Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2002, Page 74

Frjáls verslun - 01.05.2002, Page 74
 Kjartan Kristjánsson, sjóntœkjajrœðingur og annar eigandi Optical Studio gleraugnaverslananna. sportgleraugnaframleiðendum eins og Oakley og DKNY,“ segir Kjartan. „Þessi verslun er vissulega tilraun hjá okkur, en hingað til hafa sólgleraugu ekki verið mjög almennt í notkun á Islandi miðað við notkun þeirra í útiöndum. Sala á sólgleraugum hér á landi hefur að mestu farið fram á bensínstöðvum og í snyrtivöru- búðum sem og öðrum verslunum þar sem ekki er til staðar nein fagleg þekking á þessari vöru. Og þau sólgleraugu sem seld eru á þessum stöðum eru í flestum tilfellum af lágum gæðastaðli, bæði gler og umgjörð, og kosta þess vegna ekki mikið. Þau eru svo sannarlega ekki meira virði en borgað er fyrir þau. I flestum tilfellum er þetta framleiðsla frá Asíu án gæðastuðuls á gleri. Það má segja að íslenskir sjóntækjafræðingar hafi sofið á verðinum Anna Jóhannesdóttir, verslunarstjóri í Oþtical Studio Sól, Smáralind. v Heimsþekktír framleiðendur 120 ár hafa þeir Kjartan Kristjánsson og Pétur Christiansen, sem báðir eru sjón- tækjafræðingar, rekið gleraugnaversl- anir. Það var árið 1982 sem þeir stofnuðu Gleraugnaverslun Keflavíkur. Að sögn Kjartans voru Suðurnesin vissulega nægi- lega stórt markaðssvæði á þessum árum svo að þar mætti reka gleraugnaverslun, en ári seinna gerðu þeir félagar samning við varnarliðið um rekstur gleraugnaverslunar á varnarsvæðinu. Sú verslun hlaut nafnið Optical Studio og var þessi verslun fyrsti vísirinn að útrás fyrirtækisins frá Keflavík. „Optical Studio er einkar þægilegt nafn á gleraugnaverslun,“ segir Kjartan. „Þetta er alþjóðlegt nafn sem allir geta borið fram, en það er oft pínleg staða sem kemur upp í samskiptum við erlenda birgja þegar útlendingurinn leggur í það að bera fram orðið gleraugnaverslun. Það var síðar ákvörðun okkar eftir að verslunum tjölgaði að nota nafnið Optical Studio sem samheiti fyrir alla verslanir í samskiptum okkar við birgja erlendis. Versl- unum flölgaði jafnt og þétt, við bættust Gleraugnaverslunin í Mjódd, Gleraugnaverslun Suðurlands á Selfossi, Optical Studio Duty Free í Leifsstöð og síðastliðið haust tvær verslanir í Smára- lind, Optical Studio RX og Optical Studio Sól.“ Sérstök sólgleraugnaverslun Optical Studio RX er hefðbundin gleraugnaverslun, Optical Studio Sól er aftur á móti einskonar sól- og sportgleraugnadeild, sem sérhæft hefur sig í sölu á sól- gleraugum, og er sú eina á þessu sviði hérlendis. „Hér er á ferðinni ný gleraugnasérverslun sem að auki býður fylgihluti eins og bakpoka og sportfatnað frá þekktum sól- og 74 og látið þessa grein gleraugnageirans líða framhjá sér og þar með festa rætur í öðrum verslunum í stað þeirra eigin.“ Breytt Viðhorf Viðhorf til sólgleraugna, eða „eyewear“, er að breytast, því að nú eru gler- augu orðin hluti af heildarmyndinni í klæða- stíl og tísku. Islendingar eru svo sannarlega engir eftirbátar annarra þjóða í þeim efnum, nema síður sé. Hér á landi er sólin svo lágt á lofti að geislar hennar smjúga beint inn í augnbotnana, og það má færa rök fyrir þvf að það sé jafnvel meira áríðandi að gæta vel að sólgleraugnanotkun hér á landi heldur en sunnar á hnettinum. Þar dugar til að mynda að vera með húfu með skyggni til að varna því að sólargeislarnir fari inn í augnbotnana vegna þess hversu sólin er hátt á lofti. Það hefur líka orðið hugarfarsbreyting hjá fólki, en það gerir nú meiri kröfu til sjónarinnar og er meðvit- aðra um að vernda hana. „Markmiðið með sérverslun á sviði sólgleraugna er að bjóða Islendingum vönduð sólgleraugu með háum glergæða- staðli og faglega ráðgjöf við val á þessu mjög svo mikilvæga varnartæki gegn útíjólubláum geislum sólarinnar. Þar er engin tilviljum að yfir 70% atvinnumanna í íþróttum notar til að mynda Oakley sólgleraugu en það er einfaldlega vegna þess að gæði Oakley-glersins hefur hæstu einkunn í öllum óháðum gæða- könnunum sem gerðar hafa verið nú síðustu ár. Frægir Oakley-notendur eru menn eins og David Duval (golf), Aton Bolton (100 m hlaup), Eddie Ervin, Montoya, Schumacher (allir F1 ökumenn) og Haraldur Örn Everestfari, svo að nokkrir séu nefndir," segir Kjartan. BIl Optical Studio gleraugna- verslanirnar bjóða upp á gífurlegt úrval gleraugna og sólgleraugna auk jylgihluta. Verslanirnar eru sjö talsins, par aftvœr í Smáralind. Eftir Vigdísi Stefánsdóttur Myndir: Geir Ólafsson
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.