Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2002, Page 63

Frjáls verslun - 01.05.2002, Page 63
FRÉTTflSKÝRIMG KAUPIH A EÐDU Við kaup Björgólfs á Eddu koma saman tveir álíkir menningarheimar, Björgólfur og Páll Bragi úr Sjálfstæðisflokknum og Almenna bókafélaginu, sem var á sínum tíma svar hægrimanna við þeim menningarítökum sem vinstrimenn áttu áratugum saman í gegnum Mál og menningu. Ólafur Ragnarsson og Halldór Guðmundsson í bókabúð Máls og menningar. Myndin var tekin um það leyti sem sameining Vöku-Helgafells og Máls og menningar átti sér stað sumarið 2000. Halldór verður áfram forstjóri Eddu en Olafur, sem selt hefur hlut sinn t fyrirtækinu, hefur snúið sér að skrifum og má m.a. búast við bók frá honum um Halldór Kiljan Laxness. er bjórverksmiðjuna Bravo í byijun þessa árs fyrir 40 milljarða króna. Það má þvi sjálfsagt orða þetta þannig þó að gögn sem hingað til hafa fundist staðfesti aðeins að stuðningur Sovét- manna við Mál og menningu hafi að mestu leyti miðast við styrki til útgáfu á sovéskum bókmenntum og enga verulega þýðingu haft fyrir reksturinn. Mál og menning er fyrirtæki sem hefur tvinnast saman við átök kalda stríðsins hér á landi enda var fyrirtækið stofnað árið 1937 af nokkrum róttækum rithöfundum, t.d. Halldóri Kiljan Laxness, og menntamönnum sem höfðu gefið út tímaritið Rauða penna. I þess- um hópi var sovétsósíalistinn Kristinn E. Andrésson sem stýrði Máli og menningu í 35 ár. Fyrirtækið hefur kynnst bæði meðbyr og mótbyr. í byijun áttunda áratugarins gekk á ýmsu í rekstrinum en fyrirtækið hafði verið rekið með hagnaði um nokkurra ára skeið áður en sameiningin við Vöku-Helgafell kom til. Um miðjan tíunda áratuginn var rekstri Máls og menningar breytt í hlutafélag, sem í fyrstu var alfarið í eigu Bókmenntafélagsins Máls og menningar en við sameininguna var þetta hlutafélag lagt inn í Eddu til móts við Vöku-Helgafell. Hlutabréfin voru hinsvegar eign Eignarhaldsfélagsins Máls og menningar - Heimskringlu. Hið sögufræga fyrirtæki Mál og menning, sem hefur verið helsta vigi vinstri menningarelitunnar í landinu, er í dag gjör- breytt, ekki aðeins hefur losnað um tengslin við vinstrihreyfinguna heldur má segja að nú hafi vinstri- og hægrihreyfingin fallist í faðma. Með Björgólfi Guðmundssyni og Páli Braga Kristjónssyni eru þekktir rekstrarmenn komn- ir inn í Eddu miðlun og útgáfú. Vinátta þeirra tveggja og samstarf nær langt aftur. Þeir eru báðir ,fæddir inn í Sjálfstæðisflokkinn" og hafa starfað lengi saman. Páll Bragi er viðskipta- fræðingur að mennt og starfaði hjá Almenna bókafélaginu á sjöunda og áttunda áratugnum. Hann var samstarfsmaður Björgólfs í Hafskip á sínum tíma og veitti bókaútgáfúnni Þjóðsögu forstöðu þegar hann og Björgólfur keyptu það fyrirtæki árið 1998. Þeir gerðu ekki mikið með þann rekstur þar sem ljóst var að „ættfræðiútgáfan hafði sungið sitt vers,“ eins og Páil Bragi útskýrir það. „Við fórum að hugsa í aðrar áttir og það varð til þess að við stofnuðum Nýja bókafélagið 1999. Við höfðum ákveðnar áætlanir en gríðarlegar breytingar urðu á markaðnum og þvi lögðum við ekki mikið í það.“
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.