tækin, að tæknin sé aðgengileg og áreiðanleg á allan hátt. Flestir vilja bara síma og símaþjónustu sem virkar á viðráðanlegu verði.“ Tvíhöfði Tvíhöfðaherferðin, sem svo mörgum er kunn og skil- aði tilnefningu á auglýsingahátíð Imark, var gerð til að kynna fyrirbærið Talfrelsi. „Þarna stóðum við frammi fyrir því að „Auglýsingastofan Fíton auglýsir eftir rauðhærðu fólki og er fólk vinsamlega beðið um að mæta á auglýsinga- stofuna á ákveðnum tíma í prufumyndatöku.“ 59
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.