Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2002, Page 99

Frjáls verslun - 01.05.2002, Page 99
Aðalþrúga Beaujolais héraðs er Gamyþrúgan. þrúgunni eins og einmitt í Beaujolais. Beaujolais-vínin eru fram- leidd samkvæmt gamalli aðferð sem kailast Macération Carbon- ique. Þessi aðferð byggist á því að þrúgurnar eru látnar geijast í lokuðum tönkum undir þrýstingi frá koltvísýringi. Safinn úr efstu þrúgunum étur sig gegnum hýði hinna þrúgnanna sem neðar eru í ámunni. Þessi aðferð dregur fram sætu- og ávaxtabragðið í þrúgunni. Tannin verður eflir í þrúguhýðinu en tannin er efiii sem nefiiist sútunarsýra á íslensku. Þar sem lltíð er af tannin í Beaujolais-vínunum geymast þau ekki mjög lengi, helst ekki lengur en 3-4 ár. Ágætt er að kæla Beaujolais-vínin örlítíð áður en þau eru borin á borð, hæfilegt hitastig er 16° C. Hani í víni - Coq au Vill Ekki er hægt að Ijalla um þetta yndis- lega svæði Beaujolais án þess að koma með uppskrift af einum frægasta og gómsætasta rétti héraðsins, Coq au Vin. Þetta er frá- bær réttur, tilvalinn til að laga heima og hafa með í sumarbústað- inn. Ekki er hægt að fá hana hér í verslunum þannig að við látum okkur nægja stóran og góðan kjúkling. Það sem þarf er: 1 stór kjúklingur 1 flaska Beaujolais rauðvín 2 tómatar, afhýddir og fínt saxaðir 1 lítifi blaðlaukur, fínt saxaður 2 laukar, íint saxaðir 2 hvítlauksrif, fínt söxuð 1 msk rifsbeijahlaup 500 g sveppir 2 dl beikon, skorið í fína strimla 1 sítróna 1 tsk timian 1 lárviðarlauf 2tsk söxuð steinselja 4tsk hveiti ldl matarolia salt og pipar A. Kjúklingurinn er hlutaður niður og settur í skál ásamt græn- metinu, tímian, lárviðarlaufi og steinselju. Kjúklingurinn er látinn liggja í vininu í 24 tfina, skálin höfð í ísskáp. VÍNUMFJÖLLUN SIGMARS B. B. Takið kjúklingabitana upp úr víninu og þerrið þá. Þeir eru svo steiktir í matarolíunni þar til að þeir eru orðnir vel brún- aðir. Færið bitana upp úr pottinum og veiðið olíuna úr pott- inum og kastið henni. Setjið kjúklingabitana aftur í pottinn, sáldrið hveitinu yfir þá og steikið kjúklingabitana ögn lengur. C. Hellið víninu og grænmetinu í pottinn með kjúklingnum og látið suðuna koma upp. Blandið rifsberjahlaupinu við það sem í pottinum er. Látið réttinn sjóða við vægan hita í 60 mínútur. D. Kreistið safann úr sítrónunni og blandið saman við svipað magn af vatni. Skerið sveppina í fernt og setjið í sítrónu- vatnið. E. Steikið beikonið á pönnu. Þerrið sveppina og léttsteikið þá með beikoninu. F. Takið kjúklingabitana úr pottinum. Hellið vökvanum úr pott- inum í sigti og setjið aftur í pottinn, kastið grænmetinu. G. Setjið sveppi og beikon í sósuna, kryddið með salti og pipar. Setjið kjúklingabitana aftur í sósuna og látið suðuna koma upp. Þessi ljúffengi réttur er borinn á borð í pottinum. Gott er að hafa með honum soðið pasta en einnig má hafa með honum hrísgijón. Einnig er gott að hafa ristaða brauðteninga með Coq au Vin. BeaujOlaÍS í Rílfinu Eins og áður hefur komið fram eru Beaujolais-vínin með vinsælustu vínum Frakklands. Fram- leiðslan er gífurleg eða um 14 milljónir kassa á ári. I Rikinu eru nokkur ágætis Beaujolais-vín. Fyrst skal nefna til sögunnar Piat de Beaujolais á 1.090 krónur. Heiðarlegt og traust Beaujolais-vín á ágætu verði er Georges Duboeuf Saint-Amor á 1.280 krónur, frábært vín með fullt af sól og sumri. Mignot Meulin-a-vent Croix Rameau á 1.690 krónur. Ekta og stórt Beaujolais og afar góð kaup. Beaujolais-vinin eru einkar þægileg vín sem flestum falla í geð, sannkölluð sumarvin. B3 Sigmar B. Hauksson mælir með eftirtöldum Beaujolais vínum: Piat de Beaujolais á 1.090 krónur Georges Duboeuf Saint-Amor á 1.280 krónur Mignot Meulin-a-vent Croix Rameau á 1.690 krónur 99
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.