Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2002, Side 71

Frjáls verslun - 01.05.2002, Side 71
Fjörkálfurinn EFTIRMIIUIMILEG HESTAFERÐ „Eg hefhestana mina í Víðidalnum á veturna en á sumrin fer ég meðþá norður íAðaldal þar sem þeir una sér vel,“segir Haraldur, sem gjarnan er kallaður Halli í Andra. Á hestbaki í Vatnsdal Það er einhver samsvörun við hesta og Norðurlandið og þó menn séu búsettir í Reykjavík fara þeir gjarnan norður þegar sumrar með hestana sína. Haraldur Haraldsson, stjórnarformaður Áburðarverk- smiðjunnar, er þekktur hestamaður. Hann notar hvert tæki- færi til að ríða út og segir hestamennskuna þess eðlis að lítið rými sé fyrir önnur áhugamál. Þó gefur hann sér tíma daglega til að fara í sund og byrja daginn með því að spjalla við vini og kunningja í Árbæjarlauginni. „Eg hef hestana mína í Viðidalnum á veturna en á sumrin fer ég með þá norður í Aðaldal þar sem þeir una sér vel,“ segir Haraldur, sem gjarnan er kallaður Halli í Andra. „Hesta- mennskan er frábært tómstundagaman eða lifsmáti öllu heldur og maður kynnist landinu á allt annan hátt riðandi en í bíl og það er sérstaklega gaman að fara í reiðferð ef með í för er fólk sem þekkir sögu staðanna sem farið er um.“ Halli segir þingeyskar heiðar eftirminnilegastar staða til útreiða hvað sig snerti. „Það er afskaplega skemmtilegt að ríða um þær og einkum ef maður lendir í sunnanáttum eða sunnanþey sem er hlýr og notalegur. Heiðarnar eru ótrú- lega ijölbreyttar og fallegar og alltaf eitthvað nýtt að sjá, eins og reyndar á við um allar ferðir um landið. Eg ætla að fara í sumar um Vatnsdalinn og Hópið en þar er svo grunnt að auðvelt er að ríða þar. Eg fer með hópi manna og tilgang- urinn er m.a. sá að fara með 50-60 hesta norður, þó svo þetta sé öðrum þræði skemmtiferð, eins og hestaferðir eru. Allar ógleymanlegar og allar frábærar og eiginlega ekki hægt að fmna neina eina sem stendur uppúr.“ 31] UPPAHALDSVEITIIMGASTAÐURIIMIM Jóhannes Jónsson í Bónus gejur Sigga Hall toþþeinkunn. Siggi Hall fær toppeinkunn Það kemur svolítið hik á Jóhannes Jónsson þegar hann er spurður hvert uppáhaldsveitingahúsið hans sé og hann hugsar sig um. Hann segist hafa borðað svo víða og að erfitt sé að að velja á milli. Honum er boðið að velja um veit- ingahús bæði hér á landi og erlendis til að „auðvelda" honum valið. Eftir dálitla umhugsun segist hann telja að besta matinn fái hann hjá Sigga Hall. Verður svo ákveðinn og segir það vera svo. Siggi Hall fær með öðrum orðum toppeinkunn hjá Jóhannesi Jónssyni í Bónus. Œ] BRAIMDARAR Greitt fyrirfram Bílstjóri sem var á ferð í Texas ók á kálf sem fór yfir veginn. Bílstjórinn fór heim að bænum og útskýrði atburðinn fyrir bóndanum og spurði hversu mikið hann ætti að greiða fyrír kálfinn. „I dag hefði hann verið um það bil 200 dollara virði,“ sagði bóndinn og dró seiminn. „En að sex árum liðnum væri hann 600 dollara virði og ég vil fá þá.“ Bílstjórinn settist niður og skrifaði ávísun og rétti bóndanum. „Þetta eru 600 dollarar," sagði hann. „En ávísunin er dagsett sex ár fram í tírnann..." [0 Golfbrúðkaup Maður og kona stóðu við altarið, rétt í þann veginn að gifta sig. Eiginkonunni tilvonandi var litið á brúð- gumann og sá að hann var með golfkylfur við hlið sér. „Hvað í ósköpunum ætlar þú að gera við golfkylfur í kirkju? spurði hún alveg gáttuð." „Nú, varla tekur þetta allan eftirmiðdaginn, eða hvað?“ svaraði brúðguminn sallarólegur. 10 71
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.