Frjáls verslun - 01.05.2002, Síða 90
Ahyggjulaus í fnið
Gerður Björk Guðjónsdóttir,
sérfræðingur í markaðsdeild VÍS.
egar farið er til annarra landa, er
haldið af stað með ijölskylduna á
vit ævintýranna. Það er að mörgu
að hyggja og skipuleggja þarf alla þætti
ferðarinnar svo að vel takist til. Mikil-
vægt er að tryggja að fyllsta öryggis sé
gætt og að tryggingar jjölskyldunnar
séu í lagi því algengt er að fólk þurfi að
leita aðstoðar læknis erlendis vegna
meiðsla eða kvilla.
,^Allir F-plús tryggingatakar eru sjálf-
krafa tryggðir á ferðalögum erlendis
með frítíma slysaörorku- og slysadánar-
bætur, slysadagpeninga, farangurs- og ferðarofstryggingu og
sjúkrakostnað erlendis en þar ber fólk enga sjálfsábyrgð. Enn-
fremur nær tryggingin yfir börn yngri en 16 ára á keppnis-
ferðalögum erlendis,“ segir Gerður Björk Guðjónsdóttir, sér-
fræðingur í markaðsdeild VIS.
SOS-kort Tryggingin gildir fyrir alla ijölskyldumeðlimi í allt
að 92 daga á ferðalagi hvar sem er í heim-
inum. Gefin eru út Öryggiskort VIS, þ.e.
svokölluð SOS-kort, með öllum ferðatrygg-
ingum hjá VIS hvort sem tryggingataki er
með F-plús eða aðrar almennar ferðatrygg-
ingar. Hægt er að nálgast staðfestingar á
tryggingum og SOS-kort á næstu skrif-
stofu VÍS.
„Við leggjum áherslu á að fólk hafi SOS-
kortið meðferðis því það er staðfesting á
að trygging er til staðar ef fólk veikist
eða slasast og þarf að leita aðhlynningar
á sjúkrahúsi eða læknastofu," segir
Gerður. „Einnig er hægt að hringja í
öryggissíma VIS á Islandi þar sem veitt
er aðstoð ef þörf er á vegna slyss, veik-
inda eða tjóns. A kortinu kemur einnig
fram SOS-neyðarsími sem hægt er að
hafa samband við í neyðartilfellum.
Öryggissími VÍS og SOS-neyðarsími eru
vaktaðir allan sólarhringinn og er þjón-
ustan án kostnaðar fyrir hinn tryggða."
Sami réttur innan EES Gerður ráðleggur ferðafólki að útvega
sér E-lll vottorð hjá Tryggingastofnun ríkisins. „Eftir inn-
göngu íslands í EES eiga þeir sem ferðast innan EES-landa rétt
á læknis- og sjúkrahúsþjónustu eins og ríkisborgarar viðkom-
andi lands ef skyndileg veikindi eða slys ber að höndum gegn
framvísun E-lll vottorðs," segir Gerður. „Sjúkratryggingar
viðkomandi lands greiða þá kostnað í sam-
ræmi við reglur þess lands. Sjúklingur
greiðir þá aðeins sjúklingshluta kostnaðar
eins og reglur viðkomandi lands segja til
um. Samningur þessi gildir einungis hjá
læknastofum og sjúkrahúsum sem hafa
samning við sjúkratryggingar viðkomandi
lands. Ekki þarf að framvísa EES-vottorði
innan Norðurlandanna.“S!l
Meö sumri og hækkandi sól fara
fjölmargir til útlanda. Tilgangur-
inn er aubvitaö misjafn en er
gjarnan sá aö slaka á og hvíla sig
í sólinni, skoöa sig um og kynnast
nýjum og framandi stööum í
hinum ýmsu löndum.
Eftír Vigdísi Stefánsdóttur Mynd: Geir Ólafsson
Hafðu samband við
næstu skrifstofu VÍS
áður en farið er í fríið og
fáðu SOS-kort fyrir alla
fjölskylduna.
90