Frjáls verslun - 01.05.2002, Qupperneq 99
Aðalþrúga Beaujolais héraðs er Gamyþrúgan.
þrúgunni eins og einmitt í Beaujolais. Beaujolais-vínin eru fram-
leidd samkvæmt gamalli aðferð sem kailast Macération Carbon-
ique. Þessi aðferð byggist á því að þrúgurnar eru látnar geijast í
lokuðum tönkum undir þrýstingi frá koltvísýringi. Safinn úr efstu
þrúgunum étur sig gegnum hýði hinna þrúgnanna sem neðar
eru í ámunni. Þessi aðferð dregur fram sætu- og ávaxtabragðið í
þrúgunni. Tannin verður eflir í þrúguhýðinu en tannin er efiii
sem nefiiist sútunarsýra á íslensku. Þar sem lltíð er af tannin í
Beaujolais-vínunum geymast þau ekki mjög lengi, helst ekki
lengur en 3-4 ár. Ágætt er að kæla Beaujolais-vínin örlítíð áður en
þau eru borin á borð, hæfilegt hitastig er 16° C.
Hani í víni - Coq au Vill Ekki er hægt að Ijalla um þetta yndis-
lega svæði Beaujolais án þess að koma með uppskrift af einum
frægasta og gómsætasta rétti héraðsins, Coq au Vin. Þetta er frá-
bær réttur, tilvalinn til að laga heima og hafa með í sumarbústað-
inn. Ekki er hægt að fá hana hér í verslunum þannig að við látum
okkur nægja stóran og góðan kjúkling. Það sem þarf er:
1 stór kjúklingur
1 flaska Beaujolais rauðvín
2 tómatar, afhýddir og fínt saxaðir
1 lítifi blaðlaukur, fínt saxaður
2 laukar, íint saxaðir
2 hvítlauksrif, fínt söxuð
1 msk rifsbeijahlaup
500 g sveppir
2 dl beikon, skorið í fína strimla
1 sítróna
1 tsk timian
1 lárviðarlauf
2tsk söxuð steinselja
4tsk hveiti
ldl matarolia
salt og pipar
A. Kjúklingurinn er hlutaður niður og settur í skál ásamt græn-
metinu, tímian, lárviðarlaufi og steinselju. Kjúklingurinn er
látinn liggja í vininu í 24 tfina, skálin höfð í ísskáp.
VÍNUMFJÖLLUN SIGMARS B.
B. Takið kjúklingabitana upp úr víninu og þerrið þá. Þeir eru
svo steiktir í matarolíunni þar til að þeir eru orðnir vel brún-
aðir. Færið bitana upp úr pottinum og veiðið olíuna úr pott-
inum og kastið henni. Setjið kjúklingabitana aftur í pottinn,
sáldrið hveitinu yfir þá og steikið kjúklingabitana ögn lengur.
C. Hellið víninu og grænmetinu í pottinn með kjúklingnum og
látið suðuna koma upp. Blandið rifsberjahlaupinu við það
sem í pottinum er. Látið réttinn sjóða við vægan hita í 60
mínútur.
D. Kreistið safann úr sítrónunni og blandið saman við svipað
magn af vatni. Skerið sveppina í fernt og setjið í sítrónu-
vatnið.
E. Steikið beikonið á pönnu. Þerrið sveppina og léttsteikið þá
með beikoninu.
F. Takið kjúklingabitana úr pottinum. Hellið vökvanum úr pott-
inum í sigti og setjið aftur í pottinn, kastið grænmetinu.
G. Setjið sveppi og beikon í sósuna, kryddið með salti og
pipar. Setjið kjúklingabitana aftur í sósuna og látið suðuna
koma upp.
Þessi ljúffengi réttur er borinn á borð í pottinum. Gott er að hafa
með honum soðið pasta en einnig má hafa með honum hrísgijón.
Einnig er gott að hafa ristaða brauðteninga með Coq au Vin.
BeaujOlaÍS í Rílfinu Eins og áður hefur komið fram eru
Beaujolais-vínin með vinsælustu vínum Frakklands. Fram-
leiðslan er gífurleg eða um 14 milljónir kassa á ári. I Rikinu eru
nokkur ágætis Beaujolais-vín. Fyrst skal nefna til sögunnar Piat
de Beaujolais á 1.090 krónur. Heiðarlegt og traust Beaujolais-vín
á ágætu verði er Georges Duboeuf Saint-Amor á 1.280 krónur,
frábært vín með fullt af sól og sumri. Mignot Meulin-a-vent Croix
Rameau á 1.690 krónur. Ekta og stórt Beaujolais og afar góð
kaup. Beaujolais-vinin eru einkar þægileg vín sem flestum falla í
geð, sannkölluð sumarvin. B3
Sigmar B. Hauksson mælir með eftirtöldum Beaujolais vínum:
Piat de Beaujolais á 1.090 krónur
Georges Duboeuf Saint-Amor á 1.280 krónur
Mignot Meulin-a-vent Croix Rameau á 1.690 krónur
99