Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2002, Qupperneq 95

Frjáls verslun - 01.05.2002, Qupperneq 95
LUNDÚNAPISTILL SIGRÚNflR DflVÍÐSDÓTTUR sem slíkur. Eriksson hefur alltaf þakkað Grip það sem hann kann í þjálfun. Það sérstaka við þetta samband er að Grip er tíu árum eldri en Eriksson. Eriksson lætur samstarfsmenn sína um allar daglegar reddingar og það eru Grip og fleiri sem iðulega sþórna æfingum. Eriksson er viðstaddur, reynir að skapa rétta andann, grípa inn allsstaðar þar sem þarf og hafa augu á öllu. Hann er svona yfir og allt um kring, en ekki með hendurnar á öllu. Duglegur að hrósa „Mér finnst að þú ættir að taka þér Eriksson tíl fyrirmyndar, mamma,“ sagði sextánáringurinn í fjölskyldunni nýlega. „Hann er víst mjög duglegur að hrósa mönnum fyrir það sem þeir gera vel.“ Þetta hafði hann heyrt í umfiöllun um bókina hér. Eg skammaðist mín niður í tær. Eg hafði nefiiilega komið inn í eldhúsið, tekið eftir að sextánáringurinn hafði óumbeðið tekið úr uppþvottavélinni og svo hafði ég gleymt að hafa orð á þessu frábæra fram- taki hans. En þarna hittir Eriks- son nákvæmlega naglann á höf- uðið: það eru frábærir eiginleik- ar stjórnenda að vera duglegir að nefna það sem vel er gert. Fyrir nokkrum árum hittí ég hóp af íslensku fiskverkunar- fólki, sem hafði sest að í Han- stholm á Jótlandi. Það var at- hyglisvert hvað margir nefndu, án þess að vita að hinir nefndu þetta líka, að þegar þeir hefðu farið að vinna á dönskum vinnustað hefðu þeir í fyrsta skipti kynnst því að vera hrósað fyrir vinnu sína. Hugsið ykkur! Skildi þetta vera ríkjandi á íslenskum vinnu- stöðum? Hugleiðið nú þetta: Hvenær hrósuðuð þið einhverj- um fyrir velunnin störf? Eruð þið duglegri við að nudda í því sem hefur aflaga farið? En við þurfum nú kannski ekk- ert á bókinni um Eriksson að halda. Einn þeirra sfiórnunarfræðinga sem vitnað er tíl í bókinni segist hafa mikið yndi af keltneskum og norrænum bókmenntum. Leiðtogamynd þeirra einkennist af skilningi á gildi gagn- kvæmrar hollustu, ekki bara milli stríðsmanna og leiðtoga þeirra, heldur hollustu leiðtog- ans við stríðsmennina. Leiðtog- inn leit á það sem eðlilegan hlut að setja gott fordæmi - vitíð þið að Ingvar Kamprad, stofiiandi Ikea, fer enn með strætó ef hann getur og yfirmenn Ikea fljúga aldrei á fyrsta farrými? A sama hátt var undirsátinn hollur yfir- manninum og svik við yfirmanninn var það versta sem til var. Mikið rétt. Allt þetta um hollustu og virðingu og skilning á gagnkvæmu mikilvægi yfir- og undirmanna má finna í íslend- ingasögunum. Bætið svo við þessu með bros og uppörvun, gleymið ekki að vera þið sjálf og gerið ykkar besta. Þá eruð þið langt komin í nútíma stjórnunartísku. Hvort þið vinnið er annað mál - við getum ekki öll verið heimsmeistarar - en þið verðið þá vonandi sátt við ykkur sjálf og aðra. Það verður Eriksson örugg- lega hvort sem hann sparkar nú Englendingum upp á heims- meistaratoppinn eða ekki. 311 Leiðarljós Erikssons Slítið ykkur frá fortíðinni . Takið hvert nýtt verkefni sem nýtt upphaf: nýtt tækifæri til að standa sig vel - eða nýtt tækifæri til að gera betur. Ef þið eruð að taka við nýju starfi þá haldið ykkur sem lengst frá valdabaráttu og valda- brölti, sem kann að hafa farið þar ffam, og frá öllum valdaklíkum. Kynnið ykkur aðstæður. Eriksson byrjaði auðvitað á að fara á alla enska fótboltaleiki, sem hann komst yfir. Það er sagt hann hafi náð 22 leikjum á sex vikum. Þið þurfið þess kannski ekki, en kynnið ykkur aðstæður eftír því sem við á í hveiju tilfelli. Skilgreinið hvar vandinn liggur. Af ein hveijum ástæðum vantaði enska landsliðið örfættan fótboltamann. Enginn af þeim góðu skaut með vinstri fætinum. Eriksson leitaði og fann á end- anum óþekktan örfættan fótboltamann. Af þessu má læra að ef lausnin finnst ekki þar sem búast má við henni verður að leita víðar. Undirstrikið þetta jákvæða. Eriksson er óstöðvandi jákvæður. Hann trúir á möguleikana, en einblínir ekki á það sem er kannski ekki hægt. Byrjið strax á að vinna og byggið á því. Þessi fyrsti vinningur þarf ekki að vera stór. Finnið bara eitthvað, sama hversu smátt, sem hefur heppnast og reynið að halda áfram á þeirri braut.H!] fluk þess að hafa til að bera þessa hæfileika til að ná til samstarfsmanna sinna hefur hann líka skilning á að halda vissri fjarlægð. Hann er vinalegur, en hann reynir ekki að vera félagi strákanna. 95
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.