Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2002, Side 88

Frjáls verslun - 01.05.2002, Side 88
Fjörkálfurinn Selur reiðhjól og sláttuvélar Fyrirtækið Hvellur.com er til húsa við Smiðjuveg 8 í Kópavogi og stýrir þar starfseminni Jóhannes Valdemars- son framkvæmdastjóri, sem jafnframt er eigandi fyrirtækisins. Hvellur.com er með árstíðabundna starfsemi. Frá vori til hausts er fyrirtækið í innflutningi og sölu á reiðhjólum og aukahlutum á reiðhjól auk þess að vera í viðgerðum og þjónustu við reiðhjólaeigendur. hjónusta og gott viðmót er í fyrirrúmi. Enginn kemur að tómum kofanum eða þarf að snúa til baka með hjólið sitt án þess að fá lausn sinna mála, viðskiptavininum er alltaf sinnt og málið leyst. „Við aðgreinum okkur frá hinum reiðhjólaversl- ununum með þjónustulund og með því að halda þekkingu og reynslu inni í fyrirtækinu. Við leysum öll vandamál reiðhjólaeig- andans. Fólk þarf ekki að leita annað,“ segir Jóhannes. Islensk hjól Vörulina fyrirtækisins er mjög breið og getur við- Hvellur selur reiðhjól, sláttu- vélar og sláttuorf snjókeðjur og veitir viðhald ogþjónustu. Jóhannes Valdemarsson fram- kvæmdastjóri hefur einnig lagt sitt afmörkum í forvarnarstarfi gegn þjófnuðum. Eför Guðrúnu Helgu Sigurðardóttur Mynd: Geir Ólafsson Framleiðir snjókeðjur Á veturna færist starfsemi fyrirtækisins meira yfir í framleiðslu og sölu á snjókeðjum. Hvellur.com kaupir inn hráefriið og svo eru snjókeðjurnar framleiddar. Margur myndi halda að eftirspurn eftir snjó- keðjum hefði snarminnkað með bættum samgöngum en svo er ekki raunin. Stórir flutningabílar og vinnuvélar þurfa að bijótast í gegnum skaflana þó að aðrir komist það ekki. Snjókeðjurnar hjá Hvelli henta mjög vel fyrir stórar vinnuvélar, hvort heldur það eru möskvakeðjur eða hefðbundnar þverbandakeðjur undir t.d. vörubíla, veghefla og stórvirk jarðvinnslutæki en líka er hægt að fá snjókeðjur fyrir fólksbíla. „Eg hef stundum sagt að gamni mlnu að við eigum snjókeðjur undir allt sem hefur hjól nema flugvélar. Þó að sárafáir fólksbílar noti snjókeðjur í dag þá er það alltaf einn og einn ökumaður sem vill hafa keðjurnar í skottinu," segir Jóhannes. S3 skiptavinurinn fengið allt frá ódýrum hjólum í viðun- andi gæðaflokki upp í eitt dýrasta hjól á Islandi sem auðvitað er í hæsta gæðaflokki. Það kostar um 411 þúsund krónur. Trekking Fox reiðhjólin eru flagg- skip fyrirtækisins en þau eru mjög traust og vönduð auk þess sem Hvellur.com er með eigin vörumerki, Icefox reiðhjólin sem eru sérstaklega framleidd fyrir íslenskar aðstæður af sama framleiðanda og Trekk- ing Fox hjólin. „Við ákveðum hvað er í hjólunum, allt frá aðalat- riðum niður í smæstu smáatriði. Við komum næst því að framleiða hjólin sjáltir, eina sem stendur í vegi fyrir því að hjólin geti kallast íslensk framleiðsla er að við eigum ekki verksmiðjuna, sem framleiðir þau,“ segir Jóhannes. Jóhannes Valdemarsson, framkvœmdastjóri og eigandi Hvells ehf, meb eitt afreid- hjólunum sem jýrirtœkið selur. Einkennisnúmerió er skráð „Á sumrin ffytur Hvellur.com einnig inn og selur sláttuvélar frá Murray og vél- eða sláttuorf frá Echo ásamt því að sinna viðgerðum og viðhaldsþjónustu við sláttuvélar, Murray eða eitthvað annað. Sérhætingin nær þó ein- göngu til Murray véla með Briggs og Stratton mótora - en auðvitað gerum við einnig við aðrar vélar, hvað svo sem þær heita. Hvellur.com flytur einnig inn varahluti í þessar vélar og selur þjónustu- aðilum um allt land.“ Jóhannes er brautryðjandi í forvarnastaríi gegn þjófnuðum með kynningu sinni á starfsemi Crime on line á Netinu og hefur tekist ásamt Crime on line að byggja upp samstarf við lögreglu, tryggingafélög og almenning. Með því að skrá inn einkennisnúmer hluta, td. reiðhjóls, í gagnagrunn Crime on Une er hægt að auka verulega líkurnar á að þjófnaður á t.d. reiðhjóli eða sláttuvél komist upp eða að hluturinn komi í leitirnar.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.