Frjáls verslun - 01.05.2002, Page 80
Viskí í sínu náttúrulega umhverfi: Gott viskí á sér góða undirstöðu og þar sþilar ferska vatnið veigamikið hlutverk, en skosku hálandavatni
sviþar mjög til þess íslenska í hreinleika oggœðum. A myndinni má sjá tvær viskítegundir úr Highland Distillers fiölskyldunni. Highland Park
12 ára maltviskí og The Famous Grouse blandað viskí sem er mest selda skoska viskíið á Islandi. Myndir: Geir Olafsson
£,S'tABLlSHED/79^
HIGHLAND
SinK*< Muír Scorch Wliiih.v
Orkneyjar eru um 70 talsins og við
norðurenda Skotlands. Þrettán
eyjanna eru byggðar og er veð-
urfari lýst á þann veg að það sé „villt“
þar sem vindurinn blási nær stöðugt.
Ein afleiðing þess er að öll tré á eyjun-
um er bogin, nokkuð sem við Islend-
ingar þekkjum vel!
Highland Park víngerðin liggur
nyrst skosku brugghúsanna og hefur
verið starfrækt frá 1798. Það hefur lít-
ið breyst síðan, enn eru notaðir sömu pottarnir og sömu að-
ferðir og voru í upphafi og auðvitað sömu húsin. Flestar
byggingarnar eru úr Walliwall-grjóti, sem er gul- og rauð-
flekkótt, og hafa yfirbragð 19. aldar byggingalistar sem er
svolítið óvenjulegt á Orkneyjum. Brugghúsið er í jaðri höfuð-
staðar Orkneyja, Kirkwall, og þar er
sérræktað bygg til að brugga þetta frá-
bæra viskí úr.
Sérstakl Viskí Highland Park viskíið
er sérstætt viskí. Sú staðreynd að allt
hráefni sem notað er í framleiðsluna er
frá Orkneyjum gefur því sérstakan
karakter sem óhætt er að segja að ekk-
ert annað viskí í heiminum hafi. Fram
til þessa hefur Highland Park lagt
áherslu á þrjár meginframleiðsluvörur; Highland Park 12 ára,
Highland Park 18 ára og Highland Park 25 ára, en einnig hef-
ur brugghúsið sett sérstaka árganga á flöskur við sérstök til-
efni svo sem afmæli brugghússins og stórviðburði í sögu
Orkneyja.
Þeir sem starfa hjá Highland Park
líta þannig á ad viskíiá fái ad sofa
þessi tólfár og í hverju vöruhúsi má
sjá vinsamlegt skilti sem á stendur:
„ Quiet, whisky sleeping. “ Eða
„Gangið hljóðlega um. Viskíið sefur.“
Myndir: Geir Ólafsson
Highland Park maltviskí hefur hlotið margar viðurkenningar í gegnum tíðina og má nefna:
2001 var 25 ára viskíið valið besta maltviskí í heimi og sama ár fékk 18 ára Highland
Park maltviskí gullverðlaun og 12 ára Highland Park maltviskí fékk bronsverðlaun á
alþjóðlegri vínsmökkun.
80